Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 37
hlutverki stofnananna væri sinnt á
þennan hátt, mundi það leiða til þess,
að rannsóknastofnanirnar yrðu í
starfsemi sinni virkari gagnvart ein-
stökum atvinnuvegum.
Þá kom fram í umræðuhópnum sú
skoðun, að sú dreifistýring, sem á
sér stað í dag á rannsóknum í þágu
atvinnuveganna, leiddi til þess, að
einstakir fagráðherrar væru færir um
að sjá stofnunum sínum fyrir stærri
fj árframlögum en annars, ef þær
heyrðu undir rannsóknaráð.
4. Hópurinn reyndi að gera sér
grein fyrir raunverulegum áhrifum
stjórna og ráðgjafanefnda á starf-
semi stofnananna. Hjá öllum stofnun-
unum störfuðu ráðgj af anefndirnar
aðeins sem viðtakendur upplýsinga
um starfsemi stofnananna, en ekki
sem raunverulegur ráðgefandi. Hins
vegar mátti greina ákveðin áhrif frá
einstökum atvinnuvegum á starfsemi
stofnananna fyrir tilstilli stjórnanna.
Hið óformlega samband milli
rannsókna og atvinnulífs
1. Þessu sambandi er að mestu
leyti haldið uppi með persónulegum
tengslum milli rannsóknasérfræðinga
og stjórnenda eða tæknimenntaðra
manna fyrirtækja. Rannsóknasér-
fræðingarnir ætlast yfirleitt til, að
frumkvæðið að slíkum tengslum
komi frá fyrirtækjum, þ. e. fulltrúar
þeirra leiti uppi hinn rétta sérfræð-
ing fyrir lausn ákveðins vandamáls.
Þar sem tregðu gætir hjá atvinnu-
rekendum til að leita eftir tengslum
við rannsóknastofnanir, er nauðsyn-
legt að efla virka upplýsingastarf-
semi hjá stofnununum. Kanna þyrfti
nánar, hvort hagnýta mætti hugmynd
A. King um, að við rannsóknastofn-
anir starfi a. m. k. einn sérfræðingur,
sem gegni stöðu upplýsinga- eða nýj-
ungafulltrúa. Sé starfssvið hans að
hafa frumkvæði að því, að samband
komist á við fyrirtæki og þeim miðl-
að nýjungum, sem tiltækar eru og
öllum aðgengilegar, og aðstoða fyrir-
tækin við að komast til réttra sér-
fræðinga við lausn á vandamálum
sínum. Reynist ekki heppilegt að hafa
slíka stöðu, þyrftu einstakir sérfræð-
ingar eða fyrirsvarsmenn stofnana
að hafa frumkvæði að betra sam-
bandi við atvinnurekendur. Ein af
leiðunum fyrir rannsóknastofnanirn-
ar í því sambandi er að efna til ráð-
stefnu fyrir einstakar atvinnugreinar
um möguleika þeirra til að hagnýta
sér og fylgjast með í tækni- og vís-
indaþróun nútímans.
2. Einstakar stofnanir gefa út rit,
þar sem birtar eru helztu rannsókna-
niðurstöður þeirra. Umræðuhópur-
inn gagnrýndi hlédrægni sérfræðing-
anna og var þeirrar skoðunar, að
þeir gerðu ekki nægilega mikið til
þess að setja rannsóknaniðurstöður
sínar fram á alþýðlegan hátt og
kynna í fjölmiðlunartækjum einstök
verkefni, sem unnið er að. Taldi um-
ræðuhópurinn, að hér væri um að
ræða afstöðu og viðhorf, sem væru
mjög algeng hjá háskólamenntuðum
mönnum yfirleitt, en þeir yrðu að
leggja niður í þágu sinna eigin hags-
muna, þar sem þeir hefðu enn ekki
fengið almenna viðurkenningu þjóð-
félagsins á störfum sínum.
3. Erfiðleikar á málfarslegum tjá-
tengslum (kommunikation) milli
rannsóknarsérfræðinga og atvinnu-
rekenda virtust ekki vera miklir, en
þó voru nefnd dæmi í umræðuhópn-
um um algeng faghugtök hjá sérfræð-
ingum, sem misskildust oft.
Nauðsynlegar breytingar í skipulags-
byggingu rannsókna, svo að bæta
megi samband þeirra viS
atvinnulífið
Aðalvandamál rannsóknastofnana
í þágu atvinnuveganna varðar sem
stendur hvorki stj órnskipulag þeirra
né tekjuöflunarmöguleika, heldur lúta
þau að framhaldsmenntun, starfs-
kjörum og starfsaðstöðu rannsókna-
sérfræðinganna. Verulegar hreyting-
ar á þessu sviði eru algjör forsenda
fyrir því, að rannsóknastarfsemin
geti bætt samband sitt við atvinnulíf-
ið.
Hin eiginlega fagmenntun (kandi-
datspróf) raunvísindamanna á sér
stað í erlendum háskólum. Ýmsir
þeirra hafa einnig starfað áfram við
einstakar stofnanir háskólanna.
Það eru einkum eftirfarandi þætt-
ir, sem gera það erfitt fyrir sérfræð-
ingana að afla sér frekari þekkingar
og þjálfast frekar í vísindalegum
vinnubrögðum:
1. Skortur á fagumhverfi (fag-
mileu). Rannsóknarstarfsemin er
ekki það umfangsmikil, að rann-
sóknasérfræðingar með sömu sér-
kunnáttu séu nægilega margir til, að
hægt sé að tala um fagumhverfi.
Tengslin á milli rannsóknasérfræð-
inganna verða því frekar milli manna
með ólíkar fræðigreinar að baki
heldur en manna með sömu fræði-
grein að baki.
2. Skortur á vísindalegum og
tæknilegum upplýsingum. Hver stofn-
un hefur sitt eigið bókasafn, og
rannsóknasérfræðingarnir verða
sjálfir að eyða allt of miklum tíma
til þess að afla nauðsynlegra upplýs-
inga.
3. Rannsóknasérfræðingar við
stofnanirnar eru opinberir starfs-
menn með tiltölulega lágar tekjur.
Margir neyðast til þess að taka að sér
aukavinnu í frítímum sínum, sem er
venjubundin (rutine) og eykur ekki
á rannsóknahæfileika þeirra, heldur
frekar hitt, að þeir veikjast.
Umrœðuhópurinn gerði eftirfar-
andi tillögur til úrbóta:
1. Aukin tengsl við erlendar stofn-
anir og starfsmannaskipti við þær.
2. Framkvæma þarf tillögur Kjeld
Klintöe frá Dansk Teknisk Oplysn-
ingstjeneste (sjá Iðnaðarmál, 6. hefti
1963) um tæknilega og vísindalega
upplýsingaþjónustu á vegum rann-
sóknaráðs fyrir stofnanir og sérfræð-
inga.
3. Sérfræðingarnir séu ráðnir á
sérstökum samningum við fagfélög
þeirra, á svipaðan hátt og tíðkast í
Danmörku.
IÐNAÐARMÁL
107