Iðnaðarmál - 01.06.1967, Qupperneq 43
Útgáfa jöfnunarbréffa
Eftir Árna Vilhjálmsson, prófessor
ÁRNI VILHJÁLMSSON, prófessor, er fæddur í Reykjavík árið 1932. Hann lauk prófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1951 og prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands 1954. Var
við hagfræðinám í Harvardháskóla í Bandaríkjunum og lauk M. A. prófi þaðan 1957. Frá 1961
hefur Ámi verið prófessor í viðskiptadeild Háskóla íslands, en áður hafði hann gegnt ýmsum
sérfræði- og kennslustörfum innanlands og erlendis.
1. Inngangur
Jöfnunarhlutabréf eru ein tegund
fríhlutabréfa (d. gratis aktier), þ. e.
hlutabréfa, sem afhent eru hluthöfum
án endurgjalds. Jöfnunarhlutabréf
greinast frá öðrum fríhlutabréfum í
því, að móttaka þeirra felur ekki í
sér skattskyldar tekjur. Nokkurrar ó-
vissu hefur gætt um áhrif útgáfu
jöfnunarhlutabréfa á efnahag og af-
komu bæði hlutafélags og hluthafa,
og er það ætlunin hér að varpa
nokkru ljósi á þessar verkanir og leit-
ast við að setja fram nytsamar al-
hæfingar. Fyrst verður rætt um heim-
ildir hlutafélaga til útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa. í öðrum aðalkafla verður
rætt um hag hluthafa af útgáfu slíkra
bréfa. Eru þar gerðir útreikningar,
sem hvíla á ákveðnum forsendum, m.
a. um arðsemi rekstrarins og um
arðgreiðslustefnu félagsins. í loka-
kafla verður svo rætt um gildi niður-
staðnanna.
2. Heimildir til útgóíu jöfnunar-
hlutabréfa
Með lögum um tekjuskatt og eign-
arskatt nr. 70 1962 var fyrst veitt
heimild til útgáfuhinna„skattfrjálsu“
jöfnunarhlutabréfa. í reglugerð nr.
245 31. des. 1963 segir svo (14. gr.
C. 3.):
„Ekki telst þó til arðs úthlutun
jöfnunarhlutabréfa, sem ekki hefir í
för með sér breytta eignarhlutdeild
hluthafa í hlutafélagi og telst því ekki
til skattskyldra tekna hluthafans, enda
sé útgáfa bréfanna byggð á raunveru-
legum verðmætum í sjóðum, öðrum
en skattfrjálsum varasjóði, eða öðr-
um eignum félagsins, er verið hafa
í eigu þess minnst þrjú ár og sé
samanlagt nafnverð jöfnunarhluta-
bréfanna, miðað við hlutafé félags-
ins, ekki hærra en svarar til almennr-
ar verðhækkunar frá stofnun félags
eða frá innborgun hlutafjár.
Almenn verðhækkun í sambandi
við útgáfu j öfnunarhlutabréfa skal
miðuð við þær breytingar, sem orðið
hafa á verði vöru og þjónustu, með
hliðsjón af breytingum á launum og
verði fastafjármuna, frá þeim tíma,
sem hlutafélag var stofnað eða hluta-
fé innborgað og til þess tíma, er út-
gáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin.
Ríkisskattstjóri skal reikna út vísi-
tölu þessa fyrir ár hvert. Við útgáfu
jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar
miða við vísitölu þess árs, sem hluta-
félag var stofnað eða hlutafé inn-
borgað, en hins vegar við vísitölu
ársins áður en útgáfa jöfnunarhluta-
bréfa er ákveðin.
Hlutafélag getur gefið út jöfnunar-
hlutabréf svo oft sem framangreindra
ákvæða er gætt.
Nú ákveður hlutafélag að gefa út
jöfnunarhlutabréf skv. 2.—4. mgr.,
og getur þá félagið leitað álits ríkis-
skattstjóra um, hvort framangreind-
um skilyrðum sé fullnægt. Beiðni um
slíkt álit skulu fylgja nauðsynleg
gögn.“
Samkvæmt ofangreindum ákvæð-
um eru sett tvenns konar skilyrði
(hámörk) fyrir útgáfu jöfnunarbréfa
og ráða þrengri mörkin úrslitum
hverju sinni. Onnur mörkin ákvarð-
ast af þeirri vísitölu, sem ríkisskatt-
stjóri reiknar út fyrir hvert ár. Vísi-
tala þessi var síðast birt með auglýs-
ingu í Lögbirtingablaði 14. jan. s. 1.
(1967). Vísitalan gildir í sambandi
við útgáfu bréfa á árinu 1967, og er
þá miðað við, að vísitala ársins 1966
sé 100. Hér er útdráttur úr töflunni,
sem sýnir gildi vísitölunnar:
Ár Vísitala
1963 148
1962 162
1960 198
1955 305
1950 459
1945 786
1940 2193
1935 3102
1930 2959
Samkvæmt vísitölutöflunni ætti fé-
lag, sem stofnað hefði verið árið
1955 með 100.000 kr. hlutafé og ekki
hefði aukið við hlutaféð síðar, að
geta gefið út j öfnunarhlutabréf að
fjárhæð 205 þús. kr. (allt hlutaféð
eftir aukningu ætti að geta orðið 100
þús. kr. X 3,05). í reglugerð segir,
að miðað skuli við það ár, er félag
var stofnað eða hlutafé innborgað.
Nú geta liðið mörg ár frá því, að
hlutafélag er stofnað og skrásett (a.
m. k. hlutafjár þarf að vera greidd-
ur, til þess að félag fáist skrásett),
þangað til upphaflega ákveðið hluta-
fé er að fullu greitt, og sams konar
dráttur á greiðslu getur átt sér stað
við síðari aukningu hlutafjár. Verð-
ur að ætla, að ártal innborgunar
skipti öllu máli'í sambandi við hluta-
IÐNAÐARMÁL
113