Iðnaðarmál - 01.06.1967, Side 21
STEFÁN SNÆBJÖRNSSON:
LISTIÐNAÐUR
OG
IÐNHONNUN
Frá fyrstu tíð hefur viðleitni
manna beinzt í þá átt að fegra hluti
þá, er þeir hafa haft handa á milli
og notað frá degi til dags. Jafnvel á
allra frumstæðustu hlutum, svo sem
ýmsum tækjum steinaldarmanna, má
sjá glögg dæmi þess, að miklum tíma
og hugkvæmni hefur verið varið til
að gera verkfæri og vopn sem hand-
hægust. Þessi viðleitni, þar sem nota
gildið skiptir meginmáli, bar oft þann
árangur, að hlutir þessir búa yfir
miklum þokka og jafnvel listrænum
eiginleikum. Skreytingar, sem varð-
veitzt hafa frá þessu menningarskeiði,
bera þess og glöggt vitni, að þrátt
fyrir frumstæða lifnaðarhætti leyn-
ist með manninum listræn tjáningar-
þörf og viðleitni til að fegra umhverfi
sitt. Umkomuleysi steinaldarmanns-
ins gerir honum auðvelt fyrir að rata
heint að kjarna viðfangsefnisins, og
aukaatriði og sýndarmennska eiga
ekki tilverurétt í heimi hans.
Þó að langur þróunarferill skilji
okkur nútímamenn frá forfeðrum
okkar hellisbúunum þrátt fyrir menn-
ingarlegar og stjórnmálalegar bylt-
ingar, er setja svip á okkur sjálf, á
umhverfi okkar og lifnaðarhætti, er-
um við samt sem áður háð hinum
mörgu smáu hlutum, er þjóna líkam-
legum þörfum okkar og andlegri vel-
líðan. Það er einmitt á þessum þörf-
um, sem ýmiss konar smáiðnaður og
listiðnaður byggir tilverurétt sinn.
I öllum menningarlöndum, þar sem
iðnaður hefur náð fótfestu og þroska,
er lögð mikil áherzla á hönnun iðn-
aðarframleiðslunnar. Jafnframt því
að gæða framleiðsluna menningar-
legum verðmætum felur þetta í sér
bætta samkeppnisaðstöðu á sístækk-
andi markaðssvæðum. Það er ljóst,
að sé ekki lögð áherzla á betri form-
sköpun, jafnframt stöðlun og sjálf-
virkni, munu þær þjóðir, er van-
rækja framangreind atriði, fljótt
dragast aftur úr og verða þiggjendur
þeirra, er fram úr skara.
Hönnun ó NorSurlöndum
Undanfarna áratugi hefur skandi-
naviskur listiðnaður og iðnaðarvörur
átt miklum og síauknum vinsældum
að fagna um heim allan. Útflutningur
iðnaðar og listiðnaðarvöru frá Norð-
urlöndum hefur farið ört vaxandi og
verður æ þýðingarmeiri fyrir gjald-
eyrisöflun landanna.
Hvað er það, sem hefur gert fram-
leiðsluvörur þessara smáþjóða svo
eftirsóknarverðar í augum milljóna-
þjóða, er í mörgum tilfellum standa
langt framar í tæknilegu tilliti? Það
orkar ekki tvímælis, að það menn-
1. Dolkur og axarhaus frá steinöld yngri, ár ca.
3000—1500 f. Kr. (Þjóðminjasafn íslands).
IÐNAÐARMÁL
91