Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 36
36 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Stefán var í árlegum veiðitúr með félögum sínum en þeir hafa farið í Stóru Laxá undan- farin tuttugu ár. Með honum voru sjö veiðifélagar en veitt er á fjórar stangir á svæði 4 en þar þykir undur fagurt en að sama skapi magnað og ekki hættulaust. „Umhverfið þarna er stórbrotið og það þarf að umgangast það með virðingu. Ég var ótrúlega heppinn að slasast ekki meira. Í raun að lifa þetta af,“ segir Stefán þegar hann rifjar upp atburði þessa örlagaríka föstudagsmorguns 12. september. Veður var fallegt og stillt og Stefán og Róbert Fisher, veiðifélagi hans á stönginni hlökkuðu til að eiga við Hólmasvæðið sem er þriðja efsta veiðisvæðið á þessu fjórða svæði Stóru Laxár sem er frægt fyrir marga stóra laxa í gegnum tíðina. Stefán veiddi tvo tuttugu punda laxa og einn fimmtán punda í ánni, fyrir rúmum áratug síðan og hann hampaði einum þeirra á flottri ljósmynd með viðtali í Víkurfréttum. Fleiri skemmtilegar veiðisögur eru til af Suðurnesjamönnum úr ánni eins og t.d. þegar Gísli Guðfinnsson veiddi 26 punda ferlíki um árið. Síðasti túrinn Fyrstu tvo dagana hafði verið fjölskyldusönginn á meðan hann beið eftir björgun RÓAÐIST VIÐ AÐ RAULA „Þetta gerðist mjög hratt þannig að ég gat ekki hugsað mikið á leiðinni niður en veit þó að ég reyndi að hlífa höfðinu. Man líka að ég hugsaði hvers lags vesen þetta væri á mér að lenda í þessu,“ sagði Stefán Einarsson, byggingaverktaki og stangveiðimaður úr Keflavík en hann varð fyrir því óhappi að detta 8-9 metra niður af klettabrún þegar hann var við veiðar í Stóru Laxá í Hreppum 12. sept. sl. Páll Ketilsson hitti Stefán og hlustaði á sögu hans, fyrst nokkrum dögum eftir óhappið á sjúkrahúsi í Reykjavík og síðan aftur í byrjun desember. Stefán Einarsson, stangveiðimaður féll niður 8 til 9 metra af klettabrún niður í gil í Stóru Laxá í Hreppum en þar hefur hann veitt lax í tuttugu ár: lítil veiði og veiðifélagarn- ir sem flestir eru orðnir „rosknir“ karlmenn á miðjum aldri og jafnvel þar fyrir ofan, sammæltust um það á kvöldvöku hópsins, kvöldið áður en atburðurinn átti sér stað, að þetta yrði síðasta ár hópsins á þessum stað í ánni. „Við erum flestir komnir af léttasta skeiði og sumir, eins og ég, ekki í léttvigt, heldur í þyngri kantinum,“ segir Stefán og hlær en bætir svo íbygginn við: „Einhverjir höfðu runnið lítillega til hér og þar og við vorum sammála um að nú væri kominn tími til að kveðja okkar skemmtilegu og fallegu á sem við höfum veitt svo lengi í“. „Þú hefur nú allur frískast í andlitinu. Það var ekki sjón að sjá þig þegar þeir komu með þig hingað á spítalann,“ sagði Eydís Eyjólfsdóttir, eiginkona Stefáns en ritstjóri VF hitti þau á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi nokkrum dögum eftir óhappið. Stefán slasaðist mikið í fallinu. Hægri fóturinn brotnaði og svo brotnaði Stefán einnig við olnboga á vinstri hönd. Þá fór hann úr axlarlið, skarst mikið á hægri hönd, auk þess að brotna þar líka og var bólginn og lemstraður víðar á líkamanum. Stefán segir að það hafi verið sérkennileg upplifun að vera vakandi í aðgerðinni sem hann fór í vegna fótbrotsins kvöldið sem hann kom á sjúkrahúsið en hann fékk mænudeyfingu þannig að hann gat fylgst með að einhverju leyti. „Læknar og hjúkrunarfólk stóð sig frábærlega í öllu þessu ferli, allt frá því ég kom inn á sjúkrahúsið, í aðgerðinni og eftir hana. Mér fannst reyndar skrítið að sjá hægri löppina beint upp í loftið í aðgerð- inni,“ segir hann og hlær. Eftir sjúkrahúsvistina í Reykjavík í eina viku var Stefán fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og þar var hann í tvær vikur. Stefán segir að þar hafi hann fengið frábærar móttökur og umönnun og bætir því við hversu mikilvægt það sé að hlúa að þessari stofnun okkar Suðurnesjamanna í ljósi umræðunnar nýlega um niðurskurð. Hvað hefur komið fyrir þig Stebbi? En að föstudagsmorgninum örlagaríka 12. september. Stefán og Róbert héldu á veiðistaðinn árla morguns í blíðskaparveðri. Stefán segir að hann hafi sagt félaga sínum að hefja veiðar en hann hafi átt eftir að græja sig til en hafi síðan gengið sömu leið og Róbert. Á Hólmasvæðinu þarf að fara yfir göngubrú úr timbri til að komast yfir ána og veiða. Konráð læknir skoðar meiðsl Stefáns í gilinu. T.v. er Róbert Fisher t.h. er bóndinn Björgvin Þór. Stefán dreginn á börum yfir hengibrúna í Stóru Laxá.Ljósmyndir frá slysstað/Sævar Reynisson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.