Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 22
22 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR GARÐUR Sálin hans Jóns míns slær upp jólabal l i í Of f icera- klúbbnum laugardagskvöldið 2 7 . d e s e m b e r. Þ a ð m á segja að hálfgerð hefð sé fyrir því að Sálin leiki á Suðurnesjunum á milli jóla og nýars, en oftast hafa þau gigg verið í Stapanum. En nú þegar það sögufræga hús er í endurbyggingu þá liggur leiðin á „Völlinn“, í annað sögufrægt hús. Í sumar tróð Sálin einmitt upp í „Offanum“ við góðar undirtektir, enda er sá klúbbur vel til slíkra skemmtana fallinn. Giggið verður tileinkað minningu R ú n a r s Jú l í u s s o n a r, e n svo vill til að forsöngvari Sálarinnar hlaut eldskírn sína í hljóðveri á Skólaveginum hjá Rúnari haustið 1986, hvar Sniglabandið tók upp sína fyrstu skífu. Sálverjar ætla að heiðra minningu Rúnars með því að flytja nokkur lög sem hann hljóðritaði á sínum ferli. Hin síðari ár er mjög sjaldgæft að Sálverjar flytji tökulög og er meiningin m.a. að flytja lagið Vilji Sveins eftir Rúnar, en það lag flutti Sálin annað slagið á þeim tíma er lagasafn bandsins var ekki orðið jafn stórt og nú er. Þess fyrir utan leika Sálverjar öll sín helstu lög, en þversnið þekktustu laga bandsins frá upphafi kom nýlega út á safnplötunni „Hér er draumurinn“, sem hlotið hefur prýðilegar móttökur. Ólíklegt er að Sálin troði aftur upp á Suðurnesjum á næstu misserum og því ættu Sálar- og dansþyrstir ekki að láta þetta gigg fram hjá sér fara. Forsala miða er í Gallerí Keflavík. Húsið opnar kl. 23. Sálarball í Officera-klúbbnum Jólalukkan... eigum við að ræða það eitthvað?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.