Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 10
Markaður 1 Markaður 2 Markaður 3 Markaður 4 Markaður 5
Myndin sýnir mögulegar flutningaleiðir frá 3 verksmiðjum (A, B, C) til 5
markaða (1—5). Tölur gefa afkastagetu verksmiðja og sölumagn markaða.
Undirbúningur og uppsetning lík-
ansins tók að sj álfsögðu langan tíma,
en þær viðbætur, sem gera þarf, þeg-
ar ný fyrirtæki eru stofnsett eða nýj-
ar hráefnislindir uppgötvaðar, eru til-
tölulega fljótgerðar, og tölulegar
upplýsingar um áhrifin fást nær sam-
stundis úr tölvu.
Svipaðar aðferðir hafa verið not-
aðar til þess að áætla æskilega þróun
í landbúnaðarmálum, þ. e. a. s. hve
mikið sé æskilegt að rækta á hverjum
stað af ýmsum tegundum landbúnað-
arvöru, þannig að kostnaður sé sem
minnstur og ákveðinni eftirspurn sé
mætt. Enn fremur hafa 0. R. aðferð-
ir af þessu tagi verið notaðar til þess
að skipuleggja samgöngukerfi.
Hagnýting framleiðsluþótta
Hagnýting framleiðsluþátta hef ég
nefnt það, sem á ensku kallast „alloca-
tion of resourses“.
Framleiðsluþáttur er hér mjög
lauslega skilgreindur. I sumum verk-
efnum getur framleiðsluþáttur verið
skilgreindur sem ein deild af mörgum
í fyrirtæki, stundum eru framleiðslu-
þættir hér notaðir sem einstakar vél-
ar, mannafli eða fjármagn.
Oft er þess kostur að framleiða
fleiri en eina tegund vöru með þeim
framleiðsluþáttum, sem fyrirtæki
hefur á að skipa. Er þá úr að ráða,
hve mikið skuli framleiða af hverri
gerð vörunnar, þannig að heildar-
arðurinn sé sem mestur eða heildar-
nýting fyrirtækis sem bezt. Oft á tíð-
um heyrist talað um nýtingu einnar
vélar. Þó getur það verið svo, að
full nýting ákveðinnar vélar eða tæk-
is sé alls ekki hagstæðust fyrir fyrir-
tækið sem heild. í rauninni er oft
tómt mál að slíta þannig hlutina úr
samhengi án þess að taka tillit til
heildarafkomu, þótt það sé oft gert
af því, að það er auðveldara að líta
á einn þátt en heildina.
Sem dæmi af þess konar nýtingu
framleiðsluþátta má taka fyrirtæki,
sem framleiðir 2 tegundir vöru: ís-
skápa og eldavélar. Framleiðsla fer
fram í 4 deildum: framleiðsla blikk-
hluta fer fram í einni deild, fram-
80
leiðsla rafmagnshluta í annarri,
eldavélin er sett saman og pökkuð í
þeirri þriðju og ísskápurinn settur
saman í þeirri fjórðu. Afköst blikk-
deildarinnar samsvara blikki í 2500
eldavélar árlega, ef einungis væru
framleiddar eldavélar. Eins mætti
framleiða efni í 3500 ísskápa. Raf-
magnsdeildin gæti framleitt í 3333
eldavélar eða 1667 ísskápa. Afköst
samsetningardeildanna eru 2250
eldavélar og 1500 ísskápar.
Hagnaður af einni eldavél er 300
krónur, og hagnaður af ísskáp er
250 krónur.
Nú er spurningin, hve mikið á að
framleiða af hvorri vörutegund.
Ég ætla að leyfa mér að setja upp
líkan af þessu dæmi til þess að
veita örlitla innsýn í hugsanagang-
inn. Ef litið er á þær tölur, sem nefnd-
ar voru að framan, kemur í ljós, að
til framleiðslu á einni eldavél verður
að nota:
0,04% af afköstum deildar 1
0,03% - — — 2
0,0444% — — 3
0,0% - — — 4
A sama hátt þarf til framleiðslu á
einum ísskáp að nota:
0,0286% af afköstum deildar 1
0.06% — — 2
0,0% — — 3
0,0667%- — — 4
íNytmg deildar 1 verður því:
0,04 X (fjöldi eldavélaframl.)
t 0,0286 X (fjöldi ísskápa framl.)
Á sama hátt fæst fyrir deild 2, að
nýting er:
0,03 X (fjöldi eldavéla)
+ 0,06 X (fjöldi ísskápa)
og nýting deildar 3 er:
0,004 X (fjöldi eldavélaj
og deildar 4 er:
0,0667 X (fjöldi ísskápa)
Ef við nefnum fjölda eldavéla A og
fjölda ísskápa B, fæst þannig:
0,04 X A + 0,0286B
0,03 X A + 0,06XB
0,0444A
0,0667 X B
< 100 (minna en
+ 100 eða jafnt og)
+ 100
< 100
IÐNAÐARMÁL