Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 27
Litli-Bergþór 27
eða við eldamennsku úr afgöngum, spil, spjall og
kveðskap. Aðstaða í Gíslaskála er til fyrirmyndar
fyrir menn og skepnur, gistipláss fyrir um 50 manns í
skálanum, klósett inni og sjálfrennandi vatn, mögu-
leiki á að kveikja á rafstöð fyrir ljós og hita og gas-
hitari á sturtu. Í hesthúsi er nóg pláss og hey fyrir
hestana. Reynt var að hleypa þeim út annað slagið
til að brynna þeim, en þeir voru fljótir inn aftur. Við
sem vorum svo heppin að vera sett í Austurleitina
öfunduðum lítið Hveravallamenn af aðstöðunni þar,
en þar var þó sami háttur hafður á, maður er manns
gaman, - nema hvað kamarmál voru leyst öðruvísi!
Ekkert farsímasamband er á Hveravöllum, svo
lengi vel fréttist ekkert úr þeirri leit, en á leið sinni í
hesthúsið náðu norðurleitarmenn þó loks sambandi,
svo fjallkóngur gat látið Austurkróksmenn vita að allt
væri í lagi norður á Völlum og ráðið ráðum.
Hey var af skornum skammti á Hveravöllum, ein-
ungis rúmlega ein gjöf fyrir hestana og ekkert
fyrir sauðféð, og hestar því svangir og fúlir á
þriðjudagsmorguninn. Fennt hafði yfir eitt hornið á
fjárgerðinu, svo hluti kindanna 70 hafði sloppið út
og hýmdu þær undir skálaveggjum eða annarsstaðar,
sem þær fundu skjól.
Þriðjudagur rann upp og enn var bálhvasst og
snjókóf og ekkert skyggni, en bjart yfir á köflum.
Síðan tók að dúra og grilla í Kjalfell og Hrútfell
annað slagið og um hádegi var komið þokkalegasta
smalaveður hjá okkur í Gíslaskála, en kalt. Hvera-
vallamenn riðu af stað um kl. 8 um morguninn í
slæmu veðri, sem lagaðist ekki fyrr en komið var Óskar á leið inn frá gegningum, rétt grillir í hesthúsið
við Gíslaskála.
Kvikmyndatökukonurnar knáu, Guðborg og Ólöf.