Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
BYRJENDANÁMSKEIÐ
Í GOLFI Á HÓLMSVELLI LEIRU
NÁMSKEIÐIN VERÐA Á ÞRIÐJUDÖGUM OG FIMMTUDÖGUM Í
SUMAR OG ER HVERT NÁMSKEIÐ FJÖGUR SKIPTI,
90 MÍNÚTUR Í SENN.
PGA kennarar:
Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Magnússon
BYRJENDANÁMSKEIÐ 1
17. - 29. maí,
kl. 18:00 - 19:30.
BYRJENDANÁMSKEIÐ 2
17. - 29. maí,
kl. 20:00 - 21:30.
Skráning er á erlagolf@gmail.com
VERÐ KR. 12.000,-
MARKMIÐ:
Pútt, vipp, sveifla, spil , helstu golf- og siðareglur
FORVAL
Grindavíkurbær óskar eftir verktökum til að taka þátt í lokuðu útboði á gerð göngustígs frá
Nesvegi í Grindavík og að Selskógi. Áætlað er að verk geti hafist 1. Júní 2012 og er áætlaður
verktími 1 mánuður.
Forvalsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu SÁ ehf, Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ,
sími 421-5105 frá og með föstudeginum 11. maí 2012.
Gögnum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 18. maí 2012 fyrir kl. 12.00.
Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is
VEITINGASALAN Í LEIRU
ER OPIN ALLA DAGA
KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR,
SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI.
OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD
FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
›› Njarðvíkurskóli fagnar 70 ára afmæli:
Njarðvíkurskóli fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir. Í allan vetur hafa nemendur unnið að verkefnum í tengslum við þessi
Njarðvíkurskóli með sérstöðu
tímamót. Þá voru á dögunum
þemadagar sem enduðu með
sýningu í skólanum. M.a. var sett
upp leiksýning sem nemendur á
unglingastigi hafa æft undanfarna
mánuði undir leikstjórn Garúnar.
Leikritið er hluti af afmælishátíð
skólans. Eftir þrotlausar æfingar
var komið að sýningu leikritsins
sem ber nafnið Skreytineitor XO-
7000. Það var sýnt fyrir fullu húsi
á mánudagskvöld en einnig voru
tvær sýningar fyrir nemendur í
skólanum sl. þriðjudag. Einnig
að leikritið verður sýnt fyrir nem-
endur Háaleitisskóla á föstudag-
inn.
Leikritið er að hluta byggt á sögu
skólans þar sem persónur í leik-
ritinu eiga sér stað í sögu skólans.
Tímaflakk og skólasöngur skipa
m.a. veigamikinn sess í sögunni.
Mikil stemning var á sal skólans og
skemmtu nemendur sér sérstaklega
vel.
Til þess að skólinn gæti fengið til
sín reyndan leikstjóra til að vinna
með börnunum þá veitti Kvenfélag
Njarðvíkur skólanum myndarlegan
styrk. Kvenfélagskonur mættu svo á
frumsýninguna og skemmtu sér vel
og fannst peningnum vel varið.
Í tilefni af stórafmælinu var fyrrum
kennurum við skólann boðið til
móttöku ásamt fyrstu nemendum
skólans. Að sögn Ásgerðar Þor-
geirsdóttur skólastjóra Njarðvíkur-
skóla mættu nokkrir af fyrstu
nemendum skólans og höfðu
mjög gaman af því að ganga um
gamla skólann sinn sem hefur tekið
miklum breytingum á þessum 70
árum. Fyrst var skólinn aðeins
tvær samliggjandi kennslustofur
en í dag er hann bygging á þremur
hæðum með um 380 nemendur
og fjölmennu starfsliði. Nemenda-
fjöldinn hefur hins vegar verið
mestur um 500 nemendur en þá
var skólinn tvísetinn. Þá voru nem-
endur úr Innri Njarðvík í skólanum
en þeir eru nú í Akurskóla. Þá voru
einnig nemendur úr móahverfinu í
Njarðvík í skólanum en þeir sækja í
dag Holtaskóla.
Njarðvíkurskóli stefnir að því að
fá grænfánann í þriðja skiptið nú á
vordögum og er nú verið að vinna
að því verkefni í skólanum. Gert
er ráð fyrir því að fáninn verði af-
hentur á vorhátíð skólans nú síðar
í maí. Þá er Njarðvíkurskóli kom-
inn með Barnalund í Grænásnum
til umsjónar ásamt leikskólanum
Gimli og þangað verður farið á
næstu dögum og vikum til að
vinna að útikennslusvæði en bæði
Njarðvíkurskóli og Gimli fengu
veglegan styrk úr manngildissjóði
til að vinna að verkefninu.
Í Njarðvíkurskóla er unnið eftir
gildum jákvæðrar hegðunar og er
skólinn svokallaður PBS-skóli. Þar
hefur skólinn verið síðustu ár og
að sögn Ásgerðar hefur verkefnið
gengið vel og mikill árangur náðst í
bættri hegðun nemenda. Nú heyrir
til undantekningar að nemendur
séu sendir til skólastjórans vegna
hegðunarbrota. Ásgerður segir að
Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Nemendur Njarðvíkurskóla settu góðar minningar frá árinu 2012 í
tímahylki sem verða opnuð á 100 ára afmæli Njarðvíkurskóla þann 4. maí
2042. Í einu hylkinu er t.d. sælgæti, því börnin vilja að í framtíðinni sjái
fólk hvernig nammið var í Njarðvík árið 2012. VF-mynd: Hilmar Bragi