Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 28

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Blaðsíða 28
24. form og litir, sem á boöstólum eru í þessari skemmtilegu efnismeðferð. Gull- og silfursmíð Gull- og silfursmíð hefur lengi ver- ið með ágæturn á Islandi. Gömul hefð og þær tæknilegu kröfur, er hún gerir, hafa fært okkur hina ágætustu handverksmenn. Gull- og silfursmíð hefur þó á seinni árum oft borið keim minjagripagerðar, þar sem helztu náttúrufyrirbæri landsins hafa ráðið formi skeiða og hnífa. Sem betur fer eru þó margir gull- og silfursmiðir, sem meðhöndla þessa eðalmálma af virðingu og gefa hlut- um sínum gildi í listrænu og per- sónulegu tjáningarformi. Leirkeragerð Leirkeragerð er ekki gömul iðn- grein hér. Fyrsta leirkeragerð, sem 24. ,,Lava keramik", Glit hf. 25. Kertastjaki (leir), Kjarval og Lökken. 26. Bókagerð. Opna úr „Limrum", útgefandi Heimskringla. að kveður, er stofnuð af Guðmundi Einarssyni árið 1927. í dag munu nokkrir aðilar fást við leirkeragerð, og að minnsta kosti einn framleið- andi flytur muni sína á erlendan markað. Það mun einkum vera svo- kallað hraunkeramik, sem athygli vekur erlendis. Þó að íslenzkt kera- mik sé þannig ekki gömul eða rót- gróin framleiðslugrein og deila megi um form einstakra hluta, hefur hún til að bera sérkenni, sem gera hana frambærilega við hlið þeirra, er lengi hafa lagt stund á leirkerasmíð og byggja á hefð og reynslu. Bókagerð Ekki ósjaldan heyrist því fleygt, að Islendingar séu meðal mestu, ef ekki mesta bókaþjóð heims. Sennileg er þessi niðurstaða, sé reiknað eftir höfðatölureglu og fjölda útgefinna bóka. Síðan má deila um það, hvort bókmenntaþjóðir skulu dæmdar eftir blaðsíðnatölu eða innihaldi þeirra hóka, sem út eru gefnar. Bókband er ein þeirra iðngreina, er skipað hefur veglegan sess hér á landi um langan aldur, og má segja, að bókband hafi verið viðurkennd listgrein hér. En bók er meira en kjölur og spjöld. Bókin er fyrst og fremst innihaldið og sá boðskapur, er það hefur að flytja. Það er rit- verkið, er gerir kröfur til vandaðs frágangs, pappírs og umbrots eða heimilar, að minna sé í umbúnaðinn lagt. Það getur engan veginn staðizt, að ekki sé í einni svipan hægt að greina milli Heimskringlu og James Bond í hókahillunni. Félag auglýs- ingateiknara gekkst fyrir nokkru fyr- 26. 98 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.