Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Fór á ball um helgina og skemmti mér konunglega. Hitti fullt af skemmti- legu fólki og átti nokkur svona öskur-faðmlög (þar sem maður öskrar fyrst og faðmar svo). Ég var líka ákveðin í að skemmta mér vel enda langt síðan ég hef fengið almennilega útrás á dansgólfinu. En eitt er alveg á hreinu og það er að maður mætir ekki eins og hertur handavinnupoki á svona ball - allavega ekki nema einu sinni! Það var fyrir nokkrum árum sem ég ákvað að drífa mig á ball á Hótel Íslandi - Hollywood ball - en vísunin er í skemmtistaðinn vinsæla sem ég sótti mikið á sínum tíma. Það var mikil stemning fyrir ballinu, svo mikil að fólk auglýsti eftir miðum í útvarpi og á netinu. Manstu hver ég var hefur líklega sjaldan átt jafn vel við og gamlir Hollytöffarar og píur streymdu í Ármúlann með von um að hitta gamla félaga og rifja upp skemmtilega tíma. Það verður að viðurkennast að fyrir ballið var ég að velta fyrir mér hvernig þetta yrði. Hvernig litu gömlu töffararnir út í dag? Væru þeir nánast óbreyttir, eins og við vinkonurnar, eða sátu þeir uppi með velmegunarbumbu og þunnhærðan skallann. Myndum við yfirleitt þekkja þá eða yrði þetta samansafn af óþekkjanlegum miðaldra mönnum! Ég deildi þessu öllu með vinkonum mín en átti svo sannarlega eftir að fá þessar hugleiðingar mínar hressilega í bakið. Við vinkonurnar löbbuðum nokkra hringi um staðinn á milli þess sem við tókum sveiflur á dansgólfinu. Í einum slíkum hring vatt sér að mér ungur maður – já á mínum aldri gerði ég ráð fyrir. Hann spurði mig hvort ég hefði stundað Holly hér í gamla daga og ég játaði því. Hann sagðist aldrei hafa komið þar inn því hann hefði verið smábarn þegar staðurinn var sem vinsælastur. Þetta kom mér verulega á óvart – hefði getað svarið að ,,barnið“ var á mínum aldri. Hann leit síðan af mér og yfir á vinkonuhópinn minn. Vatt sér síðan aftur að mér og benti á eina vinkonu mína (sem er ári eldri en ég) og spyr mig ,,er þetta dóttir þín“. Ég bjóst við að hann væri að gera tilraun til að vera fyndin og jafnvel að reyna að pirra mig svo ég leit djúpt í augu hans og sagði „já, ég ákvað að leyfa henni að koma með“. Þá segir minn maður: ,,ég verð að segja þér það að þú lítur ótrúlega vel út miðað við aldur“. Þarna var mér ljóst að hann var ekki að grínast. Ég spurði hann hvort hann héldi virkilega að ég væri móðir hennar (þarna lang- aði mig mest til að sparka í sköflunginn á honum). Það var á þessu augnabliki sem hann áttaði sig á mistökunum og gerði heiðarlega tilraun til að biðjast afsökunar - ca 20 heiðarlegar tilraunir. En skaðinn var skeður og ég kvaddi hann með ísköldu augnaráði og sagði ,,passaðu útivistartímann vinur“. Eftir þetta varð ég rosalega upptekin af klæðaburði mínum og útliti þetta kvöld. Gat ég ekki reynt að vera aðeins meiri skutla, þessi grái hnésíði kjóll var vissulega þægilegur en minnti frekar á eitthvað sem nunnurnar í Hafnarfirði klæðast.... og af hverju hafði ég ekki farið í push up brjóstarhaldara .....og hvers vegna hlustaði ég ekki á Kalla Berndsen og tróð mér í shock up sokkabuxur þó þær þrengdu óþægilega að öllu helstu líffærum í kviðarholinu. Hvernig datt mér í hug að vera í nánast flatbotna ömmu-skóm! Mér fannst ég á svipstundu líta út eins og Mary Poppins með börnin mín út á lífinu. En þessu var ekki lokið. Ég fór í fatahengið klukkan tvö því ég áttaði mig á að komið var yfir svefntíma hjá „gömlu“ konunni. Þar sem ég tróðst áfram í endalausri biðröð finn ég hvar tekið er um axlir mínar - eða stuðst við þær öllu heldur. Ég sný mér við og við hlið mér stendur fullorðin kona (já töluvert eldri en ég) og ég hugsaði ,,sú er góð að halda þetta út svona lengi“. Sú hafði orð á því hversu mikið af ungu fólki hafi verið þarna um kvöldið sem hafi aldrei í Holly komið og svo bætti hún við (á innsoginu) ,,en auðvitað var líka fullt af fólki á okkar aldri“! Þetta var mátulegt á mig miðað við hugleiðingar mínar fyrr um kvöldið. En það sem skiptir kannski mestu máli er að ég geri mér grein fyrir því að fegurðin hefur minnst með upphífingar og kúlurass að gera en því meira um eigin líðan og virðingu fyrir sjálfum sér. Ef ég mæti á ball eða aðrar samkomur eins og hertur handavinnupoki