Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 5
r 'j
'Gfni
Norrænn byggingardagur á ís-
landi 26.—28. ágúst 1968 .. 74
Samtök vinnumarkaðarins fá
fleiri hagræðingarráðunauta
— Forystugrein ............. 75
O.R. — Lausn flókinna vanda-
mála í rekstri og stjómun .. 76
Léttir málmar og sölt úr sjó .. 85
Meiri sala — færri sölumenn .. 88
Listiðnaður og iðnhönnun .... 91
Tvö merkileg skjöl ........... 102
Tæknibókasafn IMSÍ — Nýjar
bækur ..................... 104
Danskar vörusýningar ......... 104
Samband rannsókna ogatvinnu-
lífs ...................... 105
Almennir samningsskilmálar
um verkframkvæmdir ........ 108
Einkenni drykkjuhneigðar eins
og þau birtast í starfi... 109
Utgáfa jöfnunarbréfa ........ 113
Reglugerð um lánadeild veiðar-
færaiðnaðar ............... 119
Reglgerð um hagræðingarlán
Iðnlánasjóðs .............. 119
Einkaleyfi — Aðkallandi end-
urbætur ................... 120
Nytsöm nýjung................. 120
Endurprentun báð leyfi útgefanda.
Ritst jórn:
Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.),
Þórir Einarsson,
Stefán Bjarnason.
Ráðgjafi um íslenzkt mál:
Bjami Vilhjálmsson cand. mag.
Útgefandi:
Iðnaðarmálastofnun íslands,
Skipholti 37, Reykjavík.
Sími 81533-4.
Áskriftarverð kr. 200,00 árg.
PRENTSM IÐJAN HÓLAR HF.
IÐNAÐARMAL
14. ÁRG. 1967 . 5.-6. HEFTI
Samtök vinnumarkaðarins fá fleiri
hagræðingarráðunauta
Fyrir tveimur árum fór fram í IMSl brautskráning sjö hagræðingarráðu-
nauta, sem þá höfðu lokið eins árs framhaldsnámi skv. sérstakri áætlun, sem
samin hafði verið að tilhlutan félagsmálaráðuneytisins og komið hafði til
framkvæmda 1964 (sjá Iðnaðarmál 4.—5. hefti 1965).
Þessi áætlun var til þess ætluð, að kosta og skipuleggja nám ráðunauta
til fræðslu- og leiðbeiningastarfa á sviði framleiðni- og hagræðingarmála
fyrir aðila vinnumarkaðarins.
Stjórn þessarar áætlunar hefur sérstök nefnd, skipuö þeim Pétri Sigurðs-
syni fyrrv. form. Vinnutímanefndar, Sigurði Ingimundarsyni forstöðumanni
verkstjórnarnámskeiðanna og Sveini Björnssyni framkvstj. IMSÍ, haft með
höndum í samráði við félagsmálaráðuneytið. Daglega framkvæmd áætlun-
arinnar hefur IönaÖarmálastofnun íslands hins vegar annazt.
Hinn 9. des. sl. voru brautskráðir til viöbótar sex ráðunautar, sem lokiö
hafa um eins árs samfelldu námi, innanlands og utan, með svipuðum hætti
og fyrri hópurinn.
Með því að þessir nýju hagræðingarráðunautar taka nú til starfa á veg-
um verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitendasamtaka, er á ný undirstrikaö,
að samtök vinnumarkaðarins lita nú orðið á það sem hlutverk sitt að stuðla
í verki að aukinni framleiðni í atvinnulífinu.
Með því að hafa fengið í þjónustu sína sérfróða menn í hagræðingar-
tækni eiga samtök verkalýðs og vinnuveitenda að geta starfað á mun víðari
grundvelli að hagsmuna- og velferðarmálum meðlima sinna en áður. Svo
sterk öfl, sem þessi hagsmunasamtök eru í þjóðmálunum, skiptir þetta miklu
máli fyrir hag allra landsmanna, því að vel skipulögö og samstarfshæf sam-
tök verkalýðs og vinnuveitenda undir víðsýnni og ábyrgri forystu eru hverri
þjóð ómetanleg.
Ljóst er, að þegar samtök vinnumarkaðarins í þessu landi taka upp þá
nýju stefnu að leitast við að hafa bein áhrif á nýtingu framleiösluþáttanna
í atvinnulífinu, er að hefjast þróun hjá okkur, sem á mun lengri sögu að
baki hjá grannþjóöunum. Hjá Norðmönnum hófst hún t. d. fyrir um 20
árum og hefur um margt orðið til fyrirmyndar öðrum þjóðum. En miðað
við þá jákvæðu afstöðu, sem leiðtogar samtaka vinnumarkaðarins hér hafa
tekið til þessa nýja hlutverks samtakanna, er þess að vænta, að með hag-
ræðingarráðunautana sér við hliÖ muni samtökin geta áorkað miklu á þessu
sviði á fáum árum, svo fremi að áhugi og þrautseigja þeirra, sem að vinna,
fái notið sín.
Alls hafa nú þrettán hagræðingarráðunautar tekiÖ til starfa skv. áður-
greindri áætlun og er þar með kominn allmyndarlegur vísir að nýrri stétt
íslenzkra manna með sérþekkingu, sem nauðsynleg er nútíma atvinnulífi í
hverju landi. S. B.
IÐNAÐAKMÁL
75