Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 13

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 13
2. Mesta álag yrði að ná öðru til- teknu marki (2307 MW). 3. Arleg orkuframleiðsla mætti ekki vera minni en tiltekið magn (7200 GWH). 4. Fjárfestingarfé yrði að halda sig innan ákveðinnar upphæðar. Valið stóð milli 5 teguda af afl- stöðvum: 1. Gufuaflstöðva 2. Aflstöðva knúinna sjávarföllum 3. Vatnsaflstöðva án lóna 4. Vatnsaflstöðva með stórum lón- um 5. Stöðva knúinna af árstraumi án verulegs falls á vatninu. Fundið var, hve margar stöðvar skyldi byggja af hverri gerð, svo að skilyrðum um orkuframleiðslu yrði fullnægt og án þess að fjárfestingar- kostnaður færi fram úr hinu tiltekna marki. Samanlagður fjármagns- og rekstrarkostnaður skyldi vera sem lægstur. Jafnframt var gerð athugun á því, hver væri arðsemi fjárfesting- arinnar miðað við mismunandi fjár- festingarfé. (Marginal Opportunity Rate). Endurnýiun tækja Ein gerð vandamála, sem oft rísa í rekstri, er, hvenær tímabært sé að endurnýja tæki, sem tekin eru að eld- ast. Oft má beita á þessi vandamál venjulegum hagsýsluaðferðum, en stundum er erfitt að notfæra sér þær. 0. R. hefur fjallað nokkuð um end- urnýjunarverkefnin. Sá hlutinn er venjulega nefndur endurnýjunarfræði (Replacement Theory). Aðstæður lýsa sér í stórum drátt- um þannig, að afköst tækisins eða þjónusta þess hefur tilhneigingu til þess að versna með aldrinum, en kleift er að bæta úr því með ein- hverjum ráðstöfunum. Vandinn er að ákveða, hvenær grípa skuli til gagn- ráðstafana (gera við, kaupa nýtt eða endurnýja). Hér getur verið um að ræða vélar, bifreiðir, Ijósaperur eða jafnvel flugfreyjur eða hjúkrunar- konur, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Lítum á ljósaperurnar. Athugun er gerð á því, hve lengi ljósaperurnar endast. Þá kemur í ljós, að að meðal- tali ónýtast t. d. 10% þeirra í fyrstu vikunni, 25% í annarri vikunni, frá því að þær voru settar í, o. s. frv. Það kostar ákveðna fjárhæð, t. d. 10 kr., að endurnýja hverja peru, sem slokknar, um leið og hún ónýt- ist. Hins vegar kostar ekki nema 2.50 að endurnýja hverja peru, ef allar eru endurnýjaðar í senn. Verksmiðju- stjórnin (ljósameistarinn) stingur upp á, að allar Ijósaperur séu endur- nýj aðar með ákveðnu millibili, hvort sem þær séu heilar eða ekki, og halda jafnframt áfram að endurnýja þær perur, sem slokkna þrátt fyrir þetta, jafnótt og þær ónýtast. Þá vant- ar að vita, hve langur tími skuli líða frá einni allsherjar endurnýjun til hinnar næstu, þannig að heildar- kostnaður sé sem lægstur. Rétt eins og ljósaperurnar ónýtast með aldrinum, hefur einkum kven- fólk tilhneigingu til þess að hverfa frá starfi á ýmsum aldursskeiðum, t. d. vegna giftingar eða heimilisað- stæðna. Starfsdauði af þessu tagi er algengur meðal flugfreyja og hjúkr- unarkvenna. Menntun stúlknanna til þessara starfa kostar peninga, og að öðrum kosti getur það verið dýrt að hafa ekki yfir nægilega mörgum stúlkum að ráða, þegar á þjónustu þeirra þarf að halda. Spurningin er, hve rnargar stúlkur skuli taka til þjálfunar á ári hverju. Séu teknar of fáar, standa flugfélögin eða sjúkra- húsin frammi fyrir því, að ekki sé hægt að veita þá þjónustu, sem á þarf að halda. Séu of margar stúlk- ur menntaðar, hefur verið eytt fé í menntun, sem ekki nýtist. Dæmi um endurnýjun hér að fram- an voru af hlutum, sem ónýttust al- gjörlega á einhverjum aldri, en mis- snemma. Mörg tæki eru hins vegar þannig, að þau verða úreltari með tímanum án þess að þau þurfi að ónýtast al- gjörlega. Þegar tæki eldist, er eðli- legt, að með vaxandi sliti aukist við- haldskostnaður, afköst þess fari lækk- andi og notkunarkostnaður fari hækkandi, sbr. gamla bíla, sem taka að eyða meira benzíni. Ný vél er liins vegar dýr í innkaupi. Að því kemur þó, að hagstæðara er að kaupa nýtt tæki og losa sig við hið gamla. Hvenær er hagstæðasti endurnýjun- artíminn? 0. R. aðferðir hafa einnig verið notaðar á þessar gerðir endurnýjun- arvandamála. Er dýrt að bíða? Bið eftir þjónustu er þekkt vanda- mál á okkar dögum. Viðskiptavinir bíða eftir afgreiðslu í verzlun eða pósthúsi, ökumenn bifreiða verða oft að bíða tækifæris að komast leiðar sinnar á bílnum, tæki híða viðgerðar- þjónustu, hráefni bíður þess, að úr því sé unnið, síldarbátar bíða los- unar. Það er sameiginlegt með öllum biðum, að einhver eining (viðskipta- vinur, síldarbátur) kemur á þjónustu- stað til þess að fá þjónustu innta af hendi. Einingin fær afgreiðslu þegar í stað, ef enginn annar bíður þjón- ustu eða er að fá þjónustu innta af hendi. Annars hverfur einingin (við- skiptavinurinn) frá eða bíður þess, að röðin komi að henni. I þessu sambandi rís vandinn, hvernig bæta megi afköst þjónustu- kerfisins. Venjulega er um marga kosti að ræða til endurbóta og vand- séð, hver kosturinn sé beztur. Bið getur verið dýr, ef hún er metin til fjár. Síldarbátur, sem bíður losunar, gerir ekki annað á meðan. Hann er í rauninni aðgerðarlaus sem fram- leiðslutæki. í stað þess að híða gæti hann annars verið að veiðum. End- urbætur á löndunartækni, sem eru svo fullkomnar, að aldrei komi til þess, að neinn þurfi að bíða, eru hins vegar svo dýrar, að slíkt má telja óviðráðanlegt. Hér verður að finna þá löndunaraðferð, þær endur- bætur, sem taka tillit til beggja kostn- aðarliða. A því hlýtur hagstæðasta lausn vandamálsins að byggjast. í nær öllum tilvikum má telja víst, að það borgi sig, að einhver bið eigi sér stundum stað. Hve mikil hún megi eða eigi að vera, verður ekki sagt að órannsökuðu máli. Athygli ber að vekja á því, að IÐNAÐARMÁL 83

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.