með allt á hornum mér, þá skiptir ekki máli þó ég líti út eins og milljón dollara módel. Ég get geislað í gráum kjól og flatbotna skóm á sama tíma og ég get sent frá mér eiturefnaúrgang í flotta djammdressinu og öllu aukahlutunum hans Kalla Berndsen. Eitthvað hefur mér ekki liðið nógu vel með sjálfa mig þetta kvöld og þá er auðveldara að reyna að slökkva ljós annarra í stað þess að einbeita sér að því að kveikja á eigin ljósi. Þannig að ef ég er ekki sú manneskja sem mig mundi langa til að hitta þá er það annað hvort að gera eitthvað í því eða halda sér heima við og menga þannig sem minnst. Að lokum: „Fyrirgefið mér strákar mínir, þetta kemur ekki fyrir aftur“. Herti handavinnupokinn verður skilinn eftir heima héðan í frá. Þangað til næst - gangið þér vel! Anna Lóa Hertur handavinnupoki! Opinn dagur í Kirkjugörðum Keflavíkur Miðvikudaginn 16. maí kl. 18:00 - 20:00. Kirkjugarðurinn við Aðalgötu og Hólmsbergsgarður. Gott tækifæri fyrir aðstandendur að snyrta leiði eir veturinn og ræða við starfsfólk garðanna. Boðið upp á ka og kleinur. Kirkjugarðanefnd. Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000 ATVINNA Allt hreint óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu flugvéla Viðkomandi þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera með hreint sakavottorð Áhugasamir sendi umsókn með persónuup- plýsingum og ferilskrá á halldor@allthreint.is, merkt: flugvélaræsting Í kvöld, mmtudaginn 10. maí verður aðalfundur Leikfélags Keavíkur haldinn í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundastörf Önnur mál. Heitt á könnunni. Stjórn LK. AÐALFUNDUR LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR GLÆSILEG ÍBÚÐ VIÐ FAXABRAUT TIL SÖLU Snyrtileg, björt og mikið endurgerð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Íbúðin er 80,4m2 og bílskúr 36,5m2, samtals 117m2. Á eigninni hvílir hagstætt lán frá Íbúða- lánasjóð á 4,15 % vöxtum. Verð: 17.000.000,- Nánari upplýsingar veitir Sibba, sölu- fulltrúi hjá fasteignasölunni Miðlun í síma 864-0054 Opinn dagur í kirkjugörðum Keflavíkur Fáir garðar hafa jafn mikil til-finningalegt gildi og kirkju- garðar. Þá sækjum við til þess að votta látnum aðstandendum og samferðafólki virðingu okkar og kveðju, einkum á stórum tíma- mótum. Miklu varðar að fallegt sé um að litast í þessum görðum. Þá er mikil- vægt að þau sem garðana sækja geti rætt við starfsfólk og stjórnar- menn garðanna og látið í té óskir og upplýsingar um það sem betur má fara. Miðvikudaginn 16.maí kl. 18.00 - 20.00 verður opinn dagur í kirkjugörðunum tveimur í Kefla- vík. Þá gefst fólki kostur á að hitta starfsmenn garðanna og þau sem sitja í stjórnum þeirra. Fólk er hvatt til þess að taka með sér garðáhöld og leggja sitt af mörkum við að gera garðana fallegri. Opni dagurinn er fyrst og fremst hugsaður til þess að efla þessi tengsl og stuðla að því að fegra þessa garða okkar. Allar nán- ari upplýsingar veita starfsmenn garðsins. Kirkjugarðanefnd. Ert þú hönnuður? Hönnun og handverk kynnt í Eldey Eldey þróunarsetur og SKASS, samtök kraftmikilla, alvöru, skapandi Suðurnesjakvenna bjóða til hittings fimmtudaginn 31. maí þar sem kynnt verður hönnun og handverk á Suðurnesjum. Verið er að leita eftir þátttakendum bæði í tískusýningu og eins hönn- uðum sem vilja sýna verk sín í Eldey þróunarsetri. Áhugasamir geta óskað eftir þátt- töku á netfangið eldey@heklan.is og mun valnefnd velja verk úr til sýningar. Örnámskeið í Eldey Þarft þú að markaðssetja nýja vöru eða þjónustu? Nú er komið að námskeiði um sölu og markaðsmál í Eldey þróunarsetri en þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00 – 16:00 mun Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fjalla um þau grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við markaðssetningu á nýrri vöru og þjónustu. Fjallað verður um markaðshlutun, markhópagrein- ingu, sérstöðu vöru og þjónustu, mikilvægi ímyndar, kynningar- starf, almannatengsl og virkjun tengslanetsins. vf.is Næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí. Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn 14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósthólfið er gunnar@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.