Víkurfréttir - 12.06.2008, Síða 36
36 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík
s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is
Blikabraut 7, Keflavík
Góð 104 fm 4ra herbergja íbúð á 2 hæð
með sérinngangi, 21 fm bílskúr sem fylgir.
Búið að endurnýja eldhúsinnréttingu, alla
glugga, svalahurð og gler, þakjárn á bílskúr.
Getur verið laust fljótlega. Góður staður.
21.000.000,-
Heiðarendi 4, Keflavík
Mjög góð 104m2 nýleg íbúð á 1 hæð með
sérinngangi í átta íbúða húsi á góðum
stað. Allar innréttingar úr eik, flísar og
parket á gólfum. Laus strax.
Uppl.á skrifstofu
Vallarbraut 6, Njarðvík
Mjög góð 3ja herbergja 86m2 íbúð á 1
hæð í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara,
svalir og sérgeymsla. Parket og flísar á
gólfum. Teppi og flísar á sameign. Stutt í
alla þjónustu.
17.500.000,-
Heiðarbraut 5, Keflavík
156m2 2 hæða raðhús ásamt bílskúr.
3 herb. parket og flísar á gólfi, nýjar
neysluvatnslagnir, nýjar úti og innihurðar,
baðherbergi nýtekið í gegn. Eignin er á
mjög góðum stað. Laus fljótlega.
25.300.000,-
Lækjarmót 57-59, Sandgerði
Tvö parhús í byggingu samtals 123m2 að
stærð. Húsin verða seld fullbúin að utan
en tilbúin undir málningu og spörslun að
innan. Lóðin með þökum og plan steypt
með hitalögn. Góð lán áhvílandi.
17.600.000,-
asberg.is
Kirkjuteigur 11, Keflavík
Vel staðsett 143m2 einbýlishús á tveimur
hæðum. Í húsinu eru 4 svefnh. Búið að
endurnýja þakjárn, skolplögn og neyslu-
vatnslagnir. Miðstöðvarlögn lögð í eir.
26.000.000,-
Heiðarbraut 19, Keflavík
Stórt og gott 188m2 einbýlishús ásamt
bílskúr. Í húsinu eru 4 svefnherbergi,
nýjar eikar innihurðir og eikar parket.
Steypt bílaplan með bomanik. Stutt í skóla
og alla þjónustu. Laus fljótlega.
37.000.000,-
Kirkjuvegur 48, Keflavík
Eldra einbýlishús sem stendur á eignalóð
á góðum stað í bænum, eign með mikla
möguleika fyrir verktaka og aðra. Við
húsið eru tveir geymsluskúrar sem fylgja.
Uppl. um verð á skrifstofu.
Í viðtali á vefmiðlinum visir.
is þar sem fjallað er um 33.
fund bæjarstjórnar Sveitar-
félagsins Voga fer oddviti
minnihlutans Inga Sigrún
Atladóttir mikinn og full-
yrðir gegn betri vitund að
meirihlutinn hafi hafnað því
að „búa til nýja lóð fyrir kven-
félagið niðri við höfnina“.
Staðreyndin er hins vegar sú
að sameiginleg umsókn smá-
bátafélagsins og kvenfélagsins
hlaut eftirfarandi afgreiðslu
bæjarstjórnar: „Með vísan
til 5. liðar fundargerðarinnar
leggur meirihlutinn til að bæj-
arstjórn fresti afgreiðslu máls-
ins þar til ítarlegri gögn liggja
fyrir.“ (sjá vogar.is).
Í vinnu okkar í meirihluta E-
listans hefur verið lögð á það
rík áhersla að vanda til allra
verka og ekki síst hvað lýtur
að skipulagsvinnu í sveitarfé-
laginu. Því þykir okkur eðlilegt
að aflað sé frekari gagna um
fyrirætlanir smábátafélagsins
og kvenfélagsins jafnt og ann-
arra félaga eða einstaklinga,
áður en farið er út í vinnu við
breytingu á gildandi skipulagi
með tilheyrandi kostnaði fyrir
íbúa sveitarfélagsins.
