Franskir dagar - 01.07.2013, Side 22

Franskir dagar - 01.07.2013, Side 22
Texti:Albert Eiríksson Myndir: Albert Eirtksson og Helena Stefánsdóttir A sólríkum degi íbyrjun sumars hitti ég nýstofnaðan saumaklúbb nokkurra Fáskrúðsjjarðarkvenna sem allar eru fæddar 1963 og eiga pví stórafmœli í ár. Þær búa allar á höfuðborgarsvæðinu og eru pekktarfyrir mikinn matar- og tertuáhuga. Það er afar létt yfir hópnum og mikið hlegið. Fjölmargar sögur af áhyggjulausum ungdómsárum eru rifjaðar upp með tilheyrandi hlátrasköllum. I Ijós kemur að a.m.k. tvær í hópnum eiga „frystihúshnífa“ og nota pá oft. „En í óllum bænum ekki takapað fram igreininnipópessir hnífar hafi óvart endað hjá okkur“ segir ein og nú er hlegið enn hærra. Saumaklúbburinn er svo nýr að þær hafa ekki einu sinni gefið sér tíma til að velja honum nafn. Fram kemur sú hugmynd að kalla hann Súper '63 enda skrifi Jónína Óskarsdóttir það ávallt undir afmæliskveðju til jafnaldra sinna á netinu. Kristín kom með tösku með saumadóti, um leið og hún skutlar henni á stól í eldhúsinu segir hún að klúbburinn verði að standa undir nafni - við látum það svo liggja milli hluta hvort saumadótið var tekið upp úr töskunni. Þar sem listin í sinni fjölbreyttu mynd á hug klúbbfélaga er ekki ólíklegt að þeir eigi eftir koma miklu í verk í framtíðinni hvort sem það verður í formi málverka eða hönnunar. Kristin Albertsdóttir, Elva Hildur Hjaltadóttir, Stefanía Herborg Finnbogadóttir, Helena Stefanía Stefánsdóttir og Helga Jóna Óðinsdóttir. Klúbbfélagar ræddu um hvort greinarhöfundur væri til í gerast „verndari" klúbbsins þar sem upphringing frá honum varð til þess að klúbburinn varð að veruleika - það er auðvitað auðsótt enda ekki á hverjum degi sem miðaldra karlmaður tekur þátt í að stofna saumaklúbb þó óbeint sé :) Kaldur brauðréttur Rífið skorpulaust brauð í form (ca Vi brauð). Ein lítil dós ananaskurl með safa. 2-3 msk. majones. Eitt box sýrður rjómi. Blandið þessu saman og hellið yfir brauðið. Brytjið Dalabrie eða annan góðan ost og setjið ofan á. Dreifið 4-5 bollum af rækjum yfir. Dreifið saxaðri papriku, gulri, rauðri og grænni, yfir (hálf paprika af hverjum lit). Skerið vínber og setjið ofan á. Kaldur brauðréttur. Þessa uppskriftfékk Elva Hildur í vinnunni á rannsóknarstofu Landspítalans. jíþeim góða vinnustað feer maður upplýsingar um allt sem skiptir máli enda vinnaþar konur á öllum aldri“. 22

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.