Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 30
30.
sé undir það búinn að vinna mark-
aði.
Það er alltítt um íslenzka at-
vinnuvegi, að erfiðleikar eru raktir
til aðgerða eða aðgerðaleysis stjórn-
valda. Það er sjaldnar um það rætt,
að orsaka sé að leita eða endurbóta
að vænta innan frá, ef svo má að
orði komast. Þrátt fyrir rekstrarfj ár-
skort í iðnaðinum er vitað, að um
mikla fjárfestingu hefur verið að
ræða í tækjum og byggingu iðnaðar-
húsnæðis. Það er því ekki óeðlilegt
að vænta þess, að þessar endurbætur
komi brátt til góða í afkastaaukningu
og hagstæðara vöruverði. Af fjöl-
mörgum vandamálum, sem iðnaður-
inn mun þurfa að glíma við í frjálsri
samkeppni eða ef til útflutnings kem-
ur, er krafan um frambærilega hönn-
un. ISnhönnun er nær algjörlega
óplægður akur hér, og þeir mögu-
leikar, er hönnun kynni að opna ís-
lenzkum iðnaðarvörum, eru gjörsam-
lega ókannaðir.
Það er ekki úr vegi að gera sér
grein fyrir þeim ástæðum, er kunna
að valda því, að hönnun hefur verið
það olnbogabarn, sem raun ber vitni.
1. Iðnaðurinn hefur átt fullt í
fangi með að gera sig þess tæknilega
umkominn að framleiða iðnaðarvör-
ur, sem eru samkeppnisfærar við er-
lendan iðnað.
2. Fjárhagsörðugleikar gera fram-
leiðendum erfitt fyrir að eyða fé í
hönnun og nauðsynlegar tilraunir
með frumgerðir (prototypur), er
kynnu að krefjast auglýsinga og
langs sölutíma vörubirgða.
3. Auðvelt hefur verið, þar eð
ísland keppir ekki með iðnaðarvörur
á öðrum markaði en innlendum, að
fá framleiðslurétt ýmissa erlendra
hugverka, sem þegar eru vel auglýst
af erlendum framleiðendum og hafa
sannað söluhæfni.
4. Af sömu ástæðu hefur og oft
reynzt auðvelt að framleiða vörur án
leyfa.
5. Ekki eru enn til nein lög um
verndun hugverka og því lítt fýsilegt
fyrir framleiðendur og hönnuði að
eyða fé og tíma í nýjungar, þar eð
umráðaréttur þeirra yfir hugverkum
er ekki tryggður.
6. Verndartollar.
7. Hátollun hráefnis.
8. Smæð markaðar og takmörkuð
sérhæfing.
30. „Stafl-stólar", Halldór Hjólmarsson.
31. Hurðarhúnn úr ólblöndu, Björn A. Larsen.
Ljósmyndir:
Ingimundur Magnússon: nr. 1, 9, 11, 13,
19, 20, 21, 22, 23, 24, 25.
Andrés Kolbeinsson: nr. 11, 15, 30.
Leifur Þorsteinsson: nr. 27.
Kristjón Magnússon: nr. 17, 18.
100
IÐNAÐARMÁL