Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 39
39ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR 1 Arsenal-Middlesbro 1 1 2 Derby-Man.Utd. 2 2 3 Liverpool-Reading 1 1 4 Portsmouth-Aston Villa 1X 12 5 Sunderland-Chelsea 2 2 6 West Ham-Chelsea 12 12 7 Ipswich-Charlton 1 1 8 Watford-Stoke 1 1X 9 Bristol City-Plymouth 1 1 10 Coventry-Sheff.Wed. 1 1X 11 Fulham-Everton 12 2 12 Man.City-Tottenham 1X2 1X2 13 Wigan-Bolton 1X 1 Fyrirtækjaleikur barna- og unglingaráðs Keflavíkur Vöruhús FC Makarúha Myllubakkaskóli og SpKef áttust við í fyrirtækjaleiknum í síðustu viku þar sem Myllubakkaskóli hafði sigur úr býtum með 7 réttum gegn 5 frá Sparisjóðnum. Að þessu sinni eigast við FC Makarúha (innkaupadeild Fríhafnar) og svo Vöruhús Fríhafnar og ljóst að hart verður barist í þessum innanhússlag. Jöfn á toppi keppninnar eru Hitaveita Suðurnesja og Hjalti Guðmundsson ehf með 10 stig. SPORTSPJALL Guðmundur Steinarsson Íþrótt: Fótbolti Félag: Keflavík Hjúskapar- staða: Trú- lofaður þangað til í maí, þá verður gengið í það heilaga. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var á fjórða aldursári. Hver var fyrsti þjálfar- inn þinn? Minnir að það hafi verið Gunnar Jónsson skólastjóri í Heiðarskóla, en Gunnar Magnús Jónsson kom líka snemma inn í þetta. Hvað er framundan? Nú það er páskafrí, svo æfingaferð til Tyrklands. Gifting og svo frá- bært sumar í boltanum. Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Bikarúrslit 2006. Hvað er hægt að hugsa sér betra en að vinna KR í úrslita- leik í bikar og vera þess svo heiðurs aðnjótandi að fá að taka við bikarnum sem fyr- irliði Keflavíkur. Svo er líka eini A-landsliðsleikur minn til þessa mjög eftirminnilegur, en hann var gegn Brasilíu, á þeirra heimavelli fyrir framan tæplega 60 þúsund manns. Úr- slitin eru aukaatriði. Uppáhalds: Leikari: Mads Michaelsen og Simun Eiler Samuelsen. B í ó m y n d : S h a w s h a n k Redemption Bók: Ég er hann DIEGO Alþingismaður: Er hægt að eiga sér uppáhalds í þessu? Staður á Íslandi: KR- völlur- inn. Hvað vitum við ekki um þig? Ég hef spilað 2 úrslitaleiki á Íslandsmóti sem markmaður og tapað þeim báðum, fengið samanlagt 8 mörk á mig. Sem sagt ekki góður á milli stang- anna. Æfði reyndar mark í handbolta, kannski ástæðan fyrir því að Keflavík náði aldrei langt þar. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Vel og mikið. Fer eftir þeim fyrirmælum sem að þjálfarinn setur (eða oftast allavega). Hver eru nú þín helstu mark- mið? Slá markametið hans pabba og verða Íslandsmeist- ari með Keflavík. Skemmtileg saga af ferlinum: Það var þegar að Kristján þjálf- ari gifti sig hér um árið. Við strákarnir í liðinu fengum þá hugmynd frá einum góðum, ja... eigum við ekki bara að segja félaga um hvað væri hægt að gefa þjálfaranum í brúðkaupsgjöf. Niðurstaðan var sú að það voru keyptir 2 hamstrar karl og kona. Svo var keypt eitt stykki búr, með húsi og öllu tilheyrandi. Þessu var svo pakkað inn og farið með þetta í brúðkaupið. Þar var þessu komið fyrir ásamt öðrum gjöfum. Þessi gjöf vakti mikla hrifningu hjá börnum þjálfarans, en ekki þeim hjónum. Þetta var samt gjöf sem að ávaxtaði sig fljótt og mikið. Veit ekki hver staðan er á hömstrunum núna, því verður Kristján að svara. Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Það er að hafa gaman af því sem verið er að gera. Og það hefst ekki nema með því að leggja mikið á sig, þá nær maður árangri og þá fyrst verður gaman. Söguleg stund í Sandgerði Andri Már Elvarsson varð í síðustu viku fyrsti hnefaleikamaðurinn á Íslandi til þess að verða útnefndur Íþróttamaður bæjarfélags. Andri var útnefndur Íþróttamaður Sandgerð- isbæjar árið 2007 en hann er nemandi við 7. bekk í Grunnskólanum í Sandgerði og einhver efnilegasti hnefaleikamaður þjóðarinnar. Þá varð Andri yngsti íþróttamaðurinn til þess að hljóta nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Sand- gerðisbæ. Þeir Aron Reynisson frá Knattspyrnudeild Reynis og Magnús Ríkharðsson frá Golfkúbbi Sand- gerðis fengu einnig tilnefningar en Andri hreppti hnossið og tók við verðlaununum í Vörðunni í Sandgerði síðastliðinn föstudag. Þessi efnilegi boxari háði 11 bardaga á síðasta ári og hafði sigur í níu þeirra en allir bardagarnir voru gegn eldri, stærri og þyngri hnefaleikaköppum. Andri æfir hnefaleika með Hnefaleikafélagi Reykjaness og segist ætla að standa sig vel í framhaldinu og halda áfram að vinna bardaga. „Það er mikið um púlæfingar í boxinu og við förum líka oft í hring- inn,“ sagði Andri í samtali við Víkurfréttir en upp- áhalds boxarinn hans er Marco Antonio Barreira. Andri setur markið hátt og ætlar sér í framtíðinni að komast á Ólympíuleikana. Hnefaleikafrömuðurinn Guðjón Vilhelm hafði þetta að segja um einn efnilegasta lærisvein sinn: „Það er undir honum sjálfum komið hvað hann vill gera því hann getur náð mjög langt ef hann heldur rétt á spilunum. Andri hefur mikinn áhuga á íþróttinni og er duglegur að æfa og hikar ekki við að húðskamma eldri strákana þegar þeir kvarta undan púlæfingum. Nú er Andri kominn í góðar hendur hjá Daða Ástþórssyni sem þjálfar keppnishópna hjá félaginu og framtíðin björt hjá þessum strák,“ sagði Guðjón. Á föstudag voru einnig tveir íþróttamenn sem stunda íþróttir utan Sandgerðisbæjar heiðraðir fyrir góðan árangur í íþróttum. Lilja Íris Gunn- arsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með kvennaknattspyrnuliði Keflavíkur en þar er hún fyrirliði og Sigríður Guðrún Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir pílukast. Sigríður Guðrún er núverandi Íslandsmeistari í pílukasti og hefur haldið titlinum síðustu þrjú ár og er langstiga- hæsti kvenmaðurinn á stigalista landsins í pílu- kasti. Venju samkvæmt fer kjörið á Íþróttamanni Sand- gerðisbæjar fram á fæðingardegi Þórðar Magnús- sonar ár hvert en hann var einn af stofnendum Reynis og markaði djúp spor í sögu félagsins. Nemendur við Tónlistarskólann í Sandgerði léku nokkur lög við hátíðina og að verðlaunaafhend- ingu lokinni var gestum boðið til kaffisamsætis. Andri er fyrsti hnefaleikamaður Íslands til þess að vera valinn Íþróttamaður ársins í sínu bæjarfélagi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.