Hvað varðar samstarf milli
listanna tveggja hefur það að
okkar mati verið með ágætum
og verðum við að játa, að log-
andi illdeilur í bæjarstjórn
Sveitarfélagsins Voga hafa
farið fram hjá okkur. Vissulega
hefur okkur greint á en allt tal
um að bærinn logi í illdeilum
er ofsögum sagt.
Birgir Örn Ólafsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Hörður Harðarson
Bergur Álfþórsson
bæjarfulltrúar E-listans
Meirihlutinn í Vogum skrifar:
Af hverju segir bæjarfulltrúinn
Inga Sigrún Atladóttir ósatt?
KÆRAR ÞAKKIR fyrir FRÁ-
BÆRA þátttöku í Kvenna-
hlaupinu á laugardaginn!
Markið var sett hátt og 424
hraustar konur í Reykjanesbæ
náðu settu marki. Til ham-
ingju með það!
Það var stórkostlegt að sjá
allan þennan fjölda á laugar-
dagsmorguninn þrátt fyrir
rokið og rigninguna.
Sigga í Perlunni sá um upp-
hitunina, kærar þakkir elsku
Sigga.
Margir starfsmenn fyrirtækja
fjölmenntu og hlupu/löbbuðu
í minni eða stærri hópum.
Mömmur, ömmur, systur,
mæðgur, vinkonur og frænkur
fjölmenntu líka.
Þátttakendur komu blautir og
sælir í mark og voru ánægðir
með framtak sitt:-)
Bói á Kaffi Duus bauð hlaupur-
unum snittur í Sundmiðstöð-
inni á eftir, hjartans þakkir
elsku Bói.
Þeir sem vilja hlaupa/skokka
í sumar, geta mætt kl. 17.30
á mánudögum og miðviku-
dögum, á laugardögum kl.
10 og sunnudögum kl. 11 á
íþróttavellinum.
Á mánudögum er hlaupið upp
hjá Reykjaneshöllinni, framhjá
Kasko og áfram í gegnum Eyja-
byggðina og Garðahverfið.
Á miðvikudögum er hlaupið
niður Faxabraut, að Lífsstíl,
meðfram sjónum, upp Vestur-
götuna og endað á íþróttavell-
inum. Um helgar er hlaupið
inn í Njarðvík, að ÓB og til
baka eru 5 km, að TOYOTA
og til baka eru 7 km og að leik-
skólanum Akri, niður að sjó,
að Stekkjarkoti og til baka eru
rúmir 10 km.
Skokknámskeiðið vinsæla
byrjar síðan aftur 18. ágúst.
Með hlaupakveðju,
Guðbjörg Jónsdóttir,
verkefnisstjóri Sjóvá
Kvennahlaups ÍSÍ í
Reykjanesbæ 2008
Frá kvennahlaupinu um helgina. VF-mynd: elg
METÞÁTTTAKA
í Kvennahlaupinu
í Reykjanesbæ
Ólafur Þór Ólafsson hefur verið
ráðinn í nýtt starf frístunda- og
menningarfulltrúa Sveitarfé-
lagsins Voga. Hann var valinn
úr hópi átta umsækjenda um
starfið.
Ólafur er stjórnmálafræðingur að mennt,
með framhaldsmenntun í stjórnsýslu-
fræðum, og hefur mikla reynslu af íþrótta-
og tómstundarmálum auk viðamikillar þekk-
ingar á málefnum sveitarfélaga. Hann var
íþrótta- og tómstundafulltrúi í Sandgerði
í 8 ár og forstöðumaður félagsmiðstöðvar
í Hafnarfirði í 4 ár. Auk þess hefur hann
sinnt ýmsum félagsstörfum, m.a. gegnt for-
mennsku í Samfés og Íþróttafélaginu Reyni
í Sandgerði.
Vogar:
Ólafur Þór Ólafsson frístunda-
og menningarfulltrúi