Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 45

Iðnaðarmál - 01.06.1967, Síða 45
því að greiða arð, jafnvel þótt tap yrði í náinni framtíð. En ekkert er því til fyrirstöðu (t. d. í bókhalds- lögum), að fasteignin yrði í fyrra til- vikinu hækkuð síðar, til þess að hægt yrði að halda uppi arðgreiðslum þrátt fyrir taprekstur og án þess, að gengið væri á „skattfrjálsa“ vara- sjóðinn. — Enn annar möguleiki væri sá að færa alla fjárhæðina, 4,1 m. kr., debet í höfuðstólsreikning, þannig að debetmismunur myndaðist á reikningnum, um 1,6 m. kr. Gæti verið, að félagið vildi ekki hrófla við hókfærðu virði fasteignarinnar. Verð- ur ekki séð, að hægt væri að meina félaginu slíka færslu, enda mundi fé- lagið þá ekki geta greitt arð nema með upplausn „skattfrjáls” varasjóðs, fyrr en hreinn ágóði, að greiddum sköttum, væri kominn fram yfir 1,6 m. kr. 3. Hagur af útgófu jöínunarhlutabréfa Sterk rök hníga að því, að hlut- höfum sé hagkvæmt, að út séu gefin jöfnunarbréf í svo ríkum mæli sem leyfilegt er. Það, sem (óbreyttur) hluthafi væntir sér af eign í hluta- félagi, eru arðgreiðslur og/eða verð- hækkun hlutabréfa. Má segja, að það, sem ráði afstöðu manns til hluta- bréfa, sem hann á eða getur eignazt, sé sá peningastraumur, sem hann býst við, að renni til sín í framtíð- inni vegna eignar hlutabréfanna. Nú hefur hlutabréfaeign og þær greiðsl- ur, sem af henni leiða, áhrif á skatt- greiðslur mannsins, og skiptir það hann meginmáli, hve mikið situr eftir hjá honum af þessum greiðslum. Til þess að skýra áhrif útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á hagsmuni liluthafa skal tekið dæmi af handahófi. Sýnishorn- ið byggir á margvíslegum forsendum, sem nefndar verða jafnóðum og þeirra er þörf. í lokakafla verður rætt um raungildi þeirra. Eina þess- ara forsendna er þó rétt að taka til meðferðar þegar í stað. Hún er sú, að allir hluthafar greiði tekju- og eignarskatt og tekju- og eignarútsvar samkvæmt liœstu töxtum, sem í gildi eru; ákvörðunin um það, hvort jöfn- unarbréf skuli gefin út eða ekki, hafi ekki áhrif á það, hve hátt þeir komist hæst í skattstigunum. Ef útgáfa jöfn- unarbréfa er hagstæð slíkum hlut- höfum, ætti hún að vera enn hagstæð- ari þeim, sem minna telja fram sem hreinar skattskyldar tekjureðahreina skattskylda eign. Þegar útgáfa jöfnunarbréfa er tek- in til athugunar, lítur efnahagsreikn- ingur fyrirtækisins svo út: Ejnahagsreikningur 1/1, tilf. A (Þús. kr.) Vmsir fjármunir........... 30.000 30.000 Skuldir ..................... 13.000 Hlutafé ...................... 2.000 „Skattfrjáls“ varasjóður .. 7.000 Höfuðstóll.................... 8.000 30.000 Félagið hefur fengið staðfest, að heimilt sé að gefa út jöfnunarbréf að fjárhæð 8 m. kr. (Höfuðst. gæti hafa staðið óbreyttur í 3 ár og fjármunir gætu hafa verið bókfærðir á hæsta virði, sem til greina kemur í þessu sambandi). Við hugsum okkur nú, að þennan sama dag — 1/1 — gætu verið gefin út jöfnunarbréf, þannig að efnahags- reikningurinn liti þá út semsvo (þessi reikningur er nefndur tilfelli B til að- greiningar frá hinum fyrri, tilfelli A): Ejnahagsreikningur 1/1, tilf. B (Þús. kr.) Ýmsir fjármunir........... 30.000 30.000 Skuldir ..................... 13.000 Hlutafé ..................... 10.000 „Skattfrjáls11 varasjóður .. 7.000 30.000 Fyrir komandi ár hefur verið gerð eftirfarandi áætlun um rekstur: Rekstrarreikningur (Þús. kr.) Ýmisgjöld................. 50.000 Tekjur.................... 53.000 Agóði, áður en tekjuskattur og tekjuútsvar hafa verið frádregin............... 3.000 53.000 53.000 Ágóðinn er um 18% af eigin fé (17 m. kr.). Þessi ágóði er j afn hrein- um skattskyldum tekjum. Til einföld- unar og án tjóns fyrir gildi niður- staðnanna verður hér gert ráð fyrir, að tekjuskattar séu á lagðir og greiddir sama ár og hinar skattskyldu tekjur myndast og að eignarskattar, álagðir og greiddir hið sama ár, séu vegna hreinnar eignar í upphafi árs- ins. Áður en hægt er að gera saman- burðarútreikninga á tveim aðalkost- unum — að gefa út jöfnunarbréf eða ekki -— verður að tilgreina forsend- ur um ráðstöfun þess hluta ágóða, sem ekki fer í tekjuskatta. Hér verða tveir möguleikar kannaðir. Annar er IÐNAÐARMÁL 115

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.