Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Páll Ketilsson, ritstjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 16. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Blæðandi heimavöllur fjármálaráðherra Það voru ekki góðar fréttir að heyra um fjölda þeirra sem eru í vanskilum. Þar erum við Suðurnesjamenn efstir á lista með yfir þrjú þúsund manns í vandræðum með að standa í skilum með skuldbindingar sínar. Það segir eitt- hvað um stöðuna á svæðinu. Á sama tíma hreykja forystumenn ríkisstjórnarinnar sig af því að allt sé á réttri leið á Íslandi. Vandinn á Suðurnesjum hefur verið mikill frá hruni sem hefur birst í mesta atvinnu- leysi á landinu og mestu vanskilunum. Gagnrýni á ríkis- stjórnina um einhverja innkomu í því að hafa áhrif á þessa ís- köldu staðreynd er réttmæt. Kona frá Vinstri grænum sagði í útvarpsþætti nýlega að Suðurnesjamenn þyrftu að horfa annað en til stóriðju. Það má vera rétt. Horfa ætti meira til ferðaþjónustunnar sem væri framtíðargrein svæðisins með mikla möguleika á sköpun fleiri starfa. Væri þá ekki ráð að rétta hjálparhönd nú þegar ástandið er sem verst og veita aðstoð þar. Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnarfundur sem haldinn var í Víkingaheimum samþykkti minni háttar fram- lag sem var í formi starfa sem hægt var að telja á fingrum annarrar handar eins og í herminjasafni á Ásbrú. Það hefur ekki enn verið opnað og fréttir herma að framkvæmdir þar séu stopp. Margir áttu síðan von á því að fjármálaráðherra úr Garðinum myndi kannski láta ljós sitt skína og beita sér af krafti fyrir svæðið, þegar hún fékk þann fína stól. Það virðist því miður hafa verið bjartsýni. Einhvern tíma hefði maður haldið að fjármálaráðherra hefði völd og kraft til að gera eitthvað fyrir blæðandi heimavöll og margir spáðu því að Oddný Harðardóttir myndi láta til sín taka. Suður- nesjamenn höfðu beðið lengi eftir því að fá talsmann í eitt öflugasta ráðuneyti Íslands. Vonandi fer hún að sýna úr hverju hún er gerð. Það eru kosningar eftir ár. Það voru líka slæmar fréttir sem sögðu frá því að nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum ættu auðvelt með að fá keyptar sígarettur eða neftóbak. Um helmingur versl- ana seldi krökkunum þessar vörur en árið 2009 seldu aðeins 22% sölustaða þeim sígarettur. Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum gerðu könnun sem skilaði þessari ófögru niðurstöðu. Það er því ljóst að eigendur þessara verslana verða að taka sig taki í þessum málum. Þetta er óverjandi. Úr fúlum fréttum í fótbolta sem er byrjaður að rúlla. Efstu- deildarliðum Keflavíkur og Grindavíkur er spáð botn- baráttu. Fótboltinn er þjóðaríþrótt á Íslandi og vitni um sumarkomu. Það er ástæða til að hverja Suðurnesjamenn til að fjölmenna á völlinn og fylgjast með okkar liðum á fót- boltavellinum. Í kvöld fimmtudag, er fyrsti stórleikur ársins þegar Keflvíkingar heimsækja Grindvíkinga í sannkölluðum víkingaslag. Nú er lag að skella sér í Grindavíkina! Páll Ketilsson Einhver dýrlegasti tími ársins er vorið, jafnvel þótt kalt sé. Eftir því bíður maður allan þennan langa vetur. Og svo er það komið með öllum sínum tækifærum. Það kallar á mann til verka því í hönd fer sá tími sem einhvern veginn alltaf er of stuttur, þar til nýtt haust og nýr vetur boða komu sína. Þessir unaðslegu björtu morgnar kalla á mann út til að njóta þess auðs sem náttúran færir, aðeins ef maður nú ber sig eftir því. Symfónía morgunsins er þér til áheyrnar endurgjaldslaust. Og ef þú átt garðholu sem þú getur grafið í þá skaltu ver viss um að fljótlega koma til þín gestir, sem vilja deila stundinni með þér þegar þú rótar í moldinni. Þrest- irnir bíða bak við næsta stein og þykjast vera að hjálpa til, en auðvitað vita þeir sem er, að þeim mun áskotnast einn og einn ánamaðkur ef þeir halda