Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s
Sendum frítt
hvert á land sem er
Halldór Ármannsson, Stefanía Haraldsdóttir,
Sæunn Ásta Sigurbjörnsdóttir,
Ársæll Ármannsson, Kristrún Níelsdóttir,
Lilja Ármannsdóttir, Sigurður Garðarsson,
Valur Rúnar Ármannsson, Katrín Benidiktsdóttir,
Helgi G. Steinarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Kirkjuvegi 1,
áður Greniteig 4, Keflavík.
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Stjórnandi er Jóhann
Smári Sævarsson og
undirleikarar
Steinar Guðmundsson
píanóleikari og
Einar Gunnarsson
harmoníkkuleikari.
Við verðum að vanda
með fjölbreytta og
skemmtilega dagskrá.
verða að þessu sinni
haldnir þriðjudaginn
15. maí kl. 20:00
í Safnaðarheimilinu
í Sangerði.
Vortónleikar
Söngsveitarinnar
Víkinga
Miðaverð
kr. 2000-
SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR
Eldey þróunarsetur, Menningarráð Suðurnesja og SKASS
kynna hönnun og handverk í Eldey 31. maí 2012.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í tískusýningu eða vilja
sýna hönnun sína geta haft samband á eldey@heklan.is.
Þátttökufrestur er til 20. maí nk.
og mun valnefnd velja úr sýnendur.
ERT ÞÚ
HÖNNUÐUR?
HÖNNUN OG HANDVERK
Á SUÐURNESJUM
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel
og gefur manni vonir um að ás-
andið hér á Suðurnesjum sé eilítið
að skána,“ sagði Kjartan Steinars-
son en bílasala hans, K.Steinars-
son var með stórsýningu á KIA
bílum um síðustu helgi.
Sýndar voru nýjustu gerðir KIA
bifreiða en þær eru alls sjö og hafa
fengið mjög góðar mótttökur á
Suðurnesjum. Ódýrasti KIA bíllinn
er frá 2 millj. kr. en sá dýrasti innan
við sjö milljónir. Kjartan sagði að
mikill fjöldi Suðurnesjamanna
hefði heimsótt hann í dag. „Það
eru ansi margir orðnir óþreyju-
fullir og vilja endurnýja bílinn. All
margir hafa gert það í vetur og vor
og margir eru í startholunum.
„KIA hefur komið gríðarlega sterkt
inn hér á svæðinu enda ekki að
furða. Þetta eru frábærir bílar og
á góðu verði. Ekki skemmir að það
er 7 ára ábyrgð á öllum bílum,“
sagði Kjartan sem í um áratug seldi
Suðurnesjamönnum bíla frá Heklu
og var með glæsilega aðstöðu á
Fitjum í Njarðvík. Ekki alls fyrir
löngu söðlaði hann um eða skipti
um gír í orðsins fyllstu merkingu
þegar hann flutti fyrirtækið að
Holtsgötu í Njarðvík og hóf sölu á
bílum frá Öskju sem er með KIA og
Mercedes Benz og nýlega bættust
Suzuki bílar í hópinn hjá Kjartani.
Á sýningunn sl. laugardag var at-
hyglin á KIA og Kjartan og hans
menn voru í stuði og buðu upp á
nýbakaðar vöfflur með rjóma og
samlokur og tilheyrandi drykki.
Sannkölluð hugglegheit á Holtsgöt-
unni og gestir rifjuðu upp gamal-
kunna stemningu sem var svo al-
geng á bílsýningum fyrir nokkrum
árum.
Fjölþjóðlegur
dagur í leikskól-
anum Gefnarborg
Í leikskólanum Gefnarborg er fjölþjóðlegt samfélag þar sem
saman koma börn og starfsfólk
frá átta þjóðum þ.e. Íslandi, Pól-
landi, Filippseyjum, Tælandi,
Marokkó, Portúgal, Bandaríkj-
unum og Kólumbíu. Í tilefni af
þessari miklu fjölmenningu var
haldinn fjölþjóðlegur dagur í leik-
skólanum 27. apríl s.l. Þá var opið
hús þar sem gestir gátu komið og
skoðað fjölbreytta muni, myndir
og ýmislegt fleira frá öllum þjóð-
unum. Einnig var hægt að hlusta
á tónlist og horfa á myndbönd frá
þessum löndum og boðið var upp
á að smakka þarlendan mat.
Í leikskólastarfinu er lögð áhersla
á að hinn mikli margbreytileiki
íbúanna fái að njóta sín sem best
þannig að allir geti verið stoltir af
sínum uppruna. Það er gert með
því að kenna börnunum að bera
virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
sama hver uppruni þeirra er. Mark-
miðið er að þau læri að þrátt fyrir
að þjóðir heimsins séu ólíkar séu
allir jafn mikils metnir og eigi að
geta lifað í sátt og samlyndi.
Um helgina frumsýndi leik-hópur á vegum Listar án
Landamæra verkið Brúðkaups-
draumur sem hópurinn samdi
ásamt leiðbeinendum sínum. Ég
fór á þessa sýningu ásamt fjölda
fólks og hafði ótrúlega gaman af.
Þarna var á ferðinni listafólk sem
bæði fékk áhorfendur til að hlæja
dátt og fella tár. Verkið skiptist
í leik og söng og heilluðu þessir
frábæru leikarar og söngvarar
áhorfendur með einstakri leik-
gleði sinni.
Ég held að mér sé óhætt að fullyrða
að sjaldan hafi fagnaðarlætin verið
meiri í Frumleikhúsinu eins og á
þessari sýningu. Sem mikil áhuga-
manneskja um eflingu leiklistar
hér í bæ óska ég þessum frábæra
hópi til hamingju með sýninguna
og vona að við bæjarbúar fáum að
njóta hæfileika þeirra oft í náinni
framtíð.
Til hamingju enn og aftur með frá-
bært framtak!
Guðný Kristjánsdóttir.
Einstök lEikGlEði
Sýndar voru 7 gerðir af KIA á stórsýningunni.
Kjartan Steinarsson í sýningarsalnum.
-segir Kjartan Steinarsson, bílasali
Hefur gengið
ótrúlega vel
›› K.Steinarsson bílasalan í góðum gír:
næsta blað kemur út miðvikudaginn 16. maí.
Skilafrestur á auglýsingum er því mánudaginn
14. maí til kl. 17. Auglýsingasíminn er 421 0001
og pósthólfið er gunnar@vf.is
vf.is