Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 24
Ég fer í fríið Það kom að því loksins. Ég bókaði sumarfríið. Svakalega erfitt að komast að einhverri niðurstöðu en þegar hún lá fyrir, var ekki aftur snúið. Ég ætla að sópa stéttina í sumar- húsinu á Spáni. Í maí. Stressið að bóka ferðina var svakalegt. Sveittur í lófunum við tilhugsunina. Alls konar upplýsingar sem maður þarf að gefa upp. Það munaði rúmum þrjátíu þremur prósentum á flugmiðanum á milli flugfélaga. Hvurs- lags er þetta eiginlega, þrír rassar í sæti til Spáníó. Ég valdi það ódýrasta fyrir hópinn enda þýddi það einn frían rass. Kvöldflug út og næturflug tilbaka. Slétt sama. Flott að fljúga að kveldi eða nóttu. Svefn. Eða gin og tónik. Annað hvort. Nú þarf ég að huga að skyrtunum. Stutterma. Þær bíða mín frá því síðast. Beint í þvottavélina. Strauja. Og stuttbuxurnar. Passa. Ennþá. Rauðar. Ég skoppa eins og smákrakki við tilhugsunina að láta mig fljóta í sjónum sægræna. Innan um heimamenn, sem koma með nesti að heiman. Innan um Breta með bjór af barnum. Strandbarnum. „Where‘re you from?“ Elska þetta allt. Ströndin slétt, sjórinn heitur, barinn svalur, hvíldin sæl! Ætla að njóta þess að liggja með tærnar upp í loft og láta svalan sunnan blæ leika um mig á meðan ég hugsa heim til ykkar í vinnunni. Á meðan mun sangrían söngla hérna megin. Af og til. Stressaður að koma öllu haganlega fyrir í vinnunni. Geta þau án mín verið allan þennan tíma? Blessunarlega fullt af hæfu fólki á mínum vinnustað. Andskotinn. Hringja í framkvæmdastjórann og fá leyfi. Krosslegg fingur að hún taki vel í þetta þó fyrirvarinn sé skammur. Nota gamalt og ómótstæði- legt ráð. Er að fara með tengdó í fríið, hún er alveg hætt að komast eitthvað án mín. Treystir eiginlega alveg á okkur! Já, farðu bara, er þetta ekki bara vika eða tvær? Jú, eiginlega, en sú gamla segist þurfa þrjár. Að minnsta kosti. Ég læt hana stjórna því. Er það ekki? Ég verð í sambandi fljótlega. Pantaði þriggja vikna ferð. Þarf tíma til að vökva sítrónutréð í garðinum. Verð djöfulli flottur á stéttinni nýsópuðu, með Arnald í annari hendi og Kaffitár í hinni. Á meðan geta mæðgurnar skroppið á markaðinn á nítíu og eitt módelinu af Renault. Krúttlegt. Tek vel á móti þeim. Grilla eitthvað svakalega gott. Legg mig allan fram. Með sól í hjarta. vf.is Fimmtudagurinn 10. maí 2012 • 19. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGA- VÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Kynntu þér hvað fólkið í landinu hefur að segja um frumvörpin: Landsbankinn áætlar að fyrirtæki með samtals yfir 4000 starfsmenn fari í þrot* *Samkvæmt áliti Landsbankans til atvinnuveganefndar Alþingis á frumvörpum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ein af fjölmörgum góðum ástæðum fyrir nauðsyn þess að eiga samráð við aðila í sjávarútvegi og vanda til verka við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Kynntu þér málið. Vélsmiðja Grindavíkur Nettó, Grindavík Besa Martak vélsmiðja Jón og Margeir flutningar GB Hraðflutningar Tæknivík ehf. Bílageirinn Stólpavík, saltsala Einhamar Hérastubbur bakari Vísir Optimal á Íslandi Stakkavík Þorbjörn Verkalýðsfélag Grindavíkur Marver Sigurður Halldórsson rafvirkjameistari Flutningaskipið Fernanda strandaði framan við Sand- gerðishöfn að morgni sl. laugar- dags þegar skipsstjórinn náði ekki að taka beygju inn í höfnina. Skipið sat fast á grynningum þar til síðdegis sama dag þegar það flaut upp á flóðinu. Skipverjar sluppu svo fyrir horn á þriðjudaginn þegar halda átti úr höfn í Sandgerði með fullfermi af minkafóðri frá Skinnfiski. Þá kom í ljós að stýrið var laust á skipinu og því var kallaður út viðgerðar- flokkur til að festa stýrið á skipið að nýju. Loftmyndina tók Landhelgis- gæslan en myndina hér til hliðar tók Hilmar Bragi á laugardaginn. Strand við Sandgerði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.