Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR „Það snýst allt meira og minna um körfubolta á okkar heimili. Við þurftum að teikna upp hvernig þetta ætti að vera eftir að litli fædd- ist, hver á að passa og allt það. Þegar við vorum barnlaus þá fór minna fyrir þessu. Okkar fólk er svo búið að vera alveg magnað að hjálpa okkur þannig að allir eru búnir að leggjast á eitt,“ segir Jóhann þegar þau eru spurð að því hvernig gangi á körfuboltaheimilinu. Þau hafa verið saman síðan í byrjun árs 2009 en þau kynntust í gegnum körfuboltann. „Sýn okkar á lífið var nákvæmlega sú sama, ég hef aldrei hitt einhvern sem maður deilir algerlega sömu skoðunum með,“ segir Petrúnella. Bæði hafa þau lagt hönd á sama námið en Jóhann er þessa stundina við nám í íþrótta- fræði, en Petrúnella hefur lokið því námi. Það er fleira sem parið á sameiginlegt en þau elska bæði að njóta sín í sveitinni á Íslandi og þau fylgjast bæði með flestum íþróttum. „Við förum á völlinn þegar fótbolt- inn er í gangi og svo reynum við að horfa á NBA körfuboltann saman, hún sefur reyndar meðan ég fylgist með,“ segir Jóhann í léttum dúr. Allur dagurinn snýst oft um körfu- boltann og þau ræða ekki mikið um boltann innan veggja heim- ilisins. „Það er samt mjög gott að hafa einhvern sem hefur skilning á því sem maður er að ganga í gegnum til að ræða við. Ef maður væri að ræða þessa hluti við aðila sem hefði ekki stundað íþróttir að ráði þá myndi maður ekki kannski mæta sama skilningi,“ segir Jóhann og Petrúnella tekur undir það. Oft þurfa þau ekki mörg orð til þess að ræða þessi mál enda þekkja þau reynslu hvors annars vel. Hugsaði um að hætta Petrúnella tók sér frí frá körfubolt- anum meðan Sigurbergur litli var að koma í heiminn og í raun var hún ekki viss hvort hún ætlaði sér að byrja aftur í boltanum. „Ég byrjaði aftur að sprikla síðasta sumar með Njarðvíkingum,“ segir Petrúnella en upphaflega stóð til að þau Jóhann myndu bæði leika með Grindavík enda fluttu þau bú- ferlum þangað frá Innri-Njarðvík. Lið Grindvíkinga dróg sig svo úr keppni eftir að parið hafði ákveðið að færa sig um set. „Þá var ég jafn- vel að spá í því að leggja skóna á hilluna eða taka mér frí frá þessu. Svo var ég að hugsa um að vera í 1. deild eftir að Grindvíkingar ákváðu að vera þar, ég hreinlega snerist í hringi,“ segir Petrúnella. Hvernig kemur Njarðvík svo til sögunnar? „Ég er metnaðarfull og sá mig ekki alveg spila í 1. deildinni. Sverrir Þór þjálfari Njarðvíkinga var líka búinn að sýna mér áhuga áður en ég varð ólétt. Ég hafði því samband við hann og mig langaði að prófa hvort ég gæti þetta ennþá eftir langa pásu. Svo var þetta bara gaman og maður var ekki alveg tilbúinn til þess að hætta,“ en þó viðurkennir Petr- únella að það hefði verið kominn smá leiði í hana. Þessi pása hafi því hugsanlega gert henni gott. Meikar engan sens Nú var komin upp sú staða að þau Jóhann og Petrúnella voru að leika með uppeldisfélagi hvors annars og það verður óneitanlega að teljast sérstakt. „Við vorum mikið búin að ræða hvernig við ætluðum að tækla þetta, á endanum var ákveðið að flytja í Grindavík og spila þar. Svo ákveður Petrúnella að spila ekki í 1. deild og svo þróast þetta bara svona,“ segir Jóhann og bætir við. „Svo þegar staðan var orðin þessi, þá horfum við bara á hvort annað hér eitt kvöldið og hugsum: „Þetta meikar engan sens. Fyrir okkur þá þróast þetta bara hægt og rólega og endar bara svona,“ segir Jóhann. „Eins miklar tilviljanir og þetta hafa verið, að við skulum vera á þessum stað sem við erum á núna, með alla þessa titla, er eiginlega bara fáranlegt,“ heldur Jóhann áfram, en alls komu 6 gullverðlaun í hús hjá þessu glæsilega pari á árinu. Jóhann og Grindvíkingar sigruðu Deildarmeistaratitilinn, fyrirtækja- bikarinn, meistara meistaranna og að lokum sjálfan Íslandsmeist- aratitilinn. Jóhann var svo kjörinn besti leikmaður Grindvíkinga á lokahófi félagsins. Petrúnel la og Njarðvíkingar lönduðu bæði bikar- og Íslands- meistaratitlum þetta árið og var Petrúnella einnig valin best hjá Njarðvíkingum á lokahófinu. Auk þess var hún valin í úrvalslið seinni umferðar Íslandsmótsins. Þau eru því bestu leikmenn, bestu liða landsins um þessar mundir. Er ekkert skrítið að vera nýfarin úr græna búningnum, skella sér í þann gula og fara svo að styðja Jóa í baráttunni? „Jú, reyndar komst ég ekki á marga leiki. Þegar ég er í fríi þá vil ég oft- ast vera bara heima með litla og ég horfði oft á leiki í sjónvarpinu. Maður er svo sem vanur að styðja Grindavík, ég segi það nú ekki,“ segir Petrúnella og Jóhann skýtur því að, að það hafi verið skrýtið að mæta í stúkuna í Njarðvík til þess að styðja hana. „Það var sérstaklega skrýtið þegar við vorum nýbúnir að slá Njarðvíkinga út í fyrstu umferð og maður hafði fengið að heyra það úr stúkunni frá ákveðnu fólki, svo er maður mættur stuttu síðar að hvetja Njarðvíkurliðið áfram ásamt þessu fólki.“ Jóhann telur að þetta sýni bara enn frekar að þetta sé allt skilið eftir á vellinum. Af hverju ferðu ekki í Keflavík? Petrúnellu óraði ekki fyrir því að hún ætti eftir að standa uppi sem tvöfaldur meistari eftir árið en Njarðvíkingum var ekki spá góðu gengi. „Fólk hafði það á orði að fyrst ég ætlaði nú að standa í því að keyra á milli, af hverju ég færi þá ekki bara í Keflavík, þar væri möguleik á því að vinna titla. Svo fékk maður að heyra það líka að maður væri búinn að vera í langri pásu og fengi því kannski ekki að spila margar mínútur hjá Njarð- vík.“ Þetta segir Petrúnella að hafi drifið sig áfram frekar en annað. „Ég hefði nú hlegið að henni síð- asta sumar ef hún hefði sagst ætla að vinna tvöfalt með Njarðvík, en svo sá maður bara stígandann í þeirra liði og hvert stefndi,“ segir Jóhann. Stútfull af sjálfstrausti „Sverrir er alveg rosalega góður þjálfari og ég hef náð þvílíkum ár- angri hjá honum,“ segir Petrúnella en Sverrir er annálaður varnarjaxl og það er Petrúnella sannarlega Petrúnella Skúladóttir og Jó-hann Árni Ólafsson eru að mörgu leyti ósköp venjulegt par þegar fljótt er á litið. Þegar betur er að gáð er þó margt áhugavert sem kemur í ljós en þau eru bæði nýlega búin að ljúka glæsilegu tímabili með liðum sínum í körfu- boltanum í efstu deild á Íslandi. Petrúnella með Njarðvíkingum og Jóhann með Grindvíkingum. Þar byrjar þetta þó fyrst að verða áhugavert. Petrúnella er nefni- lega fædd og uppalin í Grinda- vík og hefur alla sína tíð leikið í gulu treyjunni. Jóhann Árni er svo aftur á móti Njarðvíkingur og hefur verið afar sigursæll með þeim grænklæddu. Þau leika því þessa stundina með uppeldis- félögum hvors annars. Þau eru á besta aldri, Jóhann er 25 ára og Petrúnella 26 og saman eiga þau saman einn strák, Sigurberg, sem er rúmlega eins árs. Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurf- rétta kíkti í heimsókn til Grinda- víkur en þar hafa þau komið sér notalega fyrir. Körfuboltaparið Petrúnella og Jóhann Árni unnu saman sex titla í vetur vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.