Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2012, Síða 21

Víkurfréttir - 21.06.2012, Síða 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 Sá sem við leitum að býr yfir: • Óbilandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Reynslu af stjórnun og skipulagningu vakta • Samviskusemi • Áræðanleika • Mjög góðu valdi á enskri tungu • Góðri almennri tölvukunnáttu • Hæfileika til þess að starfa vel undir miklu álagi Kostur er að hafa: • Háskólagráðu í ferðamálafræði eða aðra sambærilega menntun • Áhuga á upplifun gesta og heilsuferðaþjónustu • Frekari tungumálakunnáttu VIÐ LEITUM AÐ AÐSTOÐAR MÓTTÖKUSTJÓRA Bláa Lónið hefur margsinnis verið valið eitt besta spa á heimsvísu og hlaut nýverið nafnbótina eitt af 25 undrum veraldar hjá National Geographic. Bláa Lónið er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna og er í örum vexti. Við leitum að aðstoðar móttökustjóra sem mun starfa á vöktum í móttöku Bláa Lónsins við sölustörf og stýringu á hluta af okkar frábæra teymi. Viðkomandi mun leysa móttökustjóra af við vaktaskipulag ásamt öðrum verkefnum. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði 200–250 starfsmenn. Nánari upplýsingar veitir Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Bláa Lónsins, í netfanginu hulda@bluelagoon.is eða í síma 420-8838 virka daga. Umsóknarfrestur er til 2. júlí og eru umsækjendur vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Bláa Lónsins: www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/ Að a l f u n d u r V i r k j u n a r mannauðs var haldinn nýverið og var mæting góð og Jónas Jónsson sjálfboðaliði bauð fundargestum upp á frábæra kjötsúpu a la Jónas. Formaður stjórnar bauð fólk velkomið og síðan voru kosnir fundarstjóri og fundarritari. Formaður, Ólafur S. Magnússon, f l u t t i s k ý r s l u s t j ó r n a r o g forstöðumaður Virkjunar Gunnar H. Gunnarsson flutti skýrslu um starfsemi Virkjunar fyrir árið 2011 og kynnti reikninga félagsins. Í máli formanns stjórnar kom m.a. fram að starfsemin hafi verið mjög öf lug á árinu og ánægjulegt að geta greint frá því að í byrjun þessa árs (2012) var Virkjun úthlutað veglegum styrk frá Velferðarráðuneytinu undir liðnum Endurhæfing, til reksturs miðstöðvar fyrir atvinnuleitendur. Þessi styrkur gefur okkur byr undir báða vængi og viljum við líta svo á að þetta sé viðurkenning á því starfi sem fram fer í Virkjun. Í máli forstöðumanns Virkjunar kom fram að aðsóknin í Virkjun hefur vaxið á árinu. Heimsóknir á árinu voru 14.911 og komu þó nokkrir fleiri á seinni hluta ársins miðað við þann fyrri. Í haust byrjuðum við einnig að flokka heimsóknir eftir kynjahlutfalli og samkvæmt því þá eru 62% karlar og 38% konur sem heimsækja Virkjun. Eftir umræður f lutti Þórunn Lindberg ræðu um sína sýn á starfsemi Virkjunar. Síðan voru 5 sjálfboðaliðum afhent þakkarskjal fyrir vel unnin störf. Þar segir; Með framlagi þínu hefur þú lagt dýrmæt lóð á vogarskálarnar í því starfi sem fram fer í Virkjun. Markmið miðstöðvarinnar er að flestir megi finna sér uppyggjandi vettvang til að efla getu sína til þátttöku í leik og starfi. Í Virkjun á hver og einn að geta miðlað af hæfileikum sínum og lært af öðrum. Þú hefur lagt þitt af mörkum til að efla starfsemi virknimiðstöðvarinnar Virkjunar. Þakklætisskjal fengu: Jónas H. Eyjólfsson Sif Jónsdóttir Jón Arason Kristín Sveinsdóttir Jósep Valgeirsson Og fara þau á sérstakan heiðurslista Virkjunar mannauðs á Reykjanesi. Fundi var síðan slitið og fólki boðið upp á kaffi og spjall. Fengu viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastarf Gustar um í Garðinum stórmerkilegt að Ferskir vindar og Garður bjóði listamönnum að koma alls staðar að úr heiminum til að vinna skapandi verk á borð við verkið Hiroshima 66 sem var unnið á Ferskum vindum 2010-11 og felur í sér 66 hnefastóra steina á stóru steinborði. En það vísar í að það voru 66 ár liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Mikio Kawasaki skapaði verkið og vonar að með því hjálpi hann fólki til að muna eftir þessum sögulega harmleik og að öll kjarnorkuvopn hverfi í þeirri von að harmleikurinn endurtaki sig aldrei aftur. En Mikio biður fólkið í Garði um að bæta við einum steini á ári í verkið svo steinarnir séu jafnmargir og árin frá því að sprengjunni var varpað. Þessum japanska ferðalangi, sem er að heimsækja Ísland í fyrsta skiptið, finnst stórkostlegt hvernig listamenn Ferskra vinda koma á framfæri í list sinni ábendingum um að það sé eitthvað rangt í heiminum. Henni finnst eins og listamennirnir í Garði séu ekki bara að skapa list heldur séu þeir að gefa heiminum skilaboð. Chieko segist vonast til þess að Ísland verði hið fullkomna land sem gæti verið góð fyrirmynd fyrir önnur lönd.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.