Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 46

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 46
46 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 51. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Haraldsdóttir Ásgarði 8 Reykjanesbæ, lést á heimili sínu þann 12. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 19. desember og hefst athöfnin kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameins- félag Íslands. Guðmundur Ómar Sighvatsson Haraldur Freyr Guðmundsson, Freyja Sigurðardóttir Bryndís Guðmundsdóttir Íris Guðmundsdóttir og barnabörn Um eða yfir eitt þúsund manns voru við útför Rún- ars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju sl. föstu- dag. Hvert sæti var skipað í kirkjuknni og í safnaðarheim- ilinu og nokkur hundruð manns voru í DUUShúsum en þangað var útförinni sjón- varpað sem og í Fríkirkjuna í Reykjavík. Séra Skúli Ólafsson, sóknar- prestur jarðsöng og sagði í minningarorðum sínum að það væri afar sjaldgæft að ein- staklingar væru jafn mörgum kostum gæddir eins og Rúnar Júlíusson. Margir tónlistar- menn og vinir Rúnars fluttu tónlistaratriði í kirkjunni en athöfnin hófst með söng Páls Óskars Hjálmtýssonar sem flutti lag Rúnars, Syngjum um lífið. Jóhann Helgason flutti lagið Keflavíkurnætur, Magnús Kjartansson söng lagið Þakklæti (To be greatful) með Karlakór Keflavíkur og þá fluttu synir hans, Baldur og Júlíus lagið Það þarf fólk eins og þig eftir föður sinn. Hjálm- arnir Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson sungu saman lagið Leiðin okkar allra. Bubbi Morthens söng að lokum lagið Kveðja. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur út- förina, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra ásamt nokkrum þing- mönnum. Líkmenn voru þeir Gunnar Þórðarson, Tryggvi Hubner, Gústaf Gústafsson, Hermann Gunnarsson, Bjartmar Guð- laugsson, Þorsteinn Eggerts- son, Gylfi Ægisson og Magnús Torfason. Yngri leikmenn knattspyrnudeildar Keflavíkur stóðu heiðursvörð þegar kista Rúnars var borin út. Það lifnar yfir Sjónvarpi Víkurfrétta um jólin. Víkur- fréttir senda út sjónvarpsdag- skrá á kapalkerfinu í Reykja- nesbæ og ýmsir dagskrárliðir eru í vinnslu þessa dagana sem verða settir á dagskrá um jólin. Má þar nefna við- talsþætti, mannlífsefni og svo nýjan matreiðsluþátt. Í matreiðsluþættinum ætlar Axel Jónsson veitingamaður að ofnsteikja hangiframpart frá Norðlenska og sýnir áhorf- endum hvernig búinn er til góður gljái á frampartinn. Einnig hvernig gera á steikt rauðkál, himneska rjómalag- aða sveppasósu, eplasalat og brúnaðar kartöflur. Axel mælir með þessum rétti á þrett- ándanum en allar uppskriftir verður hægt að nálgast á vf.is um jólin, auk þess sem mat- reiðsluþátturinn verður settur inn á Vefsjónvarp Víkurfrétta. Fjölmenn útför Rúnars Júlíussonar Matreiðsla í Sjónvarpi Víkurfrétta: Ofnsteiktur hangiframpartur að hætti Axels Jónssonar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.