Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Page 144

Frjáls verslun - 01.08.2005, Page 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 INNFLUTNINGUR MEÐ DHL EITT FYRIRTÆKI EINN GJALDMIÐILL EINN REIKNINGUR EINU ÁHYGGJUEFNINU FÆRRA Kannaðu málið á dhl.is eða í síma 535 1100. Innflutningshraðsendingar DHL auðvelda innflutning Innflutningur hefur venjulega í för með sér fjölmörg símtöl, marga reikninga, fleiri en einn gjaldmiðil og mörg höfuðverkjarköst. En ekki með innflutningshraðsendingum DHL. Allt sem þarf er eitt símtal. Við sjáum um restina, allt frá því að sækja vöruna, þangað til við afhendum hana viðtakanda. Auk þess færðu fullt verð uppgefið fyrirfram. Og aðeins einn reikning í íslenskum krónum. Engu skiptir hvort þú ert að flytja inn þungan farm frá Sjanghæ eða sýnishorn frá San Francisco, þú getur alltaf treyst á DHL. V erðhækkanir á skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands ráðast af rekstr- arárangri félaga og rekstrarhorfum. Afkoma skráðra fyrirtækja hér hefur almennt verið mjög góð og vöxtur þeirra gríðarlegur, fyrst og fremst vegna fjárfest- inga erlendis sem í flestum tilvikum hafa verið vel heppnaðar. Bakgrunnur þessara fjárfestinga er eigið fé og áhættufé sem myndast hefur vegna ýmissa þátta, svo sem einkavæðingar, vel heppnaðra fjárfest- inga erlendis og kvótakerfisins auk uppbygg- ingar lífeyrissjóðakerfisins hér á landi,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands. Horfur um þróun verðs á hlutabréfamark- aði hér á landi eru ásættanlegar, að mati Yngva. Hann bendir á að þrátt fyrir 38% verðhækkun á árinu 2005 séu kennitölur fyr- irtækjanna, þ.e. V/H hlutföll og V/I, ekki óeðli- lega háar, heldur endurspegli góða afkomu skráðra fyrirtækja. „Að líkindum er mest af hækkunum ársins komið fram enda er það mat greiningardeilda að gengi meirihluta félaga sé ívið of hátt. Góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi og erlendar fjárfestingar gætu þó ýtt undir frekari verðhækkun á markað- inum.“ Starfsemi á ólíkum mörkuðum En er staða íslensks efnahagslífs það sterk og hagnaður fyrirtækja það mikill að innistæða sé fyrir hinu háa hlutabréfaverði sem nú er? Aðspurður um þetta segir Yngvi að langstærsti hluti tekna og gjalda skráðra félaga í Kauphöll hafi bakland erlendis, eða um 75% af tekjum og gjöldum þeirra fimmtán félaga sem mynda úrvalsvísitöluna, svo dæmi sé tekið. „Ójafnvægi eða kostnaðarþróun á Íslandi hefur því minni áhrif á hlutabréfamarkaðinn en virðast kann við fyrstu sýn. Félögin í úrvalsvísitölunni, að frátöldum bönkum, eru í margvíslegri starfsemi á ólíkum mörkuðum. Það felur í sér talsverða áhættudreifingu og því ólíklegt að mörg félög lendi á sama tíma í erfiðleikum. Almennur efnahagssamdráttur í heiminum myndi þó hafa áhrif á öll félögin,“ segir Yngvi. Um bankana segir hann að undir- liggjandi arðsemi í rekstri þeirra sé góð þótt horft sé fram hjá áhrifum gengishækkana hlutbréfaeignar þeirra. V/I hlutfall þeirra séu í kringum tveir - ámóta og banka í nágrann- löndum okkar. „Í raun myndi hraður vöxtur innlendra banka réttlæta ívið hærri V/I hlut- föll hér en annars staðar,“ segir Yngvi sem telur erfitt að meta áhrif útrásar á hækkun hlutabréfaverðs hér á landi. Hækkunin er þúsund milljarðar Samtals hafa beinar fjárfestingar íslenskra aðila erlendis numið um 390 milljörðum kr. frá og með árinu 2002 og verðbréfafjárfestingar í erlendu hlutafé hafa numið um 170 millj- örðum kr. á sama tíma. Stór hluti þeirra er vegna fjárfestinga lífeyrissjóða í erlendum hlutabréfum. „Lauslega metið hafa skráð íslensk félög keypt erlend félög fyrir um 330 milljarða kr. á undanförnum árum. Frá árslokum 2001 hefur markaðsvirði skráðra félaga hækkað um tæpa 1000 milljarða kr. Að lágmarki má því ætla að um þriðjungur af hækkun mark- aðsvirðis félaga stafi af erlendum fjárfest- ingum. Hér er litið fram hjá vexti erlendra starfsemi frá því að hún var hafin og sam- legðaráhrifum sem falla til vegna erlendra fjárfestinga, auk þess sem erlend starfsemi kann í mörgum tilvikum að leiða til stærð- arhagkvæmni og vera arðsamari en innlend starfsemi,“ segir Yngvi Örn Kristinsson. „Ólíklegt að mörg félög lendi á sama tíma í erfiðleikum,“ segir Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Lands- banka Íslands. LANSBANKI ÍSLANDS Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, segir fjárfestingar erlendis skýra mikla hækkun á hlutabréfa- verði hér á landi. Bakgrunnurinn er gjörbreytt efnahagslíf á Íslandi. ERLEND STARFSEMI ER ÁHÆTTUDREIFING TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON 300STÆRSTU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.