Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 4
Ágætu félagar! Nú í sumar gerði stjórn Ungmennafélag Biskupstungna samning við Landsbókasafn – Háskólabókasafn um að varðveita öll eintök af Litla – Bergþóri frá upphafi. Öll eintök Litla – Bergþórs eru nú geymd á safninu og þá voru öll tölublöðin skönnuð/mynduð og er því hægt að nálgast þau öll á www.timarit.is án endurgjalds. Mikill fróðleikur um mannlíf í Biskupstungum er þarna gerður aðgengi- legur sem vonandi mun nýtast sem flestum um ókomna tíð. Þetta verkefni kostaði talsverða fjármuni en félagið fékk góðan styrk frá Menningarráði Suðurlands og Verkefnasjóði HSK og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir stuðninginn. Það skal tekið fram að nýjustu tölublöðin verða ekki gerð aðgengileg á www.timarit. is fyrr en þau eru a.m.k. tveggja ára gömul. Það er von mín að áskrifendum Litla – Bergþórs eigi eftir að fjölga og útgáfan að styrkjast enn frekar. Í byrjun september sá skógræktarnefnd Ungmennafélagsins um að laga göngustíginn í skógræktarreit félagsins við Tungnaréttir. Stígurinn var grisjaður, breikkaður og trjákurli stráð í botninn. Með þessu móti er nú hægt að fara um skóginn. Það er stefna félagsins að á næsta ári verði útbúnir fleiri göngustígar og þar með verði notagildi skógarins aukið. Þá má hugsa sér að settir verði bekkir og borð svo hægt verði að setjast niður og fá sér nesti. Skógræktarreitir félagsins hafa allir dafnað vel frá því fyrst var plantað í þá. Félagið þarf að marka sér stefnu hvernig það vill sjá alla þessi reiti nýtast í framtíðinni og forgangsraða í því samhengi. Söguritun félagsins gengur vel, nú þegar þetta er ritað er sjálft handritið nánast tilbúið en mikil vinna er eftir við ýmsan frágang. Myndasöfnun hefur gengið ágætlega en ef einhver hefur áhugaverðar myndir sem ekki hafa áður komið fram væri gaman að fá upplýsingar um slíkt. Mjög margt áhugavert hefur komið fram við heimildaöflunina og má búast við áhugaverðri og skemmtilegri bók. Það er von okkar í stjórninni að bókinni verði vel tekið en saga félagsins er samofin sögu Biskupstungna. Stefnt er að því að bókin komi út með vorinu. Starf íþróttadeildar fór af stað í haust með hefðbundnum hætti. Fjölmargar íþróttagreinar eru æfðar hjá félaginu og er það von mín að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Leikdeild félagsins mun ekki setja upp leikrit í vetur en kemur örugglega sterk inn næsta vetur. Framundan eru jól og áramót með allri sinni gleði og kærleika sem við öll hlökkum svo til. Því er mikil- vægt að við njótum þessarar hátíðar sem mest, ræktum fjölskylduna og það sem okkur er kærast. Á stund- um sem þessum er líka mikilvægt að muna eftir þeim sem minna mega sín. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári. Ritað í nóvember 2012 Helgi Kjartansson, formaður 4 Litli-Bergþór Formannspistill Facebook Ritstjórn vill benda lesendum Litla-Bergþórs á Facebook síðu blaðsins. Gaman væri ef fólk rifjaði upp gamlar sögur úr sveitinni - setti inn gamlar (og nýjar) myndir með skýringum á við hvaða tilefni þær eru teknar og hverjir eru á þeim. Kannski verður til grein í Litla-Bergþóri úr svona innleggi á síðuna. Kveðja, ritstjórn Litla-Bergþórs.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.