Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.08.2010, Qupperneq 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 1 0 SIGURÐUR MÁR JÓNSSON Dvínandi þjóðartekjur hafa knúið okkur til að hugsa upp á nýtt um marga þá hluti sem við höfum lengi talið sjálfgefna. Núverandi ríkisstjórn kynnti sig sem velferðarstjórn en veruleikinn hefur borið hana ofurliði og nú sker hún niður eins og hægristjórnir hafa stundum talað fyrir. Eina haldreipið er að trúa því að úr því að niðurskurðar­hníf urinn er kominn á loft þá sé betra að hann sé í vinstri hendi en þeirri hægri! En birtingarmynd velferðar innar er víða að finna. Við höfum til dæmis lagt okkur eftir að bæta hag þeirra sem búa við skerta starfs getu með því að veita þeim bætur, allt eftir því hve getan hefur minnkað. Örorka hefur þannig með tímanum orðið viðurkennt og vandlega skilgreint ástand sem er meðhöndlað af kerfinu og gefur rétt til bóta frá ríki og lífeyrissjóðum. Þótt örorkubótakerfið sé án efa einn af hornsteinum velferðarkerfisins er þetta vegur sem enginn vill feta en erfitt er að víkja út af honum þegar einu sinni er lagt af stað. Þegar fólk er komið á örorkuna, eins og sagt er, þá fer það ekki svo glatt af henni aftur. En bak við tölurnar er sláandi þróun. Nú þegar við búum við eitt mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar er undarlegt að sjá að örorku­ þegar eru fleiri en atvinnulausir. Og ólíklegt er að þeim fækki svo glatt. Örorkulífeyrisþegar voru 15.842 hinn 1. júlí síðastliðinn en 15.677 í ársbyrjun þannig að fjölgunin nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins, sem í sjálfu sér er fagnaðarefni vegna þess að ný gengi örorku hefur dregist saman. Nýgengi örorku, þ.e. fjöldi ein stakl inga sem fengu úrskurð um 75% örorku á hverjum tíma, nam á bilinu 1.200­1.500 á árunum 2004­2009, sem er svona svipað og íbúafjöldi Sandgerðisbæjar. Með öðrum orðum; það fjölgar í hópi öryrkja um sem svarar einu meðal stóru bæjarfélagi á ári. Til samanburðar má geta þess að það voru að meðaltali 11.547 atvinnu ­ lausir í sept ember sl. En gengur þetta upp? Vitaskuld ekki og þarf varla að orðlengja það, einhverjir verða að láta af hendi til að aðrir geti þegið. Í Danmörku er svo komið að um 1,3 milljónir manna standa undir þörfum 5,4 milljóna manna þjóðfélags. Fyrir liggur að 1,7 milljónir manna þiggja peninga frá ríkinu á einn eða annan hátt og eru Danir að vakna upp við vondan draum. Þeir eru farnir að spyrja sig gagn rýnna spurn ­ inga, mitt í þessu höfuðríki norræna velferðar kerfisins. Fyrir nokkr um vikum gerði dagblaðið Berlingske þetta mál að um ræðuefni. Þar kom fram að þegar frá eru dregnir þeir sem fá náms styrki (SU) og „eðlileg“ eftirlaun, þá standa eftir um það bil 800.000 manns sem eru að hluta eða öllu leyti háðir framfærslu frá ríkinu. Inni í þeirri tölu eru um 300.000 manns sem í raun eru ekki að gera neitt en gætu verið að vinna ef þeir nenntu eða fengju vinnu. Ég veit ekki hvernig Danir fengu þessa tölu en hún liggur fyrir og auð vitað slær það okkur að þetta jafngildir fjölda Íslendinga. En hvað getur þjóðfélagið lofað mikilli velferð? Hve mikið af erf ið­ leikum lífsins getur samfélagið tekið á sig? Í 76. gr. stjórnar skrár innar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sam bærilegra atvika.“ Á þessari einu grein byggist í raun íslenska vel ferðarkerfið og útgjaldahæstu ráðuneytin. Öllum sem þurfa, – það verður að teljast nokkuð opin skilgreining en það er hún sem varðar veginn. Staðreyndin er sú að þjóðfélagið þolir ekki frekari fjölgun öryrkja og lífeyrissjóðir landsmanna munu tæmast ef fram heldur sem horfir. Þeir sem neita að horfast í augu við það ætla að senda kom andi kynslóðum erfið úrlausnarefni. Hugsanlega er stríð milli kyn slóða í uppsiglingu og þá er spurningin hvar öryrkjar verða í þeim slag. Augljóst er að að óbreyttu þarf að velja á milli hækkunar á lífeyrisaldri og skerðingar á lífeyrisgreiðslum, einfaldlega vegna þess að þjóðin er að eldast og samsetning hennar að breytast. Það skiptir til dæmis miklu máli hvaða fólk flytur úr landi því oftast eru það þeir sem hafa bestu sam­ keppnisstöðuna og eru þar af leiðandi verð mætastir fyrir þjóð félagið. Um leið virðast lífeyrissjóðir landsins enn eiga eftir að gera upp áhrif hrunsins og það högg sem ávöxtun þeirra hefur orðið fyrir. Lík lega er það þess vegna sem þeir halda svo fast í verðtrygginguna og berjast gegn þeirri skuld aniður færslu sem breyt ing á henni gæti falið í sér. Ég hef stillt mig um að ræða um misnotkun kerf isins (þótt uppá­ halds sagan sé um manninn sem náði að klára doktorsprófið á örorku­ bótum) en ljóst er að bótaþegar færast á milli stuðn ings kerfa eftir því hvar kjörin eru best. Hvað skýrir t.d. að það er marktækur munur á því hve örorka er algengari hjá konum en körlum? Samtök atvinnu lífsins hafa bent á lausn sem felst í sinni einföldustu mynd í því að snúa við sönn unarbyrðinni. Í stað þess að skerðing starfs getu sé sönnuð (sem virðist vera eilíf áskorun fyrir læknastéttina sem ber þann kaleik að meta örorku) er starfsmat lagt á fólk. Með öðrum orðum; metið er hvað það getur gert. Þannig má vonandi halda sem flestum inni á vinnumarkaðnum eins lengi og unnt er og gera þá að virkum og verðmætaskapandi þegnum þessa samfélags. Það hlýtur að vera ánægjulegra hlutskipti en að láta ýta sér í stöðu þiggjandans. Um leið ætti þjóðfélagið að verða færara um að styðja og aðstoða þá sem sannarlega þurfa á því að halda. HIN DULDA ÓGN ÖRORKUNNAR Fyrir liggur að 1,7 milljónir Dana þiggja peninga frá ríkinu á einn eða annan hátt og eru Danir að vakna upp við vondan draum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.