Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Page 15

Neytendablaðið - 01.06.2008, Page 15
aldursflokkana miðlungs- eða lága einkunn. Ef keyrt er inn í hlið bílsins og höfuðpúðarnir sitja ekki rétt eða eru illa bólstraðir getur barnið fengið áverka á höfuð, það slengst á rúðu svo hún brotnar og í versta falli getur barnið höfuðkúpubrotnað. Öryggi í stól við hliðarákeyrslur er því atriði sem kaupendur barnabílstóla ættu að kynna sér fyrst af öllu. Isofix Barnabílstól er smellt á einfaldan hátt í bíl með Isofix-búnaði. Hann tengist sjálfri bílgrindinni og er auðveldari í notkun en ólar og belti. Í nýjum bílum er Isofix- búnaður en akirðu á eldri bíl þarftu að láta athuga hvort hægt er að nota Isofix- stóla í honum. Einnig er hægt að sjá í leiðbeiningabókinni sem fylgir bílstólnum í hvaða bílgerðir hann passar. Eindregið er mælt með því að fyrir börn upp að 18 kg séu notaðir stólar sem tengjast Isofix-búnaði þar sem þeir eru traustari og einnig einfaldari í meðförum. Engu að síður getur líka verið hætta á því að fólk setji stólana skakkt á Isofix-standinn. Þessi tækni á líka með tímanum að auðvelda það að nota sama stól í mismunandi bílgerðum. TÍU GÓÐ RÁÐ UM BARNABÍLSTÓLA • Þegar þú kaupir eða leigir barnabílstól skaltu mæta með bæði bílinn og barnið til sölu- eða leiguaðilans. Ekki fara úr búðinni fyrr en þú hefur fengið leiðbeiningar um stólinn. • Stóllinn á að passa við stærð barnsins. Höfuð þess má ekki ná upp fyrir brúnir hans. • Sannreyndu að beltisólar í bílnum sé hægt að strekkja svo að þær haldi vel að barninu. • Veldu ekki bílstóla sem eru ætlaðir börnum bæði meðan þau eru lítil og stór. Þeir eru of stórir fyrir smábörn og henta ekki stálpuðum krökkum. • Æskilegast er að barnið noti tvo eða þrjá misstóra bílstóla eftir því sem það stækkar þangað til það hefur náð 135 cm hæð. • Öruggast er að nota eins lengi og unnt er bakvísandi bílstól (sem snýr barninu í öfuga átt við akstursstefnu). Það er hægt að nota slíka stóla þar til barnið vegur um 18 kg (um þriggja ára aldur). Næstbesti kosturinn – þegar barnið hefur vaxið upp úr smábarnastólnum – er að nota góðan framvísandi stól (andlit barnsins snýr í akstursstefnu). • Ef þið viljið tala við barnið meðan á akstri stendur er best að setja bílstólinn í framsætið. Munið samt að bakvísandi stól má aldrei setja við virkan loftpúða (árekstursvörn). • Notið Isofix-festingar í stóla fyrir 0-18 kg þung börn ef bíllinn gefur möguleika á því. Það er bæði auðveldast og öruggast. • Ef bíll lendir í umferðaróhappi á að farga öllum barnabílstólum sem í honum voru. • Ekki nota gamla, notaða barnabílstóla. Ódýrari barnabílstólar í gegnum tryggingafélögin Öll tryggingafélögin bjóða sumum viðskiptavinum sínum upp á ódýrari barnabílstóla. Til þess þurfa þeir oftast að vera með nokkrar tryggingar hjá félögunum. Sjóvá: Þeir sem eru í Stofni fá afslátt af Britax-stólum hjá N1 og hjá Ólavíu og Oliver. Tryggingamiðstöðin: Viðskiptavinir geta bæði leigt eða keypt Römer-stóla með afslætti hjá BabySam. VÍS: VÍS er með BeSafe-stóla sem félagið bæði leigir út og selur. Allir geta skipt við VÍS en þeir sem tryggja þar fá betri kjör en aðrir. Vörður: Hjá Verði fá þeir sem eru í grunni afslátt á verði Ferrari-stóla hjá Ólavíu og Oliver og Móðurást.. Þeim sem vilja nýta sér afsláttarkjör tryggingafélaga er bent á að í öllum tilvikum er hægt að fá nánari upplýsingar á heimasíðum þeirra. Barnabílstólar Henta best smábörnum Topp stóll f. 0-13 kg. RECARO Young Profi Plus hlaut háa heildargæðaeinkunn, 4,4 af 5,5 mögulegum, og fékkst á 17.900 kr. í Fífu, sem er mjög gott verð. Hann reyndist best allra stóla hvað varðar öryggi við árekstra og högg. Kaupa þarf Isofix-búnað sérstaklega, en án hans fær stóllinn ekki jafn háa einkunn. Topp stóll f. 0-13 kg. AKTA GRACO Logico S HP hlaut háa heildargæðaeinkunn, 4,4 af 5,5 mögulegum en er engu að síður einn af ódýrari stólunum, fékkst á 18.500 kr. í Ólafíu og Oliver. Hann snýr baki í akstursstefnu með þriggja punkta læsingu. Kostir hans eru margir, auðvelt að skilja leiðbeiningar og aðvaranir, hann veitir mikið öryggi og er mjög auðveldur í notkun, dregur mjög vel úr höggi að framan og á hliðum, ólar fara rétt, höfuðstuðningur frábær, litlir möguleikar á að setja hann skakkt í, ólar festa stólinn vel við bílinn, auðvelt að læsa, sætið er létt, veitir barninu mjög góðan fótastuðning, bólstrun er góð, auðvelt að taka áklæði af og þvo það. Í eldri bíl án Isofix- búnaðar er þessi stóll sérlega hagstæður. 15 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.