Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Síða 90

Frjáls verslun - 01.08.2005, Síða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 300STÆRSTU S ú gagnrýni sem lyfjafyrirtæki hafa sætt vegna markaðsstarfs síns er að mínum dómi oft mjög illa ígrunduð og stundum á villigötum. Gefið er í skyn að við höfum lækna í vasanum og getum til dæmis með boðsferðum nán- ast stýrt því hvaða lyfjum þeir ávísa. Mér finnst með þessu gert lítið úr skynsemi og dómgreind lækna. Mér finnst fráleitt að ætla þetta mönnunum sem við án hiks treystum fyrir lífi okkar sjálfra og barna okkar,“ segir Hreggviður Jónsson, framkvæmda- stjóri Vistor. Samkeppni sífellt harðari Það var um mitt ár 2002 sem Hreggviður keypti Vistor - og að sjálfsögðu fylgdu breytingar því þegar nýr maður tók við stjórn. „Þegar ég kom hingað var fyrirtækið með ýmiss konar snyrti- og neytendavörur. Síðar var mörkuð sú stefna að vera einvörðungu með heil- brigðisvörur. Þar á ég við lyf, lækninga- og heilbrigðisvörur og ýmsar rekstrarvörur fyrir heilbrigðisstofnanir,“ segir Hreggviður og bætir við að sífellt erfiðara sé að koma með ný lyf í sölu. Þá standi aðeins 30% af lyfjum sem fara á markað undir þróunarkostnaði. Þetta hafi leitt af sér harðari markaðssókn og meiri samkeppni. Vistor er með Íslandsumboð fyrir mörg velþekkt erlend lyfjafyrirtæki, eins og Aztra- Zeneca, Pfizer og Novartis. Þessi fyrirtæki keppa sín á milli innan Vistor sem er upp- byggt svipað og fyrirtækja- hótel. Á síðasta ári sömdu lyfjafyrirtækin hér á landi og ríkið sín í millum um að lyfjaverð hér á landi myndi lækka og verða á svipuðu róli og gerist í nágranna- löndum. Í samningnum er meðal annars tekið tillit til gengis krónunnar, sem um þessar mundir er í hæstu hæð um. „Sam kvæmt samningunum lækkaði lyfjaverð um 7% í fyrra og lækkar svo um 2% í ár. Síðan bætist svo við að gengiskarfan sem við kaupum inn samkvæmt þessu hefur á síðustu mánuðum lækkað um 9%. Það verður því seint sagt að lyfjafyrirtækin eigi sök á því að verðlag sé að hækka og verðbólga að aukast,“ segir Hreggviður. „Þetta hefur þýtt að framlegð á íslenska lyfjamarkaðnum hefur dregist saman sem dregur úr áhuga erlendra framleiðenda. Síð- ustu ár hefur verið talsvert um að fyrir- tæki með lyf á lokastigi þróunar stundi hér klínískar rannsóknir í samvinnu við lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss og starfsfólk okkar. Þrátt fyrir smæðina hafa fyrirtækin úti nefnilega sinnt íslenska mark- aðnum mjög vel. Nú finnum við hins vegar að áhuginn fer minnkandi, sem er miður. Ég sé hins vegar ýmis sóknarfæri á markaðnum og í þeim erum við að vinna.“ Að virkja fólk til verkefna Áður en Hregg- viður keypti Vistor og tók þar við stjórn var hann forstjóri Norðurljósa. Hann segir þessi tvö störf um margt ólík, en grunnurinn sé sá sami. „Hvort sem maður stjórnar lyfjafyrirtæki eða sjónvarpsstöð snýst þetta alltaf um sam- starf við fólk og virkja það til verkefna. Um síðir skilar það sér allt í einhverjum tölum. Í þessu starfi sem ég sinni nú er fólk að vinna langt fram fyrir sig í tíma; skráning, markaðs- setning og kynning á nýju lyfi er ferli sem tekur minnst eitt ár. Á fjölmiðli hafa hlutirnir hins vegar allt annan gang. Þar eru ákvarð- anir teknar og hrint strax í framkvæmd. Fyrir stjórnanda er það starf sem ég gegni nú ólíkt og auðveldara, þótt hitt hafi líka haft sína kosti og ákveðinn sjarma.“ VISTOR • HREGGVIÐUR JÓNSSON „Mér finnst með þessu gert lítið úr skynsemi og dómgreind lækna. Mér finnst fráleitt að ætla þetta mönnunum sem við án hiks treystum fyrir lífi okkar sjálfra og barnanna okkar.“ TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON GAGNRÝNIN STUNDUM Á VILLIGÖTUM Samningar við ríkið og gengisþróun draga úr framlegð lyfjafyrirtækjanna. Samkeppnin er hörð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.