Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 17
sjónum, natríums, magnesíums og
brennisteins.
Við vitum það af fyrri rannsókn-
um hér á landi, að saltvinnsla er
mjög háð staðarlegum aðstæðum.
Þetta veldur því, að saltvinnslan er
nokkurs konar brennipunktur í þessu
máli. Fyrsta sérrannsókn Rannsókna-
ráðs var því gerð á því sviði. Á
tæknilegra máli má orða þetta þann-
ig, að sá hluti efnavinnslunnar, sem
innifelur fráskilnað á miklu vatns-
magni, sé ráðandi varðandi flest önn-
ur atriði.
Augljóst er, að fráskilnaður vatns
ætti að vera svo lítill sem kostur er á
að öðru jöfnu. Annars vegar er það
þörfin fyrir salt, sem ræður, en hins
vegar selta þess sjávar, sem notaður
er. Sjór hér við land hefur víða selt-
una 34%o, og af þeirri seltu stafa
77,7% frá natríum-klóríði. Miðað
við fullar heimtur á þessu salti þarf
að nema burtu 38 m3 vatns fyrir
hvert tonn af salti. Hins vegar er
einnig vitað um einn stað á landinu,
þar sem seltan er töluvert meiri en í
sjó. Suður á Reykjanesi er þannig
hverasvæði, þar sem vatn streymir
upp, sem er miklu saltara en venju-
legur sjór er. Miðað við þá seltu þarf
aðeins uppgufun, sem nemur 25 m3.
Augljóst er, að ekki er unnt að ganga
framhjá þessu, enda þótt nokkuð víð-
tækar rannsóknir þurfi til að prófa,
hve miklu rennsli má ná þarna með
þessari eða ekki minni seltu. Tillögur
liafa verið gerðar um boranir, sem
eiga að leiða þetta nánar í ljós.
Þótt sú sjóefnavinnsla, sem hér er
rætt um, sé í heild afar veigamikið
fyrirtæki, er augljóst, að slíka upp-
byggingu má gera í þrepum, þar sem
hvert þrep út af fyrir sig er fyllilega
hagkvæm og fjárhagslega arðvænleg
framkvæmd. Hins vegar þarf þegar í
byrjun að skipuleggja með fullu til-
liti til heildarinnar. Þar í liggur það
meginverkefni, sem byrjað hefur ver-
ið á.
En hvernig lítur svo slíkur skapn-
aður út að skipulagi til? Til þess að
skýra það nánar skulum við nota
orðið stig um hvert þrep í uppbygg-
ingunni.
Á fyrsta stiginu hér myndu vera
framleidd ýmis sölt, svo sem natríum-
klóríð, magnesíumklóríð, kalíumklór-
íð eða súlfat, og ef til vill fleira. Hér
er um að ræða salt- eða saltaverk-
smiðjuna, hvort sem menn vilja kalla
hana. Auk þess sem hún seldi mikið
af framleiðslunni til fjarskyldra
framleiðslugreina (salt, kalí o. fl.),
myndi hún framleiða hráefnið fyrir
annað stigið.
Annað stigið myndi taka til fram-
leiðslu léttra málma með raforku,
svo sem magnesíums og natríums eða
fleiri efna. Meginframleiðslan frá
þessu stigi er seld beint, en auk þess
veitir þetta hráefni fyrir þriðja stigið.
Frá málmvinnslunni verður að
gera ráð fyrir töluverðu af klóri, sem
við hana myndast. Klór má væntan-
lega selja sem slíkt, en engu að síður
myndi það notað mestmegnis til þess
að hyggja upp ýmis lífræn efnasam-
bönd úr efnum, sem fást í sambandi
við olíu. I þriðja stiginu má þannig
framleiða plasttegundir og fleira, sem
við myndum hafa áhuga á. Það ann-
að, sem kæmi til greina í þriðja stig-
inu, er framleiðsla á títaníum, sem er
einn hinna nýju léttu málma. Auk
títaníum-hráefnis þarf til þess klór og
natríum, sem fáanlegt er frá næsta
stigi á undan. Á meðfylgjandi yfir-
litsmynd hafa þessi atriði verið sýnd
sem dæmi um hugsanlegt grunn-
skipulag sjóefnavinnslu og vinnslu af-
leiddra efna.
Séð frá efnahagslegum sjónarhól
eru það án alls efa hinir léttu málm-
ar, sem liafa mesta þýðingu fyrir
okkur. Mér virðist ekki vera efi á, að
við getum framleitt þessa léttu málma
fyrir óvenjulega lágt verð, ef við
skipuleggjum vel uppbyggingu slíkr-
ar sjóefnavinnslu sem þessarar, og
allir eru þeir í ört vaxandi eftirspurn.
Við stöndum líka nokkuð föstum fót-
um í iðnaði, sem byggist eingöngu
á okkar eigin hráefnum og auðlind-
um.
Að þessu sinni ætla ég ekki að
hafa þetta spjall lengra, en ég vona,
að það vekji menn til umhugsunar
um athafnasvið, sem er með öllu ó-
numið og gæti vel falið í sér heila,
nýja og hagsæla atvinnugrein.
Norrænn byggingardagur á Íslandí 26. - 28. ágúsl 1S68
Framh. af 74. bls.
F. Reymert byggingarverkfræðingur,
formaður Noregsdeildar N. B. D.
Finnland:
Húsnæðiskostnaður (Boligökon-
omi). Fyrirlesari er Olavi Lindblom,
forstj. Húsnæðismálastofnunar Finn-
lands.
Umræður verða um hvert erindi.
Framsögn hafa fjórir menn fyrir
hvert þeirra, eða einn frá hverju
landanna. Auk þess verða frjálsar
umræður, eftir því sem tími leyfir.
Erindaflutningur og umræður fara
fram í Háskólabíói fyrir hádegi ráð-
stefnudagana. Síðari hluta dags verða
farnar kynnisferðir um borgina og
nágrenni, en að ráðstefnuninni lok-
inni ýmsar lengri ferðir um Suður-
og Norðurland.
Vegna skorts á gistirými munu um
300 hinna erlendu þátttakenda koma
með skipi til landsins og búa þar,
meðan í Reykjavík er dvalið. Gert
er ráð fyrir, að 1—200 íslenzkir þátt-
takendur verði á ráðstefnunni, en hún
er opin öllum þeim, er áhuga hafa á,
og með einhverjum hætti sinna mál-
um byggingariðnaðarins. Upplýsing-
ar allar um ráðstefnuna eru látnar í
té hjá Byggingaþjónustu Arktitekta-
félags Islands, Laugavegi 26. Sími:
14555 og 22133.
IÐNAÐARMÁL
87