Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 12
kaupa eina af mörgum vélartegund-
um. Þá má finna, hver áhrif kaup
hverrar og einnar hefði á heildaraf-
komuna, og byggja valið á saman-
hurði á því og kostnaðarverði vél-
anna. Það er alls ekki víst, að af-
kastamesta vélin, miðað við verð, sé
hagstæðust. Hún kann að rýra nota-
gildi annarra véla.
Fyrir nokkrum árum kynntist ég
malbiksframleiðanda, sem hafði kom-
izt að því, að blandarinn í verksmiðj-
unni væri of lítill. Hann keypti nýjan,
miklu stærri. Þá komst hann að raun
um, að útleggingarvélin hafði ekki
við. Hann keypti aðra slíka til við-
hótar, en nú stóð sú eldri, sem reynd-
ar var ekki nema 2 ára, aðgerðarlaus
tímunum saman. Hann viðurkenndi,
að hann hefði ekki farið skynsam-
lega að ráði sínu. Hann hefði átt að
líta á framleiðsluna frá upphafi til
enda og skoða fj árfestingaraðgerð-
irnar í ljósi heildaráhrifa á rekstur-
inn innan þeirra marka, er verkin,
sem hann var að vinna, settu honum.
Ef litið er á langtímaáætlanir um
fjárfestingu, kemur í ljós, að þar er
um sams konar ramma að ræða, sem
vinna verður innan. Fyrirtæki (eða
einstök persóna, bæjarfélag eða ríki,
jafnvel heilar þjóðir) geta venjulega
gert sér nokkurn veginn grein fyrir
því, annaðhvort eftir venjulegum
hagfræðilegum leiðum eða með öðr-
um þáttum 0. R. athugana, hverjar
verða muni tekjur þess af þeim arð-
berandi þáttum, sem rekstur þess
ræður yfir í dag. Enn fremur verður
að gera ráð fyrir, að unnt sé að gera
sér grein fyrir, hverjar tekjur og
hver útgjöld muni stafa af hverri
fjárfestingu. Um sumar fjárfestingar
gildir, að sé ráðizt í eina, kemur
önnur ekki til greina, um aðrar gildir,
að óhugsandi er að ráðast í einhverja
fjárfestingu (t. d. kaupa síldarnót),
nema önnur fjárfesting sé fyrst gerð
(kaupa síldarbát).
Sá rammi, sem vinna verður innan,
er, að útgjöld mega ekki fara fram úr
því fé, sem hægt er að afla á hverju
tímabili; þetta fé eru tekjur áhverjum
tíma af núverandi þáttum rekstrarins,
tekjur af þeim fj árfestingum, sem
teknar eru að skila arði, þegar þar
að kemur, og svo hugsanlegt lánsfé.
Innan þessa ramma er vandinn sá að
velja úr öllum kostum fj árfestingar
þær, sem arðbærastar eru.
Flutningafyrirtæki, sem ætlar að
gera samanburð á ýmsum gerðum
vörubifreiða, getur t. d. komizt að
raun um, að bifreiðirnar eru misafl-
miklar og meðalhraði þeirra því
breytilegur frá einni gerð til annarr-
ar. Burðarmagn er mismunandi, verð
er mismunandi. Hugsanlegur notkun-
artími á sólarhring getur verið breyti-
legur, t. d. vegna þess að í einhverri
tegundinni er svefnpláss fyrir auka-
bílstjóra. Jafnframt því að fé til um-
ráða er takmarkað, hefur fyrirtækið
aðeins úr vissum fjölda bifreiða að
moða og getur ekki fengið viðgerðar-
þjónustu nema fyrir ákveðinn fjölda
vagna.
Þótt sagan hafi verið sögð af flutn-
ingafyrirtæki og bifreiðaflota, gæti
hún allt eins hafa verið af öðrum
tækjum fyrir annars kyns fyrirtæki.
Ég get ekki stillt mig um að benda
á, hve hliðstæða sögu er að segja af
fiskiútgerð og vali á fiskiskipum. Hér
gæti verið um einstakt fyrirtæki að
ræða eða samanlagða bátaútgerð
heils landshluta eða jafnvel þjóðar-
innar allrar.
Þau dæmi, sem nefnd hafa verið
hér í kaflanum um hagnýtingu fram-
leiðsluþátta, flokkast undir það, sem
enskumælandi þjóðir nefna „Pro
gramming“. „Programming" skiptist
í „Linear“, „Non-linear“ og „Dyna-
mic Programming“, eftir því hver
sambönd stærða eru. Verður ekki
farið nánar út í það hér. Þess skal
einungis getið, að t. a. m. dæmið af
eldavélunum og ísskápunum var af
gerðinni „Linear-Programming“.
Ég minntist lítillega áhirgðavanda-
mál fyrr í erindinu. Sú tækni, sem
kennd er við „Programming“, hefur
reynzt vel á sumar gerðir birgða-
verkefna.
Ef framleiðandi vöru selur hana á
markaði, sem háðir eru forsegjanleg-
um sveiflum í eftirspurn, eða ef hrá-
efni það, sem hann notar, berst að
í hryðjum, vaknar spurningin, hvort
arðbærara sé að mæta sveiflunum
með sveiflum í vinnu eða safna birgð-
um eða gera hvort tveggja í nokkrum
mæli.
Hugsum okkur til dæmis, að fram-
leiðandi geti áætlað eftirspurn eftir
vöru 12 mánuði fram í tímann.
Hann verður að ákveða, hve mikið
eigi að framleiða í hverjum mánuði,
svo að allur breytilegur kostnaður sé
sem lægstur. Hann getur framleitt
meira en eftirspurnin er á hverjum
tíma og safnað birgðum. En það er
kostnaður því samfara að safna
birgðum. Hins vegargeturhannfram-
leitt jafnmikið á hverjum tíma og
eftirspurnin er, en þá verður hann að
borga yfirvinnutaxta. Þegar eftir-
spurnin er minni en framleiðslugeta
í dagvinnu, mætti framleiða vöruna
á dagvinnukaupi og geyma hana, þar
til eftirspurn fer fram úr afköstum.
Vandamálið er þannig fólgið í því
að ákveða framleiðslu á hverjum
tíma svo, að geymslukostnaður og
yfirvinnukostnaður vegist á, þ. e. a.
s. svo, að samanlagður kostnaður af
hvorutveggja sé sem lægstur. Enn
fremur getur verið, að það borgi sig
að vinna yfirvinnu á vissum tímum
og safna birgðum, jafnvel þótt eftir-
spurn sé lítil þá, þar eð t. d. hráefnis-
kostnaður er lágur á þeim tíma.
Dæmi um fjárfestingarákvörðun
Þið hafið vafalaust veitt því at-
hygli, að hvort heldur litið var á
rekstur eða framkvæmdir, er um að
ræða val milli ýmissa leiða að settu
marki, innan þess ramma, sem fyrir-
tækinu er settur af aðstæðum, sem
það hafði ekki vald yfir. Slíkt val er
eiginlegt allri stjórnun, og fram hjá
því verður ekki komizt. Yandinn er
að velja rétt.
Rafveita í Frakklandi stóð eitt sinn
frammi fyrir slíku vali í sambandi
við uppbyggingu aflstöðva. Eins og
kunnugt er, geta aflstöðvar verið mis-
munandi að gerð og rekstrarformi.
Það var ljóst af öðrum rannsóknum,
að rafmagnsframleiðslan þyrfti að
uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Tryggt afl (Guaranteed Power)
varð að ná vissu marki (1692 MW).
82
IÐNAÐARMÁL