Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 35

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 35
Samband rannsókna og atvinnulíffs Eftir Þóri Einarsson, viðskiptafrœðing Á hverjum vetri gangast landsdeildir Norrœna sumarháskólans fyrir um- rœðuhópum í háskólaborgum Nórðurlandanna, þar sem fjallað er um ýmis málefni á mörkum ólíkra frœðigreina. Eiga allir háskólamenntaðir menn kost á að taka þátt í umrœðuhópunum. A sumrin er svo efnt til móts í ein- hverju Norðurlandanna, þar sem fulltrúum frá einstökum umrœðuhópum gefst kostur á að rœða viðkomandi mál að nýju og þœr niðurstöður, sem hver hópur komst að. Eitt þeirra efna, sem tekið var fyrir til umrœðu af íslandsdeild Norrœna sumarháskólans á sl. vetri, var samband rannsókna og atvinnulífs. Þátttakendur í umrœðuhópnum voru alls 12, flestir verkfrœðingar frá rannsóknastofnunum og hagfrœðingar og viðskiptafrœðingar úr atvinnu- lífinu. Stjórnandi hópsins var Þórir Einarsson, viðskiptafrœðingur IMSÍ. Fara hér á eftir helztu niðurstöður umrœðuhópsins um samband rannsókna og atvinnulífs. Mikilvægi rannsókna fyrir atvinnu- lífiS UmræÖuhópurinn fjallaði einungis um raunvísindalegar rannsóknir í þágu atvinnuveganna og þar með þann hluta atvinnulífsins, sem slíkar rannsóknir eru stundaðar fyrir. Áhuginn á sem beztu sambandi milli rannsókna og atvinnulífs stafar af því, að skilningur er að glæðast á mikilvægi svokallaðrar rannsókna- og þróunarstarfsemi á vegum fyrir- tækja fyrir samkeppnishæfni þeirra. Þessi þáttur í starfsemi fyrirtækja miðar að því að finna eða þróa upp kerfisbundið nýjar eða endurbættar vinnsluaðferðir, vörutegundir og hrá- efni. Sjaldnast er það á færi eins fyrir- tækis að sinna öllu þessu, nema það sé mjög stórt. Þannig eru rannsóknir, sem leiða til algjörra nýjunga á þess- um þremur þáttum, hráefni, vinnslu- aðferðum og vörutegundum, sjaldn- ast á meðfæri smærri eða meðalstórra fyrirtækja. Geta þeirra á rannsókna- og þróunarsviðinu takmarkast frekar við endurbætur. Vegna smárra rekstrareininga í ís- lenzku atvinnulífi heyrir það til und- antekninga, að rannsókna- og þró- unarstarfsemi sé verulegur þáttur í heildarstarfsemi þeirra. Því er það hlutverk rannsóknastofnana fyrir ein- staka atvinnuvegi að annast þjónustu á þessu sviði fyrir fyrirtæki innan at- vinnuvegarins. Hópurinn lagði áherzlu á, að sá aðili, sem kostar rannsókna- eða þró- unarverkefni, þurfi að meta þau á hagrænan og tæknilegan mælikvarða, svo að unnt sé að gera sér grein fyrir hagkvæmni þeirra fyrir fyrirtæki, at- vinnuveg og þjóðarheild. Er á þann hátt unnt að stilla upp forgangsröð fyrir ólíkar lausnir á sama vandamáli og einnig að velja á milli hagkvæm- ustu lausna á ólíkum vandamálum, ef fjármagn, vinnuafl eða tækjakost skortir til að leysa öll vandamál í einu. Umræðuhópnum varð tíðrætt um Operations Research sem hjálpartæki við slíkar athuganir, en með 0. R. er átt við stærðfræðilegar aðferðir til að auðvelda ákvarðanir um rekstrar- og stjórnunarvandamál. Skipulagsbygging rannsóknastarf- semi í þágu atvinnuveganna 1. Rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna eiga sér stað í ríkisstofnunum, og var þessi tegund rannsóknastarf- semi endurskipulögð með lögum frá 1965. Samkvæmt þeim var sett á stofn: Hafrannsóknastofnunin Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Rannsóknastofnun iðnaðarins Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins Rannsóknastofnun landbúnaðarins 2. Fjár til þessara stofnana er að- allega aflað með framlögum á fjár- lögum. Auk þóknunar, sem stofnan- irnar taka fyrir unnin verkefni að beiðni fyrirtækja, hafa nokkrar stofn- anir aðra tekjustofna einnig. Þannig er lagt gjald á byggingarefni, og rennur það til rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins, og gjald á út- borguð laun í öðrum iðnaði rennur til rannsóknastofnunar iðnaðarins. 3. Verksvið rannsóknastofnananna eru ekki einungis rannsókniríþrengri merkingu, sem skilgreindar hafa ver- ið sem skipuleg leit að eða fram- leiðsla á nýrri þekkingu, heldur kem- ur einnig til miðlun á þekkingu, sem fyrir er innanlands og erlendis til lausnar á ákveðnum vandamálum at- vinnuveganna á sviði rannsókna og þróunar. Þá eru einnig umfangsmikl- ar prófanir starfræktar á þessum rannsóknastofnunum fyrir viðkom- andi atvinnuvegi. Stór hluti af rannsóknaverkefnum stofnananna er tekinn upp að þeirra eigin frumkvæði, og niðurstöðurnar eru frjálsar öllum til aðgangs og IÐNAÐARMÁL 105

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.