sig nógu nærri. Mér fannst hann dálítið nærgöngull um daginn þessi sem trítlaði yfir höndina á mér, sem hélt á gafflinum. Ég komst fljótlega af því að hann var bara latur og nennti ekki að grafa sjálfur. Svo stóð hann bara og beið eftir næstu sendingu. Við urðum fljótlega mátar. En hvað með þá sem enga garðholu eiga? Þurfa þeir að fara á mis við þessi herlegheit? Engan veginn, því þín garðhola bíður, ef þú aðeins ber þig eftir björginni. Það er enginn nýlunda að flest stærri bæjar- og sveitafélög hafa boðið íbúum sínum upp á garðlönd gegn vægu gjaldi þar sem hægt er að hlúa að sínum eigin garði. Slík svæði eru almennt nefnd kartöflugarðar, skóla- garðar eða garðlönd allt eftir efnum og aðstæðum. Gjarnan eru slík lönd á nokkru bersvæði og lítið gert fyrir umgjörð þeirra annað en að plægja jarðveginn og deila út reitum. Síðan er það einstaklinganna að gera sér mat úr efniviðnum. Það hefur orðið allt áleitnari hugsun ritara, að kannski væri nú tækifæri til að poppa upp ímynd þessara svæða. Fyrirmyndin er norræn, svæði innan borgar- múranna þar sem íbúar sækja út í náttúruna og njóta eigin verka í takmörkuðu garðlandi sem með tímanum hefur orðið „þeirra“ vegna þess að þangað koma þeir ár eftir ár til að hlúa að sínu eigin landi. Lítið afdrep er gjarnan reist þar sem hægt er að leita skjóls og drekka kaffið sitt. Smám saman skapast grannskapur með til- heyrandi skoðanaskiptum og samanburði á árangri og reynslu. Hrunið kallaði á miklar fórnir. Atvinnuleysi er hvergi hærra en á okkar svæði og ekki sýnt að mikilla breyt- inga sé að vænta á næstunni. Að vera atvinnulaus hlýtur að vera mannskemmandi og jafnast á við krón- ískt sjúkdómsástand þegar lengra líður. Ekki aðeins að upplifa höfnun í upphafi þegar vinnumissir verður heldur er hver dagur öðrum líkur nema maður finni sér eitthvað til að sækja í. Vinnumálastofnun reynir að finna leiðir til að virkja atvinnulausa, svo sem með framboði á ýmsum námskeiðum sem falla þolendum misvel . Ritari hefur viðrað hugmyndina að grenndar- görðum við forsvarmenn Vinnumálastofnunar, Verka- lýðsfélags Suðurnesja og Verslunarmannafélags Suður- nesja sem allir sjá feng af að hlúa að slíku verkefni svo fremi að farið sé af stað með það. Í grenndargörðum er hlúð að eigin manni. Þar fer ekki aðeins fram ræktun í jarðvegi heldur um leið mann- rækt, Því eigin verk skapa ímynd sem oft á tíðum er sérstaklega brotin þegar atvinnulausir eiga í hlut. Allir njóta þess að sjá árangur eigin verka, þeim mun meiri alúð, þeim mun meiri gleði. Allir eru velkomnir! Við í Suðunesjadeild Garðyrkjufélags Íslands ætlum að hlúa að þessu verkefni. Við munum næstkomandi laugardag 12. maí tengjast Barna- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar á þann hátt að efna til fundar um grenndargarða í Húsinu okkar (gamla K-húsið) við Hringbraut kl 10. Þar munum við fá kaffi og kannski kökur um leið og við hlýðum á eftirfarandi umfjöllun um grenndargarða. Okkar hugmynd að grenndargarði Konráð Lúðvíksson læknir Hvernig hlúum við að grenndargarð? Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir og tengiliður ræktenda við Garðyrkjufélag Íslands Mín sýn á grenndargarði Páll Rúnar Pálsson iðnrekstrarfræðingur og áhuga- maður um ræktun Á eftir er ætlunin að storma út í Gróf og hittast þar kl 11, þar sem Reykjanesbær hefur þegar plægt upp svæði íbúum til afnota. Þar getum við saman farið á flug og þróað hugmyndina að framtíðarsýn. Það skal bent á að engir skólagarðar verða starfræktir í ár þannig að hér gefst kjörið tækifæri að nýrri nafnagift, nefnilega fjöl- skyldugarðar. Von er á votviðrasömu en góðu veðri. Konráð Lúðvíksson, formaður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands. Ræktum burt hrunið Hvernig hlúum við að grenndargarði?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.