Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 32

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 32
Tvö merkileg skjöl í 1.—2. tölublaði þessa árgangs Iðnaðarmála var birt frásögn af 100 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og getið um afmælisrit fé- lagsins í tilefni þess. Þar er þess getið, að 36 menn hafi verið kjörnir heiðursfélagar félagsins á þessum 100 árum. Nýlega barst rit- stjórninni ljósprent af einu slíku heiðursbréfi, þar sem Jón Guðmunds- son, málfærslumaður og ritstjóri „Þjóðólfs“, er kjörinn heiðursfélagi Handiðnamannafélagsins 12. janúar 1871 og er bréfið undirritað af Sig- fúsi Eymundssyni, þáverandi forseta félagsins og Arna Gíslasyni, ritara þess. Jón Guðmundsson ritstjóri er ekki meðal þeirra 36 manna, sem taldir eru heiðursfélagar í afmælisrit- inu, og birtist þetta hér því til leið- réttingar ásamt mynd af kjörbréfinu. Sennilegt er, að Jón Guðmundsson hafi verið fyrsti kjörfélagi félagsins, þótt það verði ekki séð með vissu, enda er líklegt, að Jón sem þáverandi málfærslumaður í Reykjavík kunni að hafa aðstoðað við stofnun félags- ins. ,, /t'/'rnJ //,/ ,/r jj" r„/,/ÍSt/r,, '""’Ay /í/ rfL /<//>yZ'/- Árni Thorsteinsson Bæjarfógeti í Reykjavík og Landfógeti á Islandi kunngerir: að ár 1865 þann 18. October, mætti fyrir mjer herra timbursmiðsmeistari Jón Jónsson hjer úr bænum ásamt meðlæri- sveini hans Jóni Þorkelssyni, 24 ára að aldri, fæddum í Reykjavík og bar velnefnd- ur timbursmiðsmeistari fram, að tjeður lærisveinn hans væri búinn að enda út kennslutíma sinn og orðinn fullnuma í trje- smíði og að hann um kennslutímann hefði reynst sjer sem ástundunarsamur og dug- legur maður, ennfremur fram lagði hann vottorð tveggja af mjer útnefndra manna snikarameistara H. Jónssonar og E. Jóns- sonar um að prófsmíði nefnds Jóns Þor- kelssonar væri svo vel gjörð, að hann fyrir það gæti fengið sveinsbrjef. I tilefni af framanrituðu lvsi jeg því hjermeð yfir, að tjeður herra Jón Þorkels- son hjer eptir hefir rjett sem timbursmiðs- sveinn, til að leita sjer atvinnu sem trje- smiður hjer á landi, samkvæmt tilskipan 17. Nov. 1786 og 13. Júní 1787 samt opnu brjefi 18. Aug. 1786. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 18. October 1865. Til staðfestu nafn mitt og embættisinnsigli. A. Thorsteinsson Sveinsbrjej fyrir timbursmiðssvein, herra Jðn Þorkels- son Borgun 1 rd einn ríkisdalur er mjer borg. A. Thorsteinsson 102 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.