Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór foreldra sína, þau Erlend Björnsson og Kristínu Sig- urðardóttur á Vatnsleysu I Einnig til minningar um Katrínu Þorsteinsdóttur og Þórarinn Guðlaugsson í Fells- koti sem hún dvaldi hjá í sveit á yngri árum. Skálholtshátíð var haldin dagana 19. til 22. júlí. Í boði voru m.a. tónleikar, hátíðarguðsþjónusta, myndlistarsýn- ing og gönguferðir um staðinn undir leiðsögn kunnáttufólks. Komið var fyrir nýjum golf- skála við golfvöllinn í Úthlíð, með tilkomu hans færðist afgreiðsla og þjónusta tengd vellinum þangað um helgar og á mót- um sem á öðrum tímum fer fram í Réttinni. Svokölluð Gálgaganga var farin um Reykholt laug- ardaginn 28. júlí á vegum Upplits, menningarklasa uppsveitanna. Farin var fræðsluganga í fylgd Skúla Sæland og skoðaðar sennilegar skýringar á skugga- legum örnefnum í Reykholti og nágrenni. Nokkrir Tungnamenn hafa verið matgæðingar Dag- skrárinnar í sumar. Það voru þau Þórarinn Kristins- son frá Fellskoti, Grétar Þór Grímsson á Syðri Reykjum, Agla Snorradóttir í Vegatungu, Signý B. Guðmundsdóttir í Skálholti og Helena Hermundar- dóttir á Friðheimum Hátíðin Tvær úr Tungunum var haldin í Reykholti 25. ágúst sl. Þar var margt á seyði, hægt var að læra undirstöðuatriði í golfi, fara í gönguferð með leiðsögn og Aratunguleikarnir í gröfuleikni fóru fram. Um kvöldið var dansleikur í Aratungu þar sem Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar lék fyrir dansi eftir að landsþekktir skemmtikraftar höfðu skemmt gestum nokkra stund. Dansleikurinn var jafnframt til fjáröflunar fyrir end- urbyggingu Tungnarétta sem stendur nú yfir. Helgi Kjartansson, íþróttakennari og sveitarstjórn- armaður ásamt fleiru var Sunnlendingur vikunnar í Sunnlenska fréttablaðinu þann 29. ágúst. Slök veiði var í Hvítá fyrripart sumars. Með haustinu lauk vinnu við uppsetningu tveggja hraðahindrana á Biskupstungnabraut við gatnamót Skólabrautar annars vegar og Bjarkarbrautar hins vegar. Sömuleiðis var slitlag lagt í Laugarási á Ferju- veg og út á Bæjarholt auk þess sem slitlag var lagt á Skyrklettagötu. Kaffi Kletti var lokað um mánaðamótin ágúst/sept- ember þar sem rekstraraðilar ákváðu að snúa sér að öðru og ekki var búið að leigja öðrum reksturinn þegar að því kom. Landeigendafélags Geysis ehf. var stofnað 5. sept- ember 2012. Að því eiga allir landeigendur aðild að ríkinu undanskildu sem á 35% landsins. Mun félagið starfa að vernd og uppbyggingu svæðisins. Sveitar- stjórn lýsti yfir ánægju með framtak landeigendanna og væntir góðra hluta frá félaginu með tilliti til upp- byggingar og verndunar þessarar merku náttúruperlu. Var oddvita falið að sækja um styrk til Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða í samstarfi við hið nýstofnaða félag til undirbúnings hugmyndasamkeppni, skipu- lagsvinnu og uppbyggingar Geysissvæðisins, með það að markmiði að svæðið geti borið þennan mikla ferðamannastraum sem er þar nú og mun bara aukast. Margeir Ingólfsson ferðamálafrömuður á Brú var Sunnlendingur vikunnar í Sunnlenska fréttablaðinu þann 5. september. Boruð hefur verið borhola í landi Gýgjarhóls. Íbúar í nágrenni hennar ásamt eigendum frístundahúsa hafa mikinn áhuga á því að stofna hitaveitufélag um borholuna og dreifa vatni um nágrenni með hag- kvæmum hætti. Sveitarstjórn hvatti viðkomandi til að halda áfram með vinnu sína á sveitarstjórnarfundi 6. september og fór fram á það við veitustjórn að hún veitti tæknilega aðstoð. Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir, ættuð frá Brún, gaf út matreiðslubókina „Ljúfmeti úr lækn- ingajurtum“ ásamt Alberti Eiríkssyni.Uppskriftirnar byggjast á notkun lækningajurta. Fjallmenn héldu í fjárleitir þann 7. september og áætlað var að réttir yrðu laugardaginn 15. september en nú bar svo við að veður voru válynd á fjöllum og töfðust leitir því nokkuð svo fresta þurfti réttum til sunnudagsins 16. september. Réttaballið var þó á sínum stað þann 15. þar sem „Strákarnir mínir“ sáu um stuðið. Þann 8. september var Uppsveitahringurinn hjólaður og hlaupinn í fyrsta skipti, hægt var að hjóla í skemmtihjólreiðahópi og keppnishjólreiðaflokki. Hlaupið var frá Reykholti að Flúðum um 10 km leið og hjólað frá Flúðum í gegnum Laugarás og Reykholt og endað á Flúðum alls um 46 km. Kjartan Sveinsson í Bræðratungu bauð vinum og samferðamönnum til veislu í tilefni 50 ára afmælis síns í Aratungu laugardaginn 1. október. Á fundi sínum 4. október samþykkti sveitarstjórn að breyta bæði aðal- og deiliskipulagi Reykholts til að stækka lóð Bláskógaveitu úr 1.500 fm í 3.600 fm og að þar verði reist ný dælustöð sem verði allt að 200 fm að stærð, á tveim hæðum, og með átta metra mænishæð. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað á fundi sínum 4. október að fresta stofnun vinnuhóps um skólamál Bláskógabyggðar og húsnæðismál Álfa- borgar þar til ávinningur af sameiningu grunnskólans á Laugarvatni og leikskólans Gullkistunnar er orðinn Hvernig lítur hann eiginlega út þessi skógarkerfill. Það sagði einhver að hann líktist mér!

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.