Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 6
O. R. - Lausn fflókinna vanda-
mála I rekstri og stjórnun
Eftir Kjartan Jóhannsson, verkfrœðing
KJARTAN JÓHANNSSON, verkfrœðingur. Stúdent Rvík 1959, próf í byggingaverkfræði frá
Kunglinga Tekniska Högskolan (KTH) í Stokkhólmi 1963. Nám í rekstrarhagfræði við háskól-
ann í Stokkhólmi, skipulagi framkvæmda við KTH sama stað 1964 og í rekstrarverkfræði við
Hlinois Institute of Technology, Chicago, 111. 1964—65 og lauk þaðan MS-prófi 1965. Hefur
verið ráðgefandi verkfræðingur í Reykjavík frá 1966. Kjartan hefur fengizt við ýmis konar
ritstörf varðandi byggingar og framkvæmdir.
Vandi stjórnenda eykst með vaxandi
tækni
Það er haft eftir Bismark kanslara,
að það sé ljóta starfið að vera ráð-
herra, því að sífellt þurfi að taka á-
kvarðanir um mál, sem lítið sem ekk-
ert sé vitað um. Takist vel til, sé
stjórnvizku hrósað. Takist illa til, sé
heimska stjórnandans höfð í hámæl-
um. „Þó er það svo,“ sagði Bismark,
„að sams konar vitneskja og sama
stjórnvit liggur að haki báðum á-
kvörðunum.“
Bismark kanslara var greinilega
ljóst, hverri tilviljun það var háð,
hvort hann tæki rétta ákvörðun eða
ekki, með því að honum virtist ógjör-
legt að sjá fyrir afleiðingar þess að
velja einn kost frekar öðrum.
Frá því að Bismark var kanslari,
hafa tímarnir breytzt. Tækniöldin
hefur hafið innreið sína. Það stendur
eftir sem áður óhaggað, að rétta á-
kvörðun er ekki unnt að taka, nema
kleift sé að segja fyrir um afleiðing-
ar þess, að ein leið sé valin frekar en
önnur.
Hins vegar hefur tækni og efna-
hagsþróun síðustu áratuga haft það
í för með sér, að þær leiöir, sem fara
má að settu marki, hafa margfaldazt
að fjölda og eru orðnar svo marg-
brotnar, að það kann að vera ærið
verkefni að finna þær og skilgreina,
hvað þá að segja fyrir um afleiðing-
ar hverrar einnar.
Á sama tíma og af sömu orsökum
verða ákvarðanir í stjórnun ogrekstri
æ afdrifaríkari. Stóraukiö fjármagn
er bundið í vélum, tækjum og verk-
smiðjuhúsum. Samkeppnin á vöru-
markaði, vinnuaflsmarkaði og fjár-
magnsmarkaði er harðari en áður
var. Skökk ákvörðun getur riðiÖ fyr-
irtæki að fullu.
Enn er það, að þróunin síðustu
áratugi hefur verið svo ör, að reynsla
manna við stjórnun hefur orðið úr-
elt á tiltölulega skömmum tíma.
Reynsla Bismarks við ákvarðanagerð
og stjórnun var honum vafalítið gott
leiðarljós. Hann gat fundið hliðstæð-
ur með svipuðum vandamálum.
Á okkar tímum verður ekki að
sama skapi byggt á reynslunni. Sú
reynsla, sem stjórnandi öðlaðist fyrir
einum til tveim áratugum, kann að
vera mjög lítils virði í dag: Viðhorf-
in eru gjörbreytt. Tæknin er önnur.
Hraðinn er meiri.
Leyfið mér að vitna í orðKennedys
Bandaríkjaforseta til þess að skýra
þetta nánar. Ummæli hans varða
stjórnun lands og ríkis, en ég er þess
fullviss, að viðstaddir munu finna af
eigin reynslu, að svipaða sögu er að
segja af þeim fyrirtækjum og stofn-
unum, sem þeir þekkja til. Kenncdy
sagði:
„Á nítjándu öld fengust forsetar,
senatorar og kongressmenn við sömu
vandamálin, þegar þeir luku þing-
ferli sínum og þegar þeir hófu hann.
Nú verða Bandaríkin að fást við
vandamál á viku hverri, sem eru stór-
um flóknari en þau, sem nítjándu
aldar menn voru allt sitt líf að glíma
við. Þetta eru ný vandamál, algjör-
lega óskyld þeim, sem við blöstu á
tímum Eisenhowers, Roosevelts eða
Wilsons .. . ný vandamál, sem krefj-
ast nýs fólks, nýrra lausna, nýrra hug-
mynda.“
Svar vísindanna við þeim vanda-
málum, sem vísindaþróunin skapar
0. R. hefur þróazt til lausnar á
vandasömum viöfangsefnum. Með 0.
R. aðferðum er kleift að leysa vanda-
mál á breiðari grundvelli og með
meiri yfirsýn en áður var unnt. í
rauninni má segja að 0. R. sé svar
vísindanna við þeim vandamálum,
sem vísindaþróunin sjálf hefur skap-
að okkur. Greinin er víxlun milli
hagfræði, tölfræði, stærðfræði og
verkfræÖi. Við allar þessar greinar
er stuðzt í 0. R. auk venjulegra hag-
fræðilegra og hagsýslulegra aðferða.
Það er þróun þessara greina, svo og
tölvutækni, sem hefur gert fram-
gang 0. R. mögulegan. Tækni- og
efnahagsþróunin hefur á hinn bóg-
inn skapað þörf fyrir nýrri og hald-
betri aðferðir við rekstrarskipulagn-
ingu, stjórnun og áætlanagerð. Sú
þörf hefur verið eggjandi hvati á
framvindu greinarinnar.
Ég vil taka það fram, að 0. R.
leysir auÖvitaö ekki allan vanda, sem
fyrirtæki og stjórnendur eiga við að
glíma, og hún gerir ekki heldur úr-
eltar þær eldri greinar hagsýslu, sem
haslað hafa sér völl. 0. R. tekur við,
þar sem þær þrýtur, og byggir oft
á athugunum, sem gerðar eru með
venjulegum hagsýslulegum aðferÖ-
um.
Greinin er mjög ung. Upphaf
hennar er rakið til síðustu heims-
76
IÐNAÐARMÁL