Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 31
9. Skortur á upplýsingastarfsemi
til neytenda um gildi listiðnaðar.
10. Sá furðulegi misskilningur
margra, að hönnun þurfi að hækka
vöruverð.
Hvað er iðnhönnun (Industrial design)
Það er takmark hönnunar að gefa
framleiðsluvörunni það form, sem
hentar tilgangi hennar, samræmist
eðli hráefnisins og framleiðslutækni.
Hið fagurfræðilega gildi verður allt-
af rakið til þessara undirstöðuatriða.
Það er gömul hugmynd, að hlutverk
hönnunar sé ekki annað en að gera
fullunna vöru girnilega í útliti, að
setja skraut og knipplinga hér og
þar, til þess að varan gangi í augu
væntanlegs kaupanda. Hönnuðurinn
er fyrst og fremst hugmyndasmiður,
starf hans ætti að hefjast um leið og
hugmyndin að framleiðsluvörunni
verður til. Hann þarf að vera í nán-
um tengslum við tæknimenn fram-
leiðandans og þekkja þá möguleika,
sem framleiðslutækið (verksmiðja)
og þau hráefni, sem vinna á úr, bjóða
upp á. Hann er ábyrgur ekki aðeins
gagnvart framleiðandanum, heldur
einnig hinum almenna neytanda, sem
færir sér framleiðsluna í nyt. Ef vel
tekst til að leysa hina mörgu þætti,
sem hér er um að ræða, er árangur-
inn öllum í hag.
Menntun og þjálfun þeirra, er að
formun iðnaðarvarnings vinna, fer
yfirleitt fram í listiðnaðarskólum eða
í sérstökum hönnunardeildum há-
skóla í byggingarlist. Hér hefur lengi
verið til ofurlítill vísir að slíkum list-
iðnaðarskóla, þar sem er Handíða-
og myndlistaskólinn. Eins og að þess-
um skóla er búið í dag, er hann þó
engan veginn þess megnugur að
standast þær kröfur, er gera verður
til slíks skóla. Hann er hins vegar án
efa æskilegur forskóli fyrir þá, er
hyggja á listiðnaðarnám erlendis.
Það er æskilegt, að skóli þessi verði
efldur og beint meira en hingað til
inn á þá braut, að hann megi koma
að gagni í sambandi við hönnun iðn-
aðarframleiðslu. Skortur á listiðnað-
arfólki getur þó í dag ekki talizt
standa í vegi fyrir bættri iðnhönnun.
Þeir kraftar, sem fyrir hendi eru,
munu hins vegar ekki nýttir sem
skyldi, og menntu þeirra og hæfileik-
ar fara forgörðum. Iðnaður okkar
virðist ekki ennþá undir það búinn,
að færa sér í nyt þá þekkingu, sem
fyrir hendi er á sviði formsköpun-
ar.
Ef til útflutnings kemur, er skil-
yrði þess, að árangurs megi vænta,
að vörutegundir þær, er bjóða skal
á erlendum markaði, séu tæknilega
og fagurfræðilega samkeppnishæf-
ar.
Tryggja þarf, að framleiðslugetan
standi undir endurnýjun vörubyrgða,
ef vel tekst til.
Vekja þarf áhuga erlendra kaup-
sýslumanna á vörunni. Þetta má gera
með þátttöku íslands í alþjóðlegum
listiðnaðarsýningum, og er það án
efa ódýrara og áhættuminna en að
íslenzkir aðilar annist sjálfir dreif-
ingu á erlendum markaði.
Hafa þarf stöðugt eftirlit með því,
að þær vörur, sem fluttar eru út og
auglýstar sem íslenzkur listiðnaður
eða iðnhönnun, standist ströngustu
kröfur, sem gera má til slíkrar fram-
leiðslu. Slík viðurkenning á gæðum
fengist af iðnhönnunaráði (design
council), eins og tíðkast meðal flestra
þjóða, er hafa haft augun opin fyrir
gildi hönnunar.
Hér að framan hefur verið reynt
að renna stoðum undir það álit höf-
undar, að rík ástæða sé til, að fram-
leiðendur, á hvaða sviði iðnaðar sem
er, gefi gaum að nauðsyn hönnunar.
Það er löngu tímabært, að Islend-
ingar vakni til vitundar um þá auknu
möguleika, sem hönnun getur fært
iðnaðarvörum okkar í samkeppni við
aðrar þjóðir, bæði á heimamarkaði
og ekki síður, sé hugsað til útflutn-
ings. Ég held, að flestir séu sammála
um, að margt sé hægt að gera til að
gefa íslenzkum listiðnaði gildi og
glæða þá möguleika, sem lítil þjóð
hefur til að setja svip sinn á um-
hverfið.
r
Stefán Snœbjörnsson húsgagnaarkitekt, er jæddur í Reykjavík árið 1937. Lauk sveinsprófi í
húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1959. Stundaði nám í húsgagnagerðarlist við
Statens Kunstindustriskole í Oslo 1961—65. Hlaut styrk jrá Norsk exportrád og tók þátt i
námskeiði í industrial design, á vegum þess. Starfar nú hjá Skarphéðni Jóhannessyni arkitekt.
IÐNAÐARMAL
101