Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 13.03.2008, Blaðsíða 36
36 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 11. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Eignamiðlun Suðurnesja Grindavík Víkurbraut 46 • Sími 426 7711 • grindavik@es.is Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 20 • Sími 421 1700 • es@es.is Sunnubraut 5 eh, Grindavík 53m2 e.h. í tvíbýli. 2 svefnherb. stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Nýbúið að taka eldhúsið í gegn, ný innrétting og tæki. Gaseldavél. Nýbúið að skipta um neysluvatnslagnir. 11.200.000,- Heiðarendi 6, Keflavík Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 2h í fjölbýli. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Góður staður. 27.500.000.- www.es.is Suðurhóp 11 og 13, Grindavík Parhús 160m2 fullbúið að utan en án gólfefna að innan. Húsið er timburhús klætt að utan með báruáli. Bílaplan hellulagt, ruslatunnuskýli komið. Lóð grófjöfnuð. Gólfhiti, lokað kerfi, neysluvatn. Arnarhraun 15, Grindavík 139m2 parhús ásamt bílskúr. 3 rúmgóð svefnher- bergi. Kirsuberjainnréttingar inn í eldhúsi og inn á baði. Ísskápur, frystiskápur og uppþvottavél sem selst með, tækin eru öll úr burstuðu stáli. Hátún 28, Keflavík Mjög falleg, 5 herbergja íbúð á eh í tvíbýli með sérinngangi og 40.6m2 bílskúr. Eldhúsinnrétting nýlega tekin í gegn. Parket og flísar á gólfum. Frábær staður. Grundarvegur 13, Njarðvík Mjög hugguleg, mikið endurnýjuð íbúð á eh í tvíbýlishúsi með sér inngang, auk bílskúrs. Allt nýtt í eldhúsi, nýleg gólfefni, nýtt járn á þaki og fl. Ásabraut 5 eh, Grindavík 86 ferm efrihæð í tvíbýli. Eldhús, 2 svefnherb. sjónvarpshol, súðargeymsla og geymsluloft. Parket er á gólfi. Allar neysluvatnslagnir eru nýjar og skolp. Búið er að taka þessaíbúð mikið í gegn. Ránarvellir 4, Keflavík Mjög gott 140m2 raðhús ásamt bílskúr. Parket á stofu, flísar á eldhúsi. Sólpallur á lóð. Frábær staðsetning. 24.500.000,- Staðarhraun 41, Grindavík 114m2 raðhús ásamt 28,3m2 bílskúr. 3 svefnherb. Stofa og borðstofa. Ris tekið upp. Nýlegt parket og flísar á hluta. Einnig nýlegt neysluvatnslagnir að hluta. Nýlegur pallur með nýjum heitum potti. Háaleiti 1, Keflavík Sérlega hugguleg, 3ja herbergja íbúð á nh. í 6 íbúðahúsi. Góðar innréttingar. Flísar á gólfum. Tilboð Óskast Uppl. á skrifst. 24.500.000.-29.900.000,-12.000.000,- 24.500.000,- 27.000.000,-16.200.000,-23.600.000,- Vesturbraut 8, Grindavík 283,2m2 einbýlishús á þremur hæðum ásamt 58.5m2 bílskúr. 5 svefnherb. 2 stofur, sjónvarsphol, eldhús með sólskála, Stórum palli, sólskála og heitur pottur. Sjón er sögu ríkari. Bjarmaland 10, Sandgerði Mjög rúmgott 163m2 einbýlishús, hvítlökkuð innrétting í eldhúsi, parket á gólfum. Ný loftaklæðning í stofu. Allt nýmálað að innan. Stór sólpallur á lóð. Föstudaginn 14. mars kl. 18.00 verður opnuð sýning í Listasafni Reykjanesbæjar sem ber heitið Ljósmyndin ímyndin portrettið. Á sýning- unni mætast verk Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur og Karls Jóhanns Jónssonar. Það má segja að stefnumót lista- mannanna og verka þeirra sé byggt á því að nálgun þeirra á viðfangsefninu sé ólík þó bæði geri portrett. Bæði eiga það sameiginlegt að nota ljós- myndamiðilinn sem verkfæri í vinnuferlinu þó útkoman sé málverk, grafík eða teikn- ingar. Sigríður sýnir mörg verk, graf- íkverk og málverk af sömu manneskjunni sem er nektar- dansarinn Lísa. Áður hefur Sig- ríður gert fjölskyldumyndir, málað kaupmanninn á horn- inu og alla hans fjölskyldu og málað hópmynd af bifvéla- virkjunum sem á undaförnum árum hafa séð um viðgerðir á bílnum hennar. Á síðasta ári urðu þó kaflaskil en þá sýndi hún í Gerðarsafni portrett af íbúunum á Litla Hrauni. Hún er að færast fjær þeim heimi sem stendur henni næst og er farin að skoða persónur og gera portrett af manneskjum sem lifa í undirheimum. Hún fjölfaldar á sýningunni myndir af sömu manneskjunni sem eykur enn á fjarlægð við sjálfa fyrirmyndina. Á sýningunni fá reyndar nokkrar myndir af eðalkarlmönnum að fylgja með sem koma henni Lísu ekkert við. Karl Jóhann sýnir málverk þar sem hann hefur tek ið fyrir tvær eða fleiri mann- eskjur á sama striga. Karl málar gjarnan það fólk sem er í kringum hann, eig in- konu, börn, vini og sjálfan sig en á myndunum er þetta allt annað fólk, í öðrum hlut- verkum. Hvert verk sýnir ein- hvern atburð eða stemmningu sem Karl spinnur upp og svið- setur, sem virkar þannig að áhorfandinn gæti gleymt sér í að einblína á það sem ekki er sýnt. Í verkum Karls má oft greina beinar og óbeinar vís- anir í listasöguna. Spurningin er svo „hvað ger- ist“ þegar þessi verk eru saman komin? Gæti þetta virkað eins og ættarmót þar sem kannski má sjá einhvern undirliggjandi fjölskyldusvip eða getur þetta jafnvel farið á hinn veginn, þ.e. að allir verði sem ókunn- ugir samankomnir á almenn- ingssvæði..... Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannesdóttir. Sýn ing ar sal ur Lista safns Reykjanesbæjar er í Duus- húsum. Þar er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 og að- gangur er ókeypis. Sýningin stendur til 4. maí. Nánari upplýsingar: Inga Þórey Jóhannesdóttir: 662-8785 Sigríður Melrós Ólafsdóttir: 663-9894 Karl Jóhann Jónsson: 896- 5669 LJÓSMYNDIN ÍMYNDIN PORTRETTIÐ Listasafn Reykjanesbæjar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.