Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 18.12.2008, Blaðsíða 37
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. DESEMBER 2008 37STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Stefán segir að félagar hans hafi komið með tvo fína laxa við lok veiði kvöldið áður af Hólmasvæðinu og því hafi þeir verið spenntir að veiða þar eftir nokkuð fiskleysi. Róbert hóf veiðar á veiði- staðnum Klauf um 200 metra frá brúnni. Stefán fór að skima eftir fiski, lagði frá sér veiðistöngina og töskuna og gekk upp á bergstapa sem er mosavaxinn að ofan og fram yfir klettabrúnina. Það er algengt að veiðimenn kíki eftir laxi á þessum stað. Allt í einu skrikar honum fótur og hann fellur fram af brúninni niður eina fimm metra, lendir þar á annarri klettasyllu og af henni áfram niður í klettavaxið gljúfrið, nokkra metra til viðbótar. „Skrifaði“ ferð sína niður hlíðina með mosanum. „Þetta gerðist mjög hratt og ég bar fyrir mig höndunum. Ég kútveltist niður og man ekki mikið á leiðinni hvernig þetta gerðist. Man þó að ég hugsaði fyrst og fremst um að reyna að hlífa höfðinu. Þegar ég lá á bakinu eftir fallið niður reyndi ég fyrst að færa hægri fótinn en það gerðist ekki neitt. Það eina sem mér datt þá í hug þegar ég gerði mér grein fyrir að þetta var nokkuð alvarlegt, var að öskra eins og ljón og vona að Róbert heyrði í mér. Hann gerði það og var vægast sagt dauðskelkaður þegar hann sá mig. „Hvað kom fyrir þig Stebbi minn?“ sagði hann við mig. „Ég hrundi niður eins og bjáni. Mér finnst eins og ég hafi lent undir vörubíl, sagði ég og bað hann í dauðans ofboði að ná í hjálp. Það væri ljóst að það þyrfti meira til en einfalda fyrstu hjálp.“ Lykilatriði Stefáns Róbert beið ekki boðanna heldur fór á jeppabifreið Stefáns en hann hafði í upp- hafi veiðitúrsins sagt Róberti frá lykilatriði sínu þegar hann færi að veiða, en það væri að geyma alltaf bíllykilinn ofan á framdekkinu. Það væri gott öryggisatriði ef eitthvað kæmi fyrir. Róbert náði í bóndann á næsta bæ, Björgvin Þór Harðarson, sem svo vel vildi til að er formaður björgun- arsveitarinnar Sigurgeirs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og einnig í Konráð Lúðvíks- son, lækni og veiðifélaga Stefáns til tuttugu ára. Konráð var við veiðar á öðrum stað með Sævari Reynissyni, einum sjömenninganna. Bóndinn og kona hans, Petrína Þórunn Jónsdóttir, Konráð, Sævar og fleiri aðilar voru komnir til Stefáns eftir um fjörutíu mínútur og hófu björgun- araðgerðir. Þær voru ekki einfaldar. Konráð byrjaði þó á því að líta á félaga sinn, klippti af honum vöðlurnar og föt, til að athuga með líðan hans og hvort það væru nokkur innvortis meiðsl. Konráð sagði að hann væri brotinn en ekki í lífshættu og segir Stefán að hann hafi nú spurt félaga sinn hvort hann hafi nauðsynlega þurft að klippa vöðlurnar í ræmur. Hringt hafði verið í neyðar- línuna og þyrla kom skömmu síðar. Þangað til þurfti að koma Stefáni yfir brúna á þar til gerðum börum og þar þurfti að beita mikilli lagni við mjög erfiðar aðstæður. Var Stefán dreginn á börunum með spotta yfir brúna því ekki var þorandi að margir færu yfir hana í einu og skreið kona bóndans á eftir og stýrði börunum yfir hengibrúna. Síðan var hann borinn frá brúnni að þyrlunni og Stefán segir að verulega hafi reynt á burðarmenn enda sjúkling- urinn fullvaxinn eins og sagt er og á brattann að sækja. Björgunarsveitarmenn komu svo til aðstoðar og báru Stefán síðasta spölinn inn í þyrlu sem flaug með hann á sjúkrahús til Reykjavíkur á innan við 20 mínútum. Hatturinn góði Þegar Róbert veiðifélagi Stefáns kom að honum, rétti hann honum húfuna sína sem hann hafði bleytt í ánni, til að kæla félaga sinn eftir fallið og eins til að halda honum vakandi. Veiðihattur Stefáns hafði hins vegar fokið út í veður og vind við fallið, en veiðigleraugun voru enn á honum, alblóðug, en ekki var svo mikið sem sandkorn í augum, þannig að þau veittu góða vörn. Veiðihattinn hafði Stefán fengið að gjöf frá föður sínum heitnum, Einari Þór Arasyni og hélt mikið upp á hann enda veitt með hann á hausnum í mörg ár. Þegar kona frá lögreglunni á Sel- fossi hringdi í Stefán til að fá skýrslu um atburðinn spurði hún hvort hann hafi tapað einhverju. Stefán jánkaði því og sagðist sakna veiðihattarins góða. Konan sagðist hafa góða frétt að færa, því hatturinn hefði fundist og biði hans á hillu á lögreglustöðinni á Selfossi. „Ég sagði við konuna að ég myndi koma við fyrsta tækifæri og færa henni kleinur með kaffinu. Þetta voru góðar fréttir“, segir Stefán og brosir. Fjölskyldusöngurinn sunginn Þegar liðið er á spjall okkar á sjúkrahúsinu segist Stefán vilja segja blaðamanni og Eydísi konu sinni lítið leyndarmál frá atburðinum. Eiginkonan og blaðamaður VF sperrtu eyrun. Stefán segir svo frá: „Ég gerði mér grein fyrir því, þegar Róbert fór til að ná í hjálp „Hvað kom fyrir þig Stebbi minn?“ sagði hann við mig. „Ég hrundi niður eins og bjáni. Mér finnst eins og ég hafi lent undir vörubíl...“ Hlýhugur og stuðningur En hvernig reynsla er þetta fyrir frískan mann að lenda í svona atviki og vera kippt út úr hringiðunni, en Stefán rekur með Ara bróður sínum sam- nefnt trésmíðaverkstæði. „Maður forgangsraðar öðruvísi eftir svona atburð og metur hlutina á annan veg. Það er ekki alltaf sléttur sjór. Maður verður að muna að njóta augnabliksins og líðandi stundar. Það er ómetan- legt að eiga góða að, konu og börn. Það hefur mikið hvílt á þeirra herðum. Ég vil fá að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem komu að björguninni og ómældar góðar kveðjur og heimsóknir frá vinum og ættingjum. Eins skilninginn sem konan mín hefur fengið á sínum góða vinnustað, en hún vinnur í Sparisjóðnum í Keflavík og hefur fengið það svigrúm sem á hefur þurft að halda, við að koma mér á milli lækna. Það er ómetanlegt að finna hlýhug samborgaranna og finna stuðninginn á erfiðum tímum,“ sagði Stefán og vildi koma bestu óskum um gleði- leg jól til Suðurnesjamanna. að ég myndi þurfa að liggja í nokkra stund við ánna án þess að geta hreyft hvorki legg né lið. Ég leit í kringum mig og horfði á þessa miklu fegurð milli kletta og ekki minnkuðu áhrif hennar í blíðviðrinu og við árniðinn. Og hvað haldiði að ég hafi gert? Ég fór að syngja lagið sem ég hef sungið oft með og fyrir börnin mín og við fjölskyldan syngjum á ferðalögum. - „Inn milli fjall- anna, hér á ég heima“... Stefán raulaði þetta og sagði það hafa óneitanlega átt vel við á þessum stað og haft róandi áhrif á sig. Blaðamanni var litið á Eydísi og sá tár á hvarmi. Hún hafði ákveðið að sitja með okkur í spjallinu því hún hafði ekki enn (á fjórða degi frá óhapp- inu) fengið nákvæma lýsingu á atburðum, því Stefán hafði verið sárþjáður og í alls kyns rannsóknum fyrstu dagana. Hún sagði svo: „Við skulum ekki hafa þetta neitt leynd- armál Stebbi minn. Það má alveg segja frá þessu“. Nú eru liðnir þrír mánuðir frá atvikinu sem á aldrei eftir að fara úr huga Stefáns og fjöl- skyldu hans. Jólin að koma en hvernig líður karlinum núna? Hann segir að endurhæfing sé hafin af fullum krafti. Í síðustu viku kom í ljós að taugar eru skaddaðar í hægri hendi og þurfti Stefán að fara í þó nokkuð mikla aðgerð hjá handarsérfræðingi í byrjun vikunnar. Hann gengur enn- þá með hækjur og er með spelkur á hægri fæti en vonast til að losna við hjálpartækin fljótlega á nýju ári. Það var ekki hægt annað en að spyrja Stefán hvernig það sé að vera í veikindaleyfi þegar kreppa skall á. „Fyrstu viðbrögð við krepp- unni voru áhyggjur af öllu umhverfinu, rekstri fyrirtækis- ins og hvað væri framundan. Svo er þetta búið að vera hálf- gerður rússíbani í þjóðfélaginu fram á þennan dag. Ég hef þó mikla trú á minni þjóð. Við eigum eftir að rífa okkur upp úr þessari lægð. Við höfum örugglega séð það svartara áður. Með samstilltu átaki og góðum stjórnmálamönn- um vinnum við okkur út úr þessu.“ Stefán og Eydís með þremur börnum sínum, Tómasi Elí, Guðrúnu Mjöll og Lovísu Írisi. Fjarverandi voru stóru synirnir, Einar Þór og Andri Freyr. Kominn upp úr gilinu, á leið í þyrluna. Björgunarsveitarmenn horfa niður í gilið frá þeim stað sem Stefán datt niður.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.