Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 9

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 9
 2. TAFLA Á markað nr. 1 2 3 4 5 Samt. Frá verksmiðju A 75 25 100 — — B 10 40 75 125 — — C 15 60 75 Samtals 100 60 40 75 25 Þannig yrðu t. d. fluttar 15 eining- nú 685 kr. Sé nú beitt 0. R. aðferð- ar af vöru frá verksmiðji u C á mark- um til þess að finna hagstæðustu að nr. 1 og 60 einingar þaðan (frá lausn, þ. e. a. s. þ á lausn, sem hefur C) á markað nr. 2, samtals 75 ein- lægstan flutningskostnað í för með ingar, en það var framleiðsla verk- sér, kemur í Ijós, , að sú lausn er eins smiðj unnar. Einfaldlega má sjá, að og 3. tafla sýnir. samanlagður flutningskostnaður er 3. TAFLA Á markað nr. i 2 3 4 5 Samt. Frá verksmiðju A 25 50 25 100 — — B 60 40 25 125 — — C 75 75 Samtals 100 60 40 75 25 Nú er samanlagður flutningskostn- aður 615 kr., eða 70 kr. lægri en áð- ur (rúml. 10%). Stærðfræðilega er hægt að sanna, að engin önnur hag- stæðari lausn en þessi sé fyrir hendi. Vekja má athygli á því, að ekkert er flutt frá verksmiðju C á markað nr. 2, þótt flutningskostnaður milli þess- ara staða sé enginn. Gefur þetta vís- bendingu um, hve dulin og óvænt hagstæðasta lausn getur stundum verið. Varla þarf að benda á, að þær tölur, sem notaðar eru í dæminu, eru mjög lágar. Ef magntölur framleiðslu og sölu, sem gefnar eru í dæminu, væru tugir tonna og kostnaðartölur hundruð króna, mundi samanlagður flutningskostnaður verða 61,5 millj. og sparnaður frá fyrstu lausn til hagstæðustu lausnar verða 7 milljón- ir króna. Þessa er einungis getið til þess að gefa hugmynd um, hver sparnaður kann að hljótast af athug- un sem þessari. Dæmi það, sem rak- ið hefur verið, er tiltölulega fljótlegt að reikna „með handafli“. Þegar markaðir og verksmiðjur skipta tug- um eða hundruðum reynist nauðsyn- legt að nota tölvu. Þess ber að geta, að oft liggur tímafrekt starf að baki þeim kostn- aðartölum, sem notaðar eru. Þannig yrði hér að finna flutningskostnað hverrar einingar milli hinna ýmsu staða, áður en vandamálið er leyst. Leggja verður alúð og vandvirkni í mat þessara kostnaðartalna, svo að lausnin verði raunhæf. Hversu mikil nákvæmni er nauðsynleg í matikostn- aðartalna, svo að lausnin fái staðizt, má finna með stærðfræðilegum að- ferðum. Nú gæti það verið svo, að fram- leiðslukostnaður væri mismunandi í hinum ýmsu verksmiðjum, t. d. vegna þess að þær væru misgamlar. Þetta atriði má taka með í hina stærðfræði- legu líkingu og finna lægsta heildar- kostnað af bæði framleiðslu og dreif- ingu allrar vörunnar. Fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum framleiddi pakkaða matvöru í 4 verksmiðjum og seldi vöruna á 70 markaði. Framleiðslu- kostnaður var mismunandi eftir því, í hvaða verksmiðju varan var fram- leidd. Flutningskostnaður frá hverri verksmiðju og á hvern markað var þekktur. 0. R. athugun fór fram á dreifikerfinu. Lausn líkansins gaf til kynna, að með því að breyta dreifi- háttum í samræmi við hagstæðustu niðurstöður athugimarinnar mátti spara 150.000 dollara (rúml. 6 millj. kr.) á ári. Stundum er vara flutt frá verk- smiðju í vöruhús og síðan þaðan á markaði. Þess konar verkefni hafa líka verið leyst. Samskonar dreifikerf- isvandamál rísa, þegar flytja skal hrá- efni frá mörgum hráefnislindum til verksmiðja. Það, sem áður var nefnt vöruhús, svarar þá til verksmiðjanna, og hráefnislindirnar svara til þess, sem áður var nefnt verksmiðjur. Ekki ósvipað þessu er það vandamál, sem rís í sjávarútvegi okkar íslendinga. Þar eru miðin hráefnislindir, og fisk- inn verður að flytja þaðan til vinnslu í eitthvert fiskiðjuver á ströndinni. Þau eru misjafnlega hagkvæm í rekstri, og það er misdýrt að flytja í hvert þeirra eftir því, hvar fiskur- inn veiðist. Sömu sögu er að segja af síldveiðum og síldariðnaði. Með þeim 0. R. athugunum, sem hér hef- ur verið lýst, hefur enn fremur verið fundin hagkvæmasta staðsetning og afköst fyrir nýbyggingar. Þá má geta þess, hvernig líking af svipuðu tagi hefur verið notuð í nokkuð öðrum tilgangi. Alþjóðlegt málmiðnaðarfyrirtæki, sem rekur námur og vinnsluver víða um heim í tiltekinni gerð góðmálms, lét gera líkan yfir allar námur og verksmiðj- ur í þessari grein málmvinnslu um víða veröld. Líkanið er notað til þess að segja fyrir um það, hverra áhrifa megi vænta á reksturinn hjá fyrir- tækinu, þegar uppgötvuð er ný náma eða ný verksmiðja er sett á stofn í iðnaðinum. Með hliðsjón af því geta stjórendur fyrirtækisins séð svo að segja á stundinni, hvort arðbært sé fyrir fyrirtækið að eignast t. d. ný- fundna námu eða hver áhrif fundur málmsteins eða stofnsetning nýrrar verksmiðju kann að hafa á markaðs- verð málmsins á hinum og þessum markaði. Með þessu móti getur fyrir- tækið gert þær ráðstafanir, sem duga til þess að standast hina nýju sam- keppni. IÐNAÐARMÁL 79

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.