Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 5
Litli-Bergþór 5 Veðurblíðan var einstök í júní og júlí, stundum svo mikil að fólki þótti nóg um og hefði gróður þegið nokkara rigningardaga í viðbót en þeir urðu ekki margir á þessu tímabili. Landgræðslufélag Biskupstungna fékk fimm milljón króna styrk úr Pokasjóði verslunarinnar sem afhentur var 5. júní og var það hæsti styrkur sem veittur var á Suðurlandi að þessu sinni. Í umfjöllun um aðalskipulag vegna Reykjavegar 7. júní samþykkti sveitarstjórn að vinna með Vega- gerðinni og landeigendum og skoða vel hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi breytta legu vegarins, áður en íbúafundur er haldinn um málið. Vinnan skal varpa ljósi á mögulega kosti og galla nýrrar legu vegarins, ef hún er möguleg. Skoða skal líka atriði s.s. kostnað, framkvæmdatíma, áhrif á verslun og þjónustu, hvernig nýtingarmöguleiki jarða breytist. Þannig verði aðilar betur í stakk búnir til ákvarðanatöku og mikilvægt er að flýta vinnunni eins og kostur er. 8. júní voru Helena og Knútur í Friðheimum með formlega opnun á nýrri gestamóttöku hjá sér. Þar bjóða þau gestum tómatsúpu úr tómötum sem þau rækta sjálf. Einnig er þar að finna sýninguna Ylrækt á Íslandi – stiklur úr sögu. Í Reykholti var opinn dagur hjá garðyrkjustöðvum og fleiri fyrirtækjum laugardaginn 9. júní. Sautjánda júní hátíðarhöld fóru fram með hefð- bundnum hætti í Reykholti og voru vel sótt. Umhverfisnefnd hélt fund þann 21. júní og lagði í kjölfarið fram áskorun til sveitarstjórnar um aðgerðir vegna skógarkerfils sem er að ná sér nokkuð á strik í sveitarfélaginu. Hrefnubúðarkaffi hóf rekstur sinn 23. júní við Ár- búðir á Kili en kaffihúsið er hluti af rekstri Vilborgar Guðmundsdóttur og Lofts Jónassonar í Árbúðum. 23. júní var einnig opnaður nýr glæsilegur veitinga- og sýningarsalur á Geysi. Tengist hann versluninni sem fyrir er á staðnum. Torfastaðakirkju var færður glæsilegur altarisdúkur að gjöf þann 24. júní. Var það Þóra Katrín Kolbeins sem saumaði og gaf dúkinn til minningar um tengd- Hvað segirðu til? Fréttir úr sveitinni Gleðileg jól og farsælt komandi ár upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.