Iðnaðarmál - 01.06.1967, Page 51
REGLUGERÐ
um lánadeild veiðariæraiðnaðar
1. gr.
Stofna skal í Iðnlánasjóði lánadeild veiðarfæraiðnað-
ar, er hafi þann tilgang að efla og styrkja innlendan
veiðarfæraiðnað.
2. gr.
Stofnfé lánadeildar veiðarfæraiðnaðar er skuldabréf
Síldarverksmiðja rikisins, dags. 6. desember 1952, að
eftirstöðvum 11,6 milljónir króna, og tekjur lánadeild-
ar verðjöfnunargjald af innfluttum veiðarfærum, sam-
kvæmt 1. tl. 1. gr. laga nr. 31, 29. apríl 1967, svo og
aðrar tekjur, sem gert er ráð fyrir í sömu lagagrein.
3. gr.
Iðnlánasjóði er heimilt, að fengnu samþykki ríkis-
stj órnarinnar, að taka allt að 10 milljón króna lán til
starfsemi lánadeildar veiðarfæraiðnaðar, og er ríkis-
sjóði heimilt að ábyrgjast slík lán.
4. gr.
Lánadeild veiðarfæraiðnaðar styrkir innlendan veið-
arfæraiðnað á eftirfarandi hátt:
a) með lánum til allt að 15 ára með vöxtum, sem mega
vera allt að 3% lægri en almennir útlánsvextir Iðn-
lánasjóðs,
b) með styrkjum eða vaxtalausum lánum til ákveðins
tíma til að stofnsetja veiðarfæragerðir eða til verð-
jöfnunar innlendri veiðarfæraframleiðslu, vegna er-
lendrar samkeppni, enda njóti hin innlenda fram-
leiðsla ekki tollverndar.
Heildarupphæð styrkja á ári hverju má eigi nema
hærri upphæð en hreinum tekjum veiðarfæradeild-
ar. Þó er heimilt, ef nauðsyn þykir til bera, að verja
tekjum fleiri ára til styrkja á sama árinu.
5. gr.
Umsókn um lán eða styrk skulu fylgja ítarlegar upp-
lýsingar á rekstri fyrirtækisins og á hvern hátt lán eða
styrkur verði til að tryggja afkomu þess.
Umsókn um styrk til verðjöfnunar skal fylgja sund-
urliðuð skýrsla um óseldar birgðir fyrirtækisins eða
framleiðslu og sölu þess frá því að birgðaskýrsla var
send lánadeild veiðarfæraiðnaðar síðast, og einnig rök-
studdur samanburður á kostnaðarverði einstakra teg-
unda birgða og verði samskonar, innfluttra veiðarfæra.
Enn fremur skulu fylgja umsókn eftirfarandi gögn:
a) eignar- og veðbókarvottorð,
b) vátryggingaskírteini eða óyggjandi vottorð um vá-
tryggingu eigna fyrirtækisins,
c) vottfestar upplýsingar um það, hverjum sé heimilt
að skuldbinda fyrirtækið og veðsetja eignir þess,
d) rekstrar- og efnahagsreikningur fyrirtækisins s.l.
2 ál, Framh. á 118. bls.
REGLUGERÐ
um hagræðingarlán Iðnlánasjóðs
1. gr.
Iðnaðarlánasjóði er heimilt, að fengnu samþykki rík-
isstjórnarinnar, að taka allt að 100 millj. kr. lán til þess
að mynda nýjan lánaflokk í því skyni að veita sérstök
hagræðingarlán, til viðbótar almennum lánum.
2. gr.
Hagræðingarlán Iðnlánasjóðs skulu veitt í þeim til-
gangi að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrir-
tækis til þess að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna
breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og frjáls-
ari innflutnings. Umsókn skal fylgja ítarleg lýsing á
fyrirhugaðri hagræðingu, og á hvern hátt hún verður
til þess að auka framleiðni fyrirtækisins. Þá skal jafn-
framt gerð fullnægjandi grein fyrir því, hvernig um-
beðið hagræðingarlán stuðli að því að gera fyrirtækinu
kleift að mæta tollalækkun eða fríverzlun.
Enn fremur skulu fylgja umsókn eftirfarandi gögn:
a) eignar- og veðbókarvottorð,
b) vátryggingaskírteini eða óyggjandi vottorð um vá-
tryggingu eigna fyrirtækisins,
c) vottfestar upplýsingar um það, hverjum sé heimilt
að skuldbinda fyrirtækið og veðsetja eignir þess,
d) rekstrar- og efnahagsreikningar fyrirtækisins s. 1.
2 ár,
e) aðrar upplýsingar um rekstur og efnahag fyrirtækis-
ins, sem óskað kann að verða eftir.
3. gr.
Vextir af hagræðingarlánum Iðnlánasjóðs skulu á-
kveðnir af stjórn hans, að fengnu áliti Seðlabanka ís-
lands og með samþykki iðnaðarmálaráðherra.
Þegar um ótollverndaðan iðnað er að ræða eða iðn-
að, sem hefur óverulega tollvernd, mega vextir vera
3% p. a. lægri en almennir útlánsvextir sjóðsins.
4. gr.
Hagræðingarlán til vélakaupa mega vera til allt að
þremur árum lengri tíma og í sambandi við fasteignir
til allt að því fimm árum lengri tíma en hin almennu
lán úr Iðnlánasjóði. Skulu þau vera jafngreiðslulán
(annuietslán) og mega vera afborgunarlaus fyrstu 2
árin.
5. gr.
Að öðru leyti gilda ákvæði laga nr. 45, 3. apríl 1963,
um Iðnlánasjóð.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 25, 22.
apríl 1966, um breytingu á lögum nr. 45, 3. apríl 1963,
um Iðnlánasjóð, til að öðlast þegar gildi og birtast til
eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
IÐNAÐARMÁL
119