Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012 líka. „Það eru ekki allir sem taka eftir þeim sem eru góðir í vörninni og að að gera aðra hluti en að skora. Sverrir tekur eftir þessu og því fær maður að spila þrátt fyrir að maður sé ekki alveg að setja niður skotin sín,“ bætir hún við. Jóhann segir að hann sjái vel hvað Petrúnella hafi öðlast mikið sjálfs- traust undir stjórn Sverris. „Hún hikaði ekki við að láta vaða af hvaða færi sem er þrátt fyrir að hafa kannski ekki hitt úr nokkrum skotum í röð, svoleiðis gerir maður nema vera stútfullur af sjálfstrausti.“ Petrúnella segist aldrei hafa verið mikið að spá í hvar þriggja stiga línan sé. „Ég var í barneignarfríi þegar línan var færð utar og ég fann ekki eins mikið fyrir því og hinar kannski.“ Jóhann var sjálfur í smávægilegu basli í upphafi tímabils þar sem hann var að reyna að fóta sig í ógnarsterku, nýju liði. „Þetta var töluvert öðruvísi sóknarleikur sem við vorum að spila í vetur, það tók bara töluverðan tíma að venjast því. Skotin sem ég var að fá voru öðru- vísi en ég hafði vanist og svo var maður bara að einbeita sér að því að tolla inni á vellinum. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og lítið pláss fyrir mistök. Þetta tók sinn tíma en ég held að ég hafi náð að aðlagast á endanum,“ segir Jó- hann. Petrúnella er jafnvel á því að þetta sé hennar besta tímabil að mörgu leyti þó svo að áður hafi gengið vel. Jóhann segir að þetta sé líklega hans besta tímabil varnarlega séð. „Ég skil leikinn betur en áður. Þó svo að tölfræðin segi það að ég hafi áður skilað betri tölum. Maður þurfti að finna leið til þess að vera inn á vellinum, Helgi Jónas lagði mikla áherslu á varnarleik og þannig fékk maður að spila mikið, ef maður lagði sig fram í varnarleiknum.“ Petrúnella gæti haldið á heimaslóðir Varðandi framhald þeirra í körfu- boltanum þá gætu mögulega orðið breytingar á þeirra högum, enda ekkert gefið í þessum bransa. Að öllu óbreyttu verður Jóhann áfram í Grindavík enda samdi hann til þriggja ára við félagið. „Ég veit ekkert hvað verður núna,“ segir Petrúnella. „Grindavík er komið aftur í efstu deild og það er aldrei að vita hvernig það fer. Ég tel að það hefði kannski ekki verði nein spurning um að koma aftur heim ef ekki hefði gengið svona vel í Njarð- vík. Eftir þessa titla í vetur þá er það ekki jafn sjálfsagt mál að koma heim eins og maður hefði haldið. Maður vill þó ekki koma hingað nema það sé búið að manna liðið, að þessar heimastelpur komi til baka. Ennþá er þó óvissa með hóp- inn, því er erfitt að taka ákvörðun um þetta í dag,“ segir Petrúnella en fjöldi fyrrum leikmanna Grinda- víkur í kvennakörfunni hefur leitað annað en gætu núna hugsanlega snúið aftur að mati Petrúnellu. Erfitt að yfirgefa Njarðvík Hvað f innst Jóhanni um þá ákvörðun sína um að ganga til liðs við Grindvíkinga fyrir þetta tíma- bil? „Mér finnst hún frábær núna. Maður skoðaði þetta vel á sínum tíma og ákvörðunin var virkilega erfið. Það var erfiðast að ákveða að yfirgefa Njarðvík, sérstaklega á tímum þar sem uppbygging var að fara af stað. Mér fannst ég ekki alveg vera á aldri til þess, ég vildi fara að vinna titla og metnaðurinn var því í sitt hvora áttina. Þrátt fyrir að báðir aðilar skildu sjónarmið hvors annars.“ Bjóst ekki við að komast aftur í landsliðið Petrúnella var á dögunum valinn í landslið Íslands á ný en framundan er Norðurlandamót í lok maí. „Ég bjóst alls ekki við því. Ég var nánast alveg komin með nóg núna í lok tímabils enda búið að vera mikið púsl. Jói er auðvitað búinn með Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvöllum 15. Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flötum 29. Opið virka daga kl. 8-18 ARGES slípirokkur HDA 436 1050W 7.990,- ARGES HDA 310 SDS höggborvél 850W 12.990,- Slípirokkur HDD432 800W 125mm DIY 4.790,- HDD1106 580W stingsög DIY 4.690,- 5.990,- SPANDY heimilisryksugan • 1600W • afar hljóðlát • mikill sogkraftur > 18KPA • Hepa filter • margnota poki DRIVE ryksuga í bílskúrinn • 1200W • 20 lítra • sogkraftur > 16KPA • fjöldi fylgihluta 6.990,- Kapalkefli 10 mtr 2.990,- 15 metra rafmagnssnúra 2.995,- DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V 2.990,- Flísasög 800W, sagar 52 cm 19.900,-. 1400W, 300 L/mín DRIVE háþrýstidæla Max bar 105 7.990,- DRIVE fjölnotatæki 180W 4.590,- DRIVE flísasög, 600W 7.990,- DASH skrúfvél Li-Ion rafhlaða 3,6V m/bitum verð 2.290,- Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD3213 18V 8.990,- NOVA PRO höggborvél stiglaus hraði. 2 rafhlöður, Li-Ion 14,4V með tösku 13.900,- DASH PRO höggborvél stiglaus hraði 2 rafhlöður 18V 1,5Ah 15.900,- GMC 14,4V 1,2Ah með aukaraf- hlöðu, stiglaus hraði, BMC taska 3.590,- ARGES rafhlöðuborvél með höggi, HDA2544 17.900,- tímabilið og hann er svo góður með strákinn, alveg rosalega flottur pabbi. Þannig að ég lét slag standa og vildi ekki missa af þessu tæki- færi,“ segir Petrúnella en Jóhann segist aftur á móti lítið vita um gang mála hjá karlaliðinu. „Maður fékk smá spark í rassinn eftir að hafa ekki komist í lokahóp síðasta sumar, því fór maður bara að vinna í sínum málum.“ Klisjurnar eru sannar Lífstíll þeirra breyttist ekki mikið við það þegar Sigurbergur kom í heiminn enda eru þau rólyndis- fólk að eðlisfari sem lifir heilbrigðu lífi íþróttafólks. „Allar klisjur hvað varðar nýja sýn á lífið og allt það þegar barnið kemur, þær eru bara sannar,“ segir Jóhann blátt áfram. Litla fjölskyldan er alsæl með lífið í Grindavík eins og áður segir og þau segja það ekki standa til að flytja þaðan á næstunni. Minna um skyndibita í Grindavík Er eins að búa í Grindavík og Njarðvík? „Það er margt öðruvísi,“ segir Jó- hann og þau hlægja bæði. „Stærsti munurinn fyrir mig er að allar búðir loka fyrr, en ég var vanur að borða stundum á kvöldin. Ég var soldið í skyndibitanum og þetta er því bara af hinu góða,“ segir Jó- hann. Petrúnella segir að hún hafi ekki alveg upplifað það að búa í Njarðvík en þau bjuggu um tveggja ára skeið í Innri-Njarðvík, henni finnst þessir staðir töluvert ólíkir. Æfingar í körfuboltanum eru oftast á kvöldin og því er sjaldan kvöldmatur á heimilinu þeirra við hraunið í Grindavík. Það mætti kannski segja sem svo að Petrúnella og Jóhann séu í kvöldvinnu. „Við kunnum að meta tímann á kvöldin þegar það er frí og litli sofnar yfir uppáhalds teiknimyndinni sinni í sófanum hjá okkur. Svona hlutir gefa manni meira þegar maður er orðinn foreldri. Við erum líka tölu- vert dugleg að elda saman þegar tími gefst til.“ Bæði hafa þau verið á fullu í körfuboltanum frá unga aldri og alltaf með sama liðinu, að undan- skildu ári þegar Jóhann var í at- vinnumennsku í Þýskalandi. Telja þau nauðsynlegt að skipta um umhverfi? „Það er kannski ekk- ert nauðsynlegt en það hentar sumum og öðrum ekki. Fyrir mér var gott að fá nýjan þjálfara,“ segir Jóhann en hann segir Helga Jónas þjálfara Grindvíkinga vera ólíkan þeim þjálfurum sem hann hefur kynnst áður. „Ég held að það hefðu ekki margir þjálfarar getað haldið þessum mannskap á tánum.“ En einhver rígur á milli Njarðvík- inga og Grindvíkinga? „Nei,“ segja þau bæði í kór. „Liðin eru á ólíkum stöðum, bæði í karla og kvennakörfunni en ef að það er einhver rígur þá held ég að það risti ekkert svakalega djúpt,“ segir Jóhann og Petrúnella tekur undir það. Að lokum vilja skötuhjúin þakka sínum nánustu fyrir aðstoðina. „Við hefðum ekki náð svona ár- angri án þeirra og ættum ekki öll þessi verðlaun ef við ættum ekki svona góða að,“ segir Petrúnella.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.