Franskir dagar - 01.07.2013, Síða 30

Franskir dagar - 01.07.2013, Síða 30
Texti: Hrafn Baldursson Mynd: Þorgeir Baldursson • • Strand heilagrar Onnu við Gvendarnes Portúgalskt skip Ste. Anna, strandaði við Gvendarnes árið 1785. Heimildir segja að strandið hafi alls ekki orðið heimamönnum til góðs m.a. vegna púðurs sem talið er hafa farið í sjóinn á miðunum við nesið og einnig vegna framkomu kaupmannsins á svæðinu. Hrafn Baldursson hefur tekið saman helstu atriðipessa strands og afleiðingar pess aukpess sem hann fjallar skemmtilega um tengsl strandsins við samtímann. „Mánudaginn 13. júní 1785 lá niðdimm þoka yfir sunnanverðum Austfjörðum, og er ekki í frásögur færandi.” Þannig byrjar Einar Bragi frásögnina af strandi heilagrar Onnu. Þegar Magnús Bergsson ritaði sóknarlýsingu Stöðvar- sóknar, gat hann sagt: „.... en fyrir þessa aflasæld tók með öllu þegar skip Portugisara strandaði við Gvöndarnessland hvar það brotnaði í spón. Varð afla hér uppfrá því ekki vart í ein 50 ár.... meina sumir þessu hafa valdið púðurdyngja sú er í sjó fór af skipinu.” Það sem hér fer á eftir verður að mestu frá Einari Braga komið, úr riti hans Eskju. En í Sagna- páttum Vigfúsar Kristjánssonar frá Hafnarnesi segir líka frá þessu slysi. „Neðst í Teignum, niður við sjó, er smá vogur, Portúgalski vogur. Var sagt að þar hefði strandað portúgölsk skúta.” Frásagan í Eskju er með öðrum hættif’En viti menn: sigldi þá ekki meistaramyndin.... beint upp á Gvöndarnesfles.” Nú veit ég ekki hvaðan þetta muni komið, en hafla mér að Vigfúsi um hvar skútuna hafi borið upp. En aftur í Eskju. „Á þeirri góðu brigg töldu menn sig vera á glæstri siglingu.... norður og austur til Arkangslsk. Á kinnungi var fjöl með skornu förfúðu flúri til beggja enda og skýrum stöfúm í miðju: Ste. Anna. Á skutgafl voru mál- aðir fimm gluggar, og neðan við stjórnborðs- gluggana tvo mátti lesa: “Oporto”.” Fáskrúðsfirðingar höfðu aldrei heyrt getið um þvílíka strandmenn. Ónáttúra þeirra var svo mögnuð, að þeir sökktu (sýnilega af ráðnum hug, sögðu heimamenn) annarri skipsjullunni, ásamt fjórum fúllum kjöttunnum og sennilega nokkru af lausu kjöti líka. Þegar hásetar tóku á öðrum degi að rása milli bæja, burthrifsa sitt- hvað smálegt og þrífa til kvenna, varð ekki hjá 30 því komizt að senda sýslumanni boð um að gjöra löglega ráðstöfún á mönnum þessum, “að vér getum verið í friði og öryggi fýrir þeim, því ella uggir oss stærri vandræði af hljótist fyrir sókn þessa”, stendur í beiðninni, sem dagsett er að Gvöndarnesi 15.júní. Jón Sveinsson sýslumaður í Eskifirði bjóst þegar til ferðar. I skjali rimðu á strandstað 25. segist sýslumaður hafa komið þangað 16. júní. En sá merki kaupahéðinn Khyn kom degi fýrr. Hann var ekki lengi að sjá að skipið var fúllt af víni, „á ámum af þeirri ílöngu gerð sem danskir köll- uðu pípur og tóku... nálega hálft þúsund lítra.” Hann virkjaði heimamenn og strandmenn og „ hefúr verið farinn að ráðskast með strandið, áður en sýslumaður hafði lögformlega mælt fýrir um hversu með skyldi fara.” Strax við komuna til Fáskrúðsfjarðar fór sýslu- maður til strandar ásamt átta nafngreindum mönnum og þeir báru um ástandið á skipinu þegar réttað var í málinu uppboðsdaginn 25. júní. Þegar þeir komu að skipinu þannló. hafði það legið “millum kletta fast við land, nærfellt á hliðinni, með brotin bæði möstur og stýri, og var með vissu hálfúr botninn úr skipinu, svo í því flæddi og fjaraði; var þá þegar mikill sjór undir þiljum.” Sýslumaðurinn lét kalla fýrir sig skipstjórann Nitto. Hann reyndist ekki kunna orð í neinni þeirra tungna sem Jón sýslumaður hafði numið eða nasað af. Aftur á móti gat einn skipverja, Franciscus Xaviere, gert sig h'tið eitt skiljanlegan. Enga ákvörðun var hægt að kreista út úr kafteini Nitto um björgunarmálin, og voru menn nú í vanda staddir: bændur gátu ekki fætt og klætt þennan fjölmenna hóp, kaupmenn hikuðu við að taka svo örgeðja lið upp á sinn arm án vissu um endurgjald. Mesti vínútflutningur í sögu landsins Kyhn sat ekki auðum höndum, hann er að vinna fýrir eigin reikning. Eskja segir hann hafa verið með 33 menn í 8 sólahringa að bjarga farminum m.a. tæpum 50 tonnum af víni. Það er þarna sem réttað er í málinu og bændur látnir skrifa upp á að „vegna skorts á mannafla, farkosti og geymsluhúsnæði gætu skipverjar ekki komið góssinu í örugga vetrarvörzlu, en lægi það hér á klöppunum, yrði það þjófúm og brimi að bráð eða fordjarfaðist í frostum.” Þetta réttarhald fór fram á uppboðsdaginn og Kyhn keypti. Ekki er nú ljóst hvað hann gaf fýrir slengið en 400 ríkisdalir er hærri talan, 334 rfkis- dalir sú lægri sem Einar Bragi er með og hann reiknar hka út að þegar búið var að koma víninu í verð, hafi Kyhn átt eftir yfir 10.000 ríkisdali. Útrásarvíkingar, pólitík Hér eru líkindi milli strandsins og samtímans skemmtileg. Verslunin sem hafði heyrt kóng- inum til var eins og bankarnir, fólk skuldaði henni. Móðuharðindin í kjölfar ísaára leiddi svo til taps á versluninni, eymd í landinu, það stóð til að einkavæða hana. Það fór h'ka svo að þeir sem næstir henni höfðu staðið fengu hana upp í hendurnar og meðgjöf upp á skattfrelsi til 20 ára ásamt fleiri fríðindum.

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.