Víkurfréttir - 10.05.2012, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 10. MAÍ 2012
Let Sci-MX power you.
Íþróttafólk setur Sci-MX
fæðubótarefnin í fyrsta sæti
www.sci-mx.is
Hágæða evrópsk fæðubótarefni
Söluaðili Sci-MX fæðubótarefna í Reykjanesbæ er Karl Júlíusson
Sími: 896 6600
Sigurvegarar velja
Sci-MX fæðubótarefni
Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari
í Fitness kvenna 2012
M
yn
d
: g
yd
a.
is
Iceland Freya ad.indd 1 18/04/2012 14:37
HJARTAHEILL
verður á ferðinni um Suðurnesin í maí 2012. Starfsemi Hjartaheilla verður kynnt
í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting,
blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu.
Reykjanesbær:
Fimmtudaginn 10. maí 2012 verður mæling á
Nesvöllum frá kl. 14:15 til 18:00.
Stofnun HL – gönguhóps fer fram kl. 16:30
og létt ganga um svæði Nesvalla.
Fræðsluerindi verður á sama stað kl. 18:00.
Fjallað verður um kransæðasjúkdóma,
konur og lífsstíll.
Hafnir:
Laugardaginn 12. maí 2012 verða mælingar
frá kl. 10:00 til 11:00 í félagsheimilinu.
Sandgerði:
frá kl. 12:00 til 14:00 í Íþróttamiðstöð
Sandgerðisbæjar við Suðurgötu.
Garði: frá kl. 14:20 til 16:20 í Íþróttamiðstöðinni í
Garði, Garðabraut 94.
Grindavík:
Fimmtudaginn 24. maí 2012 verður mæling
frá kl. 15:00 til 18:00 í Íþróttahúsi Grindavíkur,
Austurvegi 1 – 3.
Vogum:
Miðvikudaginn 30. maí 2012 verður mæling
frá kl. 16:00 til 18:00 í Íþróttamiðstöð Voga,
Hafnargötu 17.
ER ÞAÐ VON OKKAR AÐ SEM FLESTIR LÁTI SJÁ SIG.
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR.
Skákæfing verður í Íþrótta-akademíu Reykjanesbæjar
laugardaginn 12. maí á vegum
Krakkaskák.is. Suðurnesja-
maðurinn Siguringi Sigurjóns-
son stofnaði Krakkaskák.is ný-
lega og vill útbreiða þessa góðu
íþrótt á svæðinu.
„Ég hef farið í sjö skóla á Suður-
nesjum og það er mikill áhugi
fyrir því að læra skák enda mjög
skemmtileg íþrótt. Nú er stóra
stundin runnin upp að sameina
börnin á einn stað og það á frá-
bærum stað við kjör aðstæður. Ég
kem til með að vera með skákæf-
ingar eitthvað áfram í sumrið en
svo verð ég strax í byrjun skóla-
árs í haust og vetur með æfingar
tvisvar í viku. Miðvikudögum
klukkan 16 til 18 og laugardögum
10 til 12. Þannig hafa börn úr
Sandgerði, Garðinum og vonandi
Grindavík tíma til þess að verða
sér út um far til þess að koma á
æfingu.
Ég ætla mér að hjálpa skólunum
að koma sér upp öflugu skákliði
til þess að fara taka þátt í þeim
fjölmörgu skákkeppnum sem
eru í boði. Allir krakkar eru vel-
komnir á æfinguna núna 12. maí
þó að þau hafi aldrei teflt áður,“
sagði Siguringi. Æfing fyrir börn á
aldrinum 10-14 ára hefst klukkan
10:00 og verður til 12:00. Börn á
aldrinum 6-9 ára verða klukkan
12:15 til 13:15.
Hann vildi koma sérstökum
þökkum til fyrirtækja hér suður
með sjó sem hafa tekið mjög vel
á móti honum til að koma af stað
skáklífi. „Ég get ekki annað en
sagt að það sé mikill áhugi hjá
fullorðnum hér í bæ miðað við
móttökurnar sem ég hef fengið.“
Krakkaskák.is með skák-
æfingu í akademíunni
Kórastjórnandinn Gróa Hreinsdóttir verður með
tónleika þar sem fjórir kórar
sem hún stjórnar munu koma
fram í sal Fjölbrautaskóla
Suðurnesja nk. laugardag.
Kórarnir eru: Borgarkórinn, kór
starfsmanna Reykjavíkurborgar,
Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandasókna, Kvennakór
Kópavogs og Kvennakór-
inn Uppsveitasystur.
Samtals verða söngv-
arar um 100 manns.
Tónleikarnir verða kl 15.00 og að-
gangseyrir er kr. 1500 - en kr. 1000
fyrir eldri borgara. Frítt
fyrir 16 ára og yngri.
Gróa oG fjórir
kórar í keflavík