Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Side 2

Víkurfréttir - 04.10.2012, Side 2
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 VATNAVERÖLD HEILSU- OG FORVARNARVIKA Í tilefni af Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar verður frítt í sund í Sundmiðstöðina/Vatnaveröld laugardaginn 6. október ATVINNA AKURSKÓLI Kennari óskast til afleysinga vegna fæðingarorlofs í Akurskóla Starfssvið: • Kennsla í 1. bekk Akurskóla Menntunar- og hæfniskröfur: • Réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 12. október. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri í síma 420-4550 Í Akurskóla er lögð áhersla á kennsluhætti sem einkenna opinn skóla, einstaklingsmiðað nám og teymisvinnu kennara. Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is LISTASAFN REYKJANESBÆJAR LEIÐSÖGN OG OPINN SPJALLFUNDUR Laugardaginn 6. okt. kl. 13:00 verður opinn spjall- fundur í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í tengslum við sýninguna Allt eða ekkert. Fulltrúar safnsins, Félags myndlistarmanna og Ljósops taka þátt í umræðunni og velta m.a. annars fyrir sér hlutverki, stöðu og stefnu safnsins og grasrótahreyf- inga í sjónlistum í bæjarfélaginu. Eftir spjallið munu listamenn sem eiga verk á sýningunni kynna verk sín. Allir velkomnir, heitt á könnunni. FRÉTTIR VIKUNNAR Tvö fyrirtæki hafa hug á að nýta sér gufu frá fyrirhug- uðu kísilveri í Helguvík. Á síð- asta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar voru lagðar fram nýjar yfirlitsmyndir af Helguvík frá CRI ehf. um umhverfisvænan efnavinnslugarð við Helguvíkur- höfn. Pétur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri atvinnu- og hafnaráðs segir að hugmyndir um græna efnagarða í Helguvík séu áhugaverðar. Þær hangi þó á því að kísilverið fari af stað, þar sem þau fyrirtæki nýta gufuna frá kísilverinu. AGC, Atlantic Green Chemicals, er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð við hlið kísil- versins, og eru búnir að ljúka um- hverfismati, og eru að leita fjárfesta, en bíða einnig eftir kísilverinu. Pétur segir þetta mál á frumstigi en það styður aðra uppbyggingu í Helguvík, þar sem hér er um að ræða umhverfisvæn fyrirtæki miðað við stóriðjuna í álveri og kísilveri. Atvinnu- og hafnaráð segir að Reykjanesbær sé tilbúinn að veita vilyrði fyrir lóðum í Helguvík fyrir slíka starfsemi og nú þegar hefur Reykjaneshöfn úthlutað til AGC lóð undir fyrirhugaða starfsemi. Forstjóri Norðuráls vonast til að framkvæmdir við Álverið í Helguvík fari í gang af fullum þunga eftir áramótin. Það verður þó aldrei fyrr en samningar við orkuverin hafa verið undirritaðir og tryggt að Landsnet geti afhent orkuna. Þetta er meðal þess sem fram kom á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar. Þar var farið yfir framkvæmdir á lóð álversins en þar er bæði unnið við klæðningu á kerskálum og einnig er unnið í frá- veitumálum. Í samtali við Víkurfréttir sagði Pétur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri atvinnu- og hafnaráðs, að málefni álversins væru betur stödd í dag en oft áður, þar sem fyrir liggi að raforkuverðið sé ákveðið, þó svo ekki hafi verið skrifað undir þá samninga. Af öðrum stórum framkvæmdum í Helguvík er það að frétta að við- ræður standa yfir þessa dagana við erlenda fjárfesta í tengslum við kísilver í Helguvík sem von- andi skila árangri og segir Pétur Jóhannsson að samkvæmt þeim upplýsingum sem liggi fyrir at- vinnu- og hafnaráði þá muni fram- kvæmdir hefjast á lóð fyrirtækisins í þessum mánuði. Umhverfisvænn efnavinnslu- garður við Helguvíkurhöfn Framkvæmdir á lóð kísilvers að hefjast Stiller í stórsjó! n Álversframkvæmdir og kísilver í farvatninu: n Kvikmyndað á lokadegi um borð í Stafnesi KE: n Tvö fyrirtæki vilja nýta gufu frá Kísilveri í Helguvík: Tapaðir þú parketi og eld- húsinnréttingu? - Það er fundið! Bílfarmur af perketi, eldhús-innrétting, ísskápur, sjónvarp og rúm eru meðal þess sem ein- hver hefur tapað á ferð sinni um Ósabotnaveg á síðustu dögum. Á opnu svæði við Gálgaklett má sjá mikinn ruslahaug þar sem framan- greint hefur verið skilið eftir. Ástæða þess að allt þetta rusl er við Ósabotnaveg en ekki í Kölku, þar sem það ætti að vera, er óljós. Hvort það tengist kostnaði við eyðingu, opnunartíma móttökustöðvar eða bara almennum slóðahætti eru spurningar sem ekki fást svör við fyrr en eigandi ruslsins gefur sig fram eða að einhver vísar á hann. Einhver ætti að kannast við þessa innréttingu með steindu gleri og flottheitum. Hollywood-stjarnan Ben Stiller lauk tökum á kvikmynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty, í Garði í síðustu viku. Síðasti tökudagurinn fór fram við Gerðabryggju þar sem fjarstýrður hákarl elti Ben Stiller um allan sjó. Þá var einnig tekið upp atriði á sjó þar sem fiskiskipið Stafnes KE var í aðalhlutverki. Var látið líta út sem skipið væri í stórsjó eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Stafnesið var leigt með manni og mús til að taka þátt í kvikmyndagerðinni og dagskipunin til Odds Sæmundssonar skipstjóra og áhafnar hans var að safna skeggi. Var áhöfnin á skipinu því orðin fúlskeggjuð á síðasta tökudeginum. Myndina að ofan tók Hilmar Bragi en myndina hér að neðan þar sem hákarlinn eltir Ben Stiller tók Guðmundur Sigurðsson, áhugaljósmyndari úr Garðinum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.