Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 23

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 23
af þeim tilgangi, er þeir eiga að þjóna, efni og framleiðsluaÖferð standa í rökréttu samræmi við hann. Þetta er tími einfaldleika og léttleika í formi og efni. Á þessum árum hafa Norðurlanda- þjóðirnar tekið funktionalismann upp á arma sína. Meðan aðrir Evr- ópumenn glíma við stál og gler, sækja Skandinavar hráefni sitt í skógana, áherzla er lögð öðru fremur á að láta hráefnið njóta sín. Nokkrir frumlierjar Alvar Aalto gerir tilraunir með „laminerað“ (samlímdar viðarþynn- ur) finnskt birki, nærtækan efnivið, sem með þessari tilverkun fól í sér styrkleika stálsins, en bauð jafnframt upp á mannlegan hlýleik. Mörg þess- ara frumsmíða hans eru ennþá fram- leidd. Þó að Alvar Aalto verði hvorki talinn fyrsti né eini spámaður skandi- navisku stefnunnar, er hann þó gott dæmi um þá viðleitni, sem er merg- urinn málsins, það er að byggja á og hreinrækta þá möguleika, sem fyr- ir hendi eru, leggja áherzlu á aðal- atriði, en leiða hjá sér yfirborðs- kennda lausn viðfangsefnisins. Svíinn Carl Malmsten er óumdeil- anlegur frumherji nútíma sænskrar húsgagnagerðar. Þegar fyrir fyrri heimsstyrjöld hefst liann handa, og 1917 dregur hann að sér athygli fyrir húsgögn sín, einföld furuhúsgögn, yfirleitt máluð í Ijósum litum. Ekki aðeins húsgögn, heldur og hugmynd- ir Malmstens, sem leit á bóndabæinn sem hinn raunverulega kjarna sam- félagsins, vöktu menn til umhugsunar um frumstæð verðmæti á þeim tím- um, sem vélmenning og fjöldafram- leiðsla var flestum hið eftirsótta tak- mark. Kaare Klint er talinn einn helzti brautryðjandi í danskri húsgagna- gerð seinni tíma. Árið 1924 er hann útnefndur yfirmaður þeirrar deildar Listaakademiunnar í Kaupmanna- höfn, er fjallar um húsgagnagerðar- list. Þeir, sem hæst hefur borið í Dan- mörku undanfarið á þessu sviði, hafa verið lærisveinar hans á sínum tíma og átt ríkan þátt í þeirri fullkomnun, sem ekki aðeins dönsk húsgögn, held- ur listiðnaður, hvaða nafni sem nefn- ist, hafa náð. IÐNAÐARMÁL 93

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.