Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Page 15

Neytendablaðið - 01.09.2007, Page 15
gleyma fasteignagjöldunum og blessuðum hússjóðnum. Er eignaskatturinn enn við lýði? Fasteignagjöld eru nokkuð sem margir gleyma að taka með í reikninginn þegar gerð er fjárhagsáætlun vegna kaupa á fasteign. Getur þó verið um talsverðar upphæðir að ræða. Vegna 190 fermetra raðhúss með bílskýli í Breiðholtinu (fast- eignamat 33 milljónir) þarf t.a.m. að greiða 163 þúsund krónur á ári. Ef skoðuð er íbúð í Reykjavík sem er að fasteignamati 23,5 milljónir eru fasteignagjöldin um 113 þúsund krónur á ári. Eigandi 140 fermetra húss með bílskúr í Hveragerði, húss sem er einnig 23,5 milljóna virði samkvæmt fasteignamati þarf svo að greiða litlar 210 þúsund krónur á ári fyrir herlegheitin. Sé síðan farið yfir í Kópavog kemur í ljós að þar þarf að greiða 125 þúsund krónur á ári vegna 105 fermetra íbúðar með bílskúr. Stærsti hluti þessarar tölu er tilkominn vegna fasteignaskatts en hann er reiknaður sem hlutfall af fasteignamati. Fasteignamat hefur svo hækkað gríðarlega á síðustu árum og fasteignagjöldin fylgja með í þeirri hækkun. Holræsagjöld og lóðarleiga hækka svo líka í hlutfalli við fasteignamat og því hefur hækkun fast- eignaverðs víðtækari áhrif en bara á láns- upphæð og lántökugjöld. Hússjóður Þeir sem búa í einbýli losna vitaskuld við að greiða í hússjóð en á móti kemur að þeir þurfa sjálfir að standa straum af öllu viðhaldi og endurbótum á eign sinni. Það getur verið ansi stór biti ef þakið byrjar að leka eða skólpið fer. Þá þarf að halda garðinum við og skvetta svolítilli málningu á húsið öðru hverju. Þeir sem búa í fjöleignarhúsum þurfa hins vegar iðulega að greiða í hússjóð. Gjaldið er mjög misjafnt eftir umfangi sameignarinnar, en ef um mikla sameign er að ræða og ef til vill hlutdeild í bílskýli getur mánaðarlegt gjald farið vel yfir 10 þúsund krónur. Þá er ótalin söfnun í framkvæmdasjóð og lántaka vegna meiri háttar framkvæmda. Að ógleymdum öðrum kostnaði... Er þá enn ótalinn kostnaður vegna rafmagns og hita sem ætla má að sé allt að tíu þúsund krónur á mánuði í mörgum tilvikum. Enn fremur er ekki tekið tillit til símakostnaðar og afnotagjalds RÚV en þessa þætti má þó telja sjálfsagða í rekstri heimilis í dag. Að reka látlaust heimili án alls íburðar í Reykjavík kostar því væntanlega um 150 þúsund á mánuði og er þá ótalinn kostnaður við mat, fatnað, rekstur bifreiðar, tómstundir, ferðalög og læknis- og lyfjakostnað. Skyldi því engan undra að nauðungarsölum í Reykjavík fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um 113% miðað við sama tíma í fyrra. Það er í raun kraftaverki líkast að hinum al- menna launamanni takist yfirleitt að eign- ast og reka fasteign! – kaup og sala Dæmi um íbúð í fjölbýli Ef við skoðum dæmi um fólk sem kaupir sér íbúð í fjölbýli í Reykjavík á 25 milljónir (fasteignamat 23,5) og tekur tuttugu milljón króna lán gæti dæmið litið svona út þegar allar greiðslur vegna íbúðarinnar eru taldar. Hér er þó sleppt stimpil- og lántökukostnaði að upphæð 600 þúsund krónur. Mánaðarleg afborgun* 100.000 Fasteignagjöld (meðalgreiðsla á mánuði yfir árið) 9.500 Mánaðarleg iðgjöld vegna brunatryggingar 1.500 Hússjóður (með bílskýli) 10.000 Mánaðarlegur kostnaður samtals 121.000 *m.v. samsett lán til 40 ára frá ÍLS (2 millljónir frá Sparisjóði og 18 frá ÍLS), án uppgreiðslugjalds. Miðað er við að verðbólga sé engin þessi 40 ár, sem verður að teljast þó nokkur bjartsýni. Miðað er við vaxtatölur frá 16.08.2007. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.