Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Holtsgata 56, Reykjanesbæ, sími 421 2000
ATVINNA
Allt hreint óskar eftir að ráða starfskraft í ýmis ræsti / hreingerningar störf.
Vinnutími 08:00 til 17:00 virka daga.
Einnig gæti verið um aukvinnu að ræða utan þess tíma.
Hæfniskröfur:
Íslenska skilyrði (Enska kostur)
Þarf að geta unnið sjálfstætt
Góð mannleg samskipti
Reynsla við ræsti / hreingerningarstörf
Áhugasamir sendi umsókn með persónuupplýsingum
og ferilskrá á halldor@allthreint.is
Sönghópur Suðurnesja ætla að enda starfsveturinn með því
að fá góða gesti í heimsókn og
halda með þeim tónleika á laugar-
dag í Kirkjulundi í Keflavík. Þá
mun Brokkkórinn sem einnig er
undir stjórn og undirleiks Kefl-
víkingsins Magnúsar Kjartans-
sonar koma fram með Sönghópi
Suðurnesja kl. 17 á laugardag.
„Þetta er svona slútt á veturinn hjá
þessum tveimur kórum en Suður-
nesjakórinn kom í heimsókn í fyrra
og er núna að bjóða hestafólkinu
úr Brokkkórnum í menningarferð
í bítlabæinn og helsta nágrenni.
Ég ætla að fara í kynningarferð og
með vönum leiðsögumanni um
svæðið með gestina um Keflavík og
Keflavíkurflugvöll en þeir hefa sér-
staklega beðið um að fá að fara að
fæðingarstað Ellýjar og Vilhjálms
í Höfnum,“ sagði Magnús Kjart-
ansson en hann er einn af gull-
drengjunum úr popplandsliðinu
frá Suðurnesjum.
„Það er svolítið sértakt hvernig
hugarfar margra utan Suðurnesja er
til svæðisins. Það er umhugsunar-
efni en ég nota öll tækifæri sem ég
fæ til að segja fólki að Reykjanes-
skaginn sé ósköp svipaður og aðrir,
með öflugri menningu, íþróttum
og góðu mannlífi og þar sé gott
að búa. Erfiðleikar í atvinnulífinu
um þessar mundir er önnur saga
Til stendur að halda
heljarinnar tón-
listarhátíð í
miðbæ Reykja-
nesbæjar dagana
7.-10. júní næst-
komandi. Flestir
þekktustu og
vinsælustu tón-
listarmenn lands-
ins hafa þegar
boðað komu sína
á hátíðina sem
skipuleggjendur
segjast ætla að halda árlega.
Ólafur Geir Jónsson og Pálmi
Þór Erlingsson eru forsprakkar
hátíðarinnar og hafa þeir
fengið Smára Guðmundsson
úr hljómsveitinni Klassart til
liðs við sig við undirbúning
þessarar veigamiklu hátíðar
sem ber nafnið Keflavík Music
Festival. Yfir 100 atriði verða á
dagskrá og meðal þeirra sem
hafa þegar verið kynntir til
leiks eru Retro Stefson, Úlfur
Úlfur, Raggi Bjarna, Dikta, Sól-
stafir, Jón Jónsson og Valdimar.
Óli Geir sagði í spjalli við
Víkurfréttir að hugmyndin hafi
kviknað í kjölfar þess að bæði
Airwaives og Aldrei fór ég Suður
hátíðirnar hafi slegið rækilega
í gegn og honum fannst vanta
svona viðburð í bítlabæinn.
„Þetta er búið að sitja í mér í
1-2 ár. Þar sem þetta er mikill
tónlistarbær þá fannst mér
vanta eitthvern stóran tónlistar-
viðburð hér í bæ eins og þessar
hátíðir,“ segir Óli en honum
fannst skrítið að engin slík hátíð
væri hér í aðal tónlistarbænum.
„Í fyrstu átti þetta nú bara að
vera mjög lítil hátíð, hugsuð
út frá einum skemmtstað. Svo
loks þegar maður fór að teikna
þetta upp og skipuleggja þá vildi
maður alltaf hafa þetta stærra og
stærra, þetta vindur alltaf uppá
sig. Maður verður líka að passa
að fara ekki framúr sér og hafa
þetta of stórt þannig ég ákvað
að taka bara staðina í miðbæ
Keflavíkur og einblína á þá til
þess að fá menningu í miðbæinn
og rölt á milli staða,“ segir Óli.
Hátíðin fer fram í miðbæ
Reykjanesbæjar á helstu
skemmtistöðum bæjarins. Versl-
anir, veitingarhús og bæjarfélagið
verða með í stemningunni en
öll flóran af tónlistarfólki kemur
fram, þannig að allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. Óli
segir þetta vera gullið tækifæri
fyrir nýja og óþekkta tónlistar-
snillinga til að koma sér á fram-
færi og hefur fjöldi hljómsveita
sett sig í sambandi við þá félaga.
Verið er að vinna í málum varð-
andi gistingu þar sem hótel eru
jafnan mikið bókuð á þessum
tíma en Óli segir að boðið verði
upp á rútuferðir
alla dagana frá
Reykjavík. En
hvað mun kosta á
svona hátíð? „Það
er eitthvað sem
við erum búnir
að hugsa mikið
um og höfum
leitað til margra
varðandi það. Ef
þú skoðar t.d. aðrar
hátíðir eins og
Airwaves, Bestu
Útihátíðina og
Þjóðhátíð, þá kostar armband
þar milli 10-20 þúsund krónur.
Við ætlum alls ekki að fara í
þann pakka, við verðum mun
ódýrari en það,“ segir Óli en
lokaverð er ekki komið á hreint.
Verður þetta eingöngu á
kvöldin eða daginn líka?
„Upprunalega átti þetta bara að
vera á kvöldin en núna erum
við með alls 100 hljómsveitir/
tónlistarmenn sem eru að koma
fram þannig að við ætlum að
reyna fá þá til þess að troða upp
inn í búðunum líka yfir daginn.
Þetta er eitthvað sem við erum
að vinna í. Eins ætla Klassart
og Valdimar að taka að sér að
fara í alla leikskólana hér í bæ,
sem eru 10 talsins. Þar ætla
þau að syngja fyrir krakkana
og foreldra, það fannst okkur
mjög skemmtileg hugmynd.“
Nú eru flestir vinsælustu tón-
listarmenn landsins búnir að
bóka sig, var ekkert erfitt að
fá allt þetta fólk til að koma?
„Ég er búin að halda allskonar
viðburði víðsvegar um landið
en aldrei eins stóra í sniðum
og þennan. En sú reynsla sem
maður hefur frá því hjálpaði
mikið til þegar kom að þessu
verkefni. Ég þekki marga af þeim
sem eru að koma fram, fékk þá
með mér í lið við þessa hátíð og
þaðan fór boltinn að rúlla. Það
er samt auðvitað hellings vinna á
bakvið það að fá öll þessi bönd.
Þessir snilldar tónlistarmenn
sem eru að koma elskuðu hug-
myndina um Keflavík Music
Festival, allir svöruðu játandi.“
Hvers vegna vildirðu halda
þetta hérna í Reykjanesbæ?
„Flottasta tónlistarfólkið kemur
héðan, það er bara þannig.
Hljómar, Hjálmar, Valdimar,
Of Monsters and Men, Klassart
og lengi gæti ég haldið áfram,
það bara vantaði svona hátíð í
bæinn, það er önnur ástæðan.
Ein ástæðan er einfaldlega sú
að ég er nú héðan, þekki vel til
hérna og það er auðveldara og
skemmtilegra að gera þetta hér
á heimavelli,“ segir Óli Geir.
Allar nánari upplýsingar um
þessa spennandi hátíð má
nálgast á heimasíðu hátíðarinnar
- www.keflavikmusicfestival.com
Ein stærsta tónlistarhátíð
landsins í Reykjanesbæ
- Óla Geir fannst vanta svona hátíð í Bítlabæinn
›› Sönghópur Suðurnesja og Brokkkórinn með tónleika:
KeflavíKurhjartað
alltaf á sínum stað
-„Lofa frábærum tónleikum,“ segir Magnús Kjartansson, stjórnandi kóranna
TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA
ÖLL ALMENN
MÁLNINGARÞJÓNUSTA
Meðferðarstofa Sólveigar Þórðardóttur / Hringbraut 108, Reykjanesbæ
Húsið okkar (gamla K-húsið) / Sími: 864 1919 / Móttaka í Grindavík eftir samkomulagi
Meðferðir í hugrænni atferlismeðferð
Tek einstaklinga í hugræna atferlismeðferð
og dáleiðslu við kvíða, þunglyndi
og til lífstílsbreytinga.
Ráðgjöf og meðferð við kvíða,
þunglyndi og streitu.
Sérstök meðferð vegna
erfiðrar fæðingarupplifunar
og vanlíðan tengdri fæðingarferlinu.
og munu vonandi líða hjá fyrr en
síðar,“ segir Magnús.
Magnús stýrir fleiri kórum en
þessum tveimur en hann segist
alltaf hlakka til að koma vikulega
til Keflavíkur á söngæfingu hjá
Sönghópi Suðurnesja. Hann lofar
frábærri skemmtun á laugardaginn
þegar kórarnir sameinast. „Gest-
irnir úr brokkkórunum eru eins og
nafnið gefur til kynna hestafólk og
það hefur mjög gaman af söng en
það sama má auðvitað segja um
Suðurnesjafólkið mitt. Þetta verða
létt og skemmtileg lög, söngperlur
sem allir hafa gaman af. Það er ekki
amalegt að vera í Kirkjulundi því
þar er einstaklega góður hljómur og
gaman að mæta með 50-60 manna
kór þangað.“
Keflavíkurhjartað er alltaf á sínum
stað hjá Magga Kjartans og hann
þreytist sjaldan á því að halda uppi
merkjum Suðurnesja. Hann er
ákaflega stoltur af nýjustu tónlistar-
stjörnunum sem koma úr bítla-
bænum og nefnir þar Valdimar,
Of Monsters and Men og Hjálma.
Svo þarf hann að venjast því að fá
olnbogaskot frá Hafnfirðingum á
heimaleikjum FH í knattspyrnunni
en Magnús hefur búið í Hafnar-
firði hálfa ævina og flutti þangað
frá Keflavík eftir unglingsárin.
„Já, þeir bjóða mér í FH-stúkuna
en svo þegar ég stekk upp eins og
korktappi þegar Keflavík skorar þá
koma olnbogaskotin. En það er í
lagi, ég þoli þau alveg,“ segir Maggi
og hlær.
Tónleikarni á laugardaginn verða
sem fyrr segir kl. 17:00 í Kirkju-
lundi, safnaðarheimili Keflavíkur-
kirkju. Aðgangseyrir er kr. 1000.