Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 140

Frjáls verslun - 01.08.2005, Blaðsíða 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 Í slenski hlutabréfamarkaðurinn er engum líkur. Fyrir nákvæmlega ári, eða í byrjun október í fyrra, hafði úrvals- vísitalan hækkað um 75% frá áramótum og mönnum varð tíðrætt um að markaðurinn væri yfirspenntur. „Ég held að það væri vitleysa að selja ekki við þessar aðstæður,“ mátti heyra á ráðstefnum. Síðan hefur markaðurinn haldið áfram að hækka sem aldrei fyrr og er því spáð að hann hækki um 40% á þessu ári, þegar upp verður staðið. Í sjálfu sér er þetta ekki flókið; úrvalsvísitalan hefur fjórfaldast á þremur árum. Hver hefði trúað því á haustmán- uðum árið 2002 þegar hún rétt slefaði yfir 1.200 stig? Núna er hún rúm 4.500 stig, en var komin upp í nær 4.800 stig fyrir nokkrum vikum. Að venju varð uppi fótur og fit þegar hún byrjaði að falla í nokkra daga og ákveð- innar taugaveiklunar gætti. Hið „frjálsa fall“ var nú ekki meira en svo að vísitalan lagaðist sig að 4.500 stiga markinu. Þessi taugaveiklun var hins vegar nokkuð sér- stök í ljósi þess að línan hefur verið „beint upp“ frá því í ágúst 2003. Viðskiptabankarnir þrír vega langþyngst í úrvalsvísitöl- unni, eða um næstum 67%. Kaupþing banki einn og sér vegur 39% af vísitölunni. Með öðrum orðum; úrvalsvísi- talan fer strax af stað þegar gengi bréfa í Kaupþingi banka hreyfast. Horfur í efnahagsmálum á Íslandi eru almennt taldar góðar þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi rætt um „sýnd- arveruleika“ þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram. Það sem margir óttast er að „alvöruverðbólga“ sé í pípunum, þ.e. það vantar fólk í vinnu og við það hækka launin. Einhver kynni því að segja að vandinn núna væri of mik- ill kaupmáttur. Verðbólgan hefur til þessa að mestu stafað af aukningu á íbúðalánum, þ.e. stórauknu fjárstreymi til íbúðakaupa, og við það hefur verð á fasteignum hækkað. Þá hefur hátt olíu- verð ýtt undir verðbólguna. Erlendir aðilar hafa verið mjög duglegir við að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum að undanförnu vegna þess hve háir nafnvextir eru hér á landi miðað við erlendis. Kaupendur þessara skuldabréfa eru ekki síst ríkir útlendingar. Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf fyrir nær 70 milljarða á skömmum tíma. En það segir sig sjálft að þegar fleiri hafa áhuga á krónunni þá styrkist krónan. Ýmsir spá því að núna reyni mjög á Seðlabankann við að halda verðbólgunni niðri, hækka stýrivexti og reyna þannig að takmarka útlán bankanna. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa hins vegar fengið lánað beint hjá erlendum bönkum til að fjármagna hlutabréfakaup sín erlendis og hérlendis. Segja má að þetta heiti að „tengja framhjá“ og fyrir vikið má spyrja hvort það hafi nokkur áhrif á stórar lántökur fjárfesta erlendis til hlutabréfa- kaupa þótt Seðlabankinn hækki vextina. En hvernig hreyfist hlutabréfamarkaðurinn næstu mán- uðina? Hann er augljóslega mjög þaninn. Þetta var líka sagt fyrir rúmu ári þegar menn ráðlögðu fólki að selja og innleysa eitthvað af hækkuninni. Hlutabréfavísitalan hefur næstum fjórfaldast á þremur árum. Það er tóm geggjun að margra mati. Útrásin ber hækkunina uppi. Úrvalsvísitalan hefur fjór- faldast á þremur árum. Hver hefði trúað því á haust- mánuðum árið 2002 þegar hún rétt slefaði yfir 1.200 stig? TEXTI: JÓN G. HAUKSSON KAUPHÖLLIN Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað upp úr öllu valdi á árinu. Fyrir nákvæmlega ári töldu flestir sérfræðingar hann þaninn til hins ýtrasta og að „líklegast væri best fyrir alla að selja“. 300STÆRSTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.