Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Síða 17

Neytendablaðið - 01.06.2008, Síða 17
Neytendasamtökin fá fjölmargar kvartanir vegna fatnaðar sem hefur hlaupið eða skemmst í þvotti eða í hreinsun. Vegna þessa er rétt að benda á það er ýmislegt sem hafa ber í huga þegar föt eru þvegin, þurrkuð eða hreinsuð. Ágætt að hafa í huga: • Þurrkið ekki hvít ullarföt úti í sól því þau geta gulnað. • Látið ullarföt ekki liggja í bleyti og vindið þau gætilega, t.d. með því að leggja þau á handklæði og rúlla þeim upp og kreista varlega. Ekki er ráðlagt að hengja ullarföt upp á snúru; best er að leggja þau flöt á handklæði. • Ef strik er undir balanum á þvottamerki þýðir það að þvo verður með meiri gætni en venjulega. Til dæmis. ætti að þvo á styttra þvottakerfi (prógrammi) og þeytivinda í stuttan tíma. • Bali með kross yfir þýðir að ekki má þvo flíkina • Bómullarföt geta hlaupið en mismikið þó. Sum bómullarföt má sjóða án þess að nokkuð gerist á meðan sumar flíkur geta minnkað um eina stærð við þvott á 40°C. Ef um er að ræða nýja eða dýra bómullarflík getur borgað sig að þvo hana á 30°C. Mikilvægt að þekkja þvottamerkin Að gefnu tilefni er rétt að minna á mikilvægi þvottaleiðbeininga sem eru á öllum flíkum. Leiðbeiningastöð um ráðgjöf heimilanna, sem kvenfélögin reka, lét prenta spjald með góðum leiðbeiningum í samvinnu við Hagkaup. Spjaldið kostar 300 krónur og má panta í síma 552 1135 eða á leiðbeiningar@kvenfelag.is Tilvalið er að setja spjaldið upp við þvottavélina. Pallíettur þoldu ekki hreinsunina Í einu máli sem Neytendasamtökunum barst var um var að ræða jakka sem á voru límdar pallíettur. Þegar jakkinn fór í hreinsun bráðnuðu pallíetturnar og duttu af. Jakkinn var þó merktur með P sem þýðir að flíkin þolir ekki sterkara efni en perklór sem er algengasta hreinsiefnið í efnalaugum. Málið var sent fyrir úrskurðarnefnd efnalauga og var niðurstaða nefndarinnar sú að jakkinn væri í raun rangt merktur. Þrátt fyrir að jakkann mætti hreinsa með perklór þoldi límið sem hélt pallíettunum á sínum stað ekki efnið og því duttu pallíetturnar af og límið klíndist út í jakkann. Setja 3 hreinsunarmerki Svona gerum við er við þvoum okkar þvott... Algengt er að harðviður sé notaður í garðhúsgögn enda þolir slíkur viður vel raka og vætu. Því miður er oft gengið á mikilvægt og dýrmætt skóglendi við skógarhögg til að afla harðviðarins og þá jafnvel í óþökk íbúa viðkomandi svæðis. Til dæmis er tekkviður fluttur út frá Burma í stórum stíl þrátt fyrir að herstjórnin í landinu hagnist á viðskiptunum og nokkurs konar viðskiptabann eigi að ríkja á landið. Ólöglegur viður er því oft notaður í húsgögn án þess að neytendur, sem margir hverjir kæra sig lítt um að kaupa slíkan varning, hafi hugmynd um það. Til að svara kröfum neytenda hafa óháð samtök, Forest Stewardship Council, komið á fót vottun sem húsgagnaframleiðendur geta sett á vörur sínar ef viðurinn er unninn úr nytjaskógi. Merkið er orðið þó nokkuð útbreitt og húsgögn sem bera merkið má finna í verslunum hér á landi. t.d. í Rúmfatalagernum. Vottuð tekkhúsgögn 17 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.