Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 26
26 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ���������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������������� �������������������������������������������� ������������������ Hómópatía er smáskammtalækningameðferð sem byggist á regl- unni „líkt læknar líkt“. Undirstaða Hómópatíu hefur verið kunn frá því á tímum Hippokratesar gríska heimspekingsins sem var uppi um 450 fyrir Krist og nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar. Á átjándu öld var Hómópatía eins og hún er stunduð í dag end- urvakin fyrir tilstilli þýska læknisins og efnafræðingsins Dr. Samuel Hahnemann (1755-1843). Hómópatía hefur verið stunduð á Íslandi frá því á 19. öld og var séra Magnús Jónsson frá Grenjaðarstað einn af frumkvöðlum hennar hérlendis. Á hvað virkar Hómópatía? Hómópatar meðhöndla manneskjuna á heildrænan hátt og hjálpa henni til að virkja líkamann svo hann geti læknað sig sjálfur. Því til að stoðar eru notaðar mismunandi blandaðar pillur, svo kallaðar Remedíur. Þær eru unnar úr jurta-, dýra- og steinarík- inu. Dæmi um Hómópatíska meðferð * Slys, beinbrot, tognun, mar, höfuðhögg * Magakrampi, svefnleysi, tanntaka * Hegðunarvandamál, ofvirkni * Eyrnabólga, ofnæmi, sýkingar * Fyrirtíðaspenna, hormónavandamál * Meðganga, fæðing, tíðarhvörf * Þunglyndi, kvíði, flughræðsla, ótti, sorg, áföll * Kynferðisleg misnotkun * Vanlíðan Hvað gera Hómópatar? Fyrsta meðferð hjá Hómópata er 60-90 mínútna viðtal við ein- staklinginn þar sem rædd er þau vandamál sem hrjá hann. Flestir einstaklingar hafa einhvern krankleika en Hómópatinn greinir og leiðbeinir einstaklingnum í hans heilsufarsvanda. Hver sjúklingur er meðhöndlaður á sinn hátt og honum hjálpað til að takast á við þau vandamál á vitrænan hátt. Við vitum sjálf hvað okkur er fyrir bestu, við vitum líka sjálf hvað þarf til svo að við séum ánægð og hamingjusöm í lífinu. Eitt er að vita annað framkvæma, þess vegna þarf oft utanaðkom- andi aðstoð til að öðlast betri líkamlega heilsu og andlega líðan. Þar er hómópatinn góði græðarinn. Eru Remedíur öruggar? Remedíur eru með öllu skaðlausar og valda engum aukaverk- unum. Ef tekin er Remedía sem hentar ekki tilteknum ein- kennum er ekkert að óttast. Remedían virkar eins og lykill, sé röngum lykli beitt lýkst skráin ekki upp. Hómópatísk meðferð vinnur vel með annarri heilrænni meðferð sem og hefðbundinni læknismeðferð. Hómópatísk meðferð getur verið vandasamt verk og ætti einungis að vera í höndum faglærðra Hómóapata. Árið 1993 stofnaði The College of Practial Homoeopathy (U.K) Íslandsdeild skólans í þeim tilgangi að svara aukinni eftirspurn eftir námi í Hómópatíu. Námið tekur 4 ár, margir Hómópatar hafa verið útskrifaðir frá skólanum og eru tveir þeirra starfandi í Keflavík, þær eru Guð- rún Eyjólfsdóttir og Ragnhildur Ævarsdóttir. Þær veita allar nánari upplýsingar og taka við tímapöntunum í síma: Ragnhildur 661-7012 raevars@internet.is Guðrún 899-0533 homopaty@simnet.is HVAÐ ER HÓMÓPATÍA